Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 62
1. september 2012 LAUGARDAGUR16
Yfirverkstjóri / Rekstrarstjóri
Fjarðanet hf er eitt af stærstu veiðarfærafyrirtækjum landsins og rekur alhliða veiðarfæraþjónustu á fjórum stöðum í kringum landið; Ísafirði,
Akureyri, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði. Í Neskaupstað og á Ísafirði rekur Fjarðanet einnig Gúmmíbátaþjónustu og Fjarðanet er eina sérhæfða
fyrirtækið í þjónustu við fiskeldi á Íslandi með rekstri á þvottastöð fyrir fiskeldispoka á Reyðarfirði og framleiðslu á fiskeldispokum og tengdum
búnaði. Fjarðanet er hluti af Hampiðjan Group.
Fjarðanet óskar að ráða yfirverkstjóra/rekstrarstjóra yfir netaverkstæði sitt á Ísafirði.
Á netaverkstæði Fjarðanets á Ísafirði fer fram framleiðsla og sala á fiskitrollum, rækjutrollum snurvoðum og tengdum búnaði, ásamt
þjónustu við Fiskeldi.
Starfið felur í sér almenna vinnu á netaverkstæði ásamt ábyrgð á rekstri verkstæðisins; skipulagning framleiðslu og þjónustu, gerð teikninga,
tilboða, pantana og samskipti við viðskiptavini og birgja. Viðkomandi vinnur í nánu samstarfi við aðra verkstjóra fyrirtækisins og
Hampiðjuna.
Við leitum að lærðum netagerðarmanni eða manni með langa reynslu af veiðarfæragerð. Við leitum að, sjálfstæðum, jákvæðum, og
þjónustuliprum einstaklingi sem á gott með mannleg samskipti. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða almenna tölvukunnáttu.
Nánari upplýsingar gefur Jón Einar Marteinsson í síma 4 700 802 eða 856 0802. Umsóknir ásamt starfsferilskrá skulu sendar, fyrir
15. september til Fjarðanets hf, Strandgötu 1, 740 Neskaupstað eða í tölvupósti á joneinar@fjardanet.is
Jöfnunarstyrkur til náms
Umsóknarfrestur á haustönn 2012 er til 15. október
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta
lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á náms-
kostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá
sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu.
• Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri
lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).
• Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja
nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla).
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til
að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN
(www.lin.is).
Umsóknarfrestur vegna haustannar 2012 er til
15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um
verkefni sem hvetja til virkni atvinnuleitenda sem fá
fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Velferðarsviði.
Verkefnin sem sótt er um styrk til þurfa að vera
hvetjandi og þau þurfa að styrkja, virkja og efla
hæfni þátttakenda til að takast á við breyttar
aðstæður á vinnumarkaði.
Umsóknarfrestur er til 30. september 2012.
• Við úthlutun fjármagns er tekið mið af því að
verkefnin nýtist sem flestum, að þau séu fjölbreytt
og leiði til aukinnar velferðar.
• Skilyrði fyrir styrkveitingu er að námskeiðin/
úrræðin sem samþykkt verða standi til boða þvert
á þjónustumiðstöðvar.
• Námskeiðin/úrræðin skulu haldin á dagvinnutíma
Nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar:
www.reykjavik.is/virkniverkefni
Styrkir til verkefna sem hvetja til
virkni atvinnuleitenda
Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala auglýsir lausa til umsókna
tvo þriggja ára styrki til doktorsnáms við Háskóla Íslands
tengda Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í
Öldrunarfræðum (RHLÖ).
Styrkirnir einskorðast við doktorsnema við Háskóla Íslands og
úrvinnslu gagna Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I
og II) og gögn sem tengja mætti þeirri rannsókn. Doktorsneminn
fær starfsaðstöðu við RHLÖ að Ægisgötu 26 og skal vinna
rannsóknina þar. Auk styrksins sem tekur mið af taxta RANNÍS
fyrir doktorsnema á hverjum tíma veitir rannsóknarstofan
sérstakan stuðning við tölfræðilega úrvinnslu. AGES RS
rannsókninni hefur verið lýst í greininni:
Age, Gene/Environment Susceptibility-Reykjavik Study:
multidisciplinary applied phenomics. Harris TB, Launer LJ,
Eiriksdottir G, Kjartansson O, Jonsson PV, Sigurdsson G,
Thorgeirsson G, Aspelund T, Garcia ME, Cotch MF, Hoffman HJ,
Gudnason V. Am J Epidemiol 2007;165(9):1076-87.
Doktorsneminn getur komið frá hvaða námsbraut sem er innan
Háskóla Íslands. Doktorsneminn þarf að leggja fram áætlun
um doktorsnám sem samþykkt hefur verið af rannsóknarnefnd
öldrunarrannsóknar Hjartaverndar og viðkomandi Háskóladeild
svo og upplýsingar um doktorsnefnd.
Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala hefur hug á að efla
doktorsnám á sviði öldrunarfræða með ofangreindum hætti
með árlegum styrkveitingum næstu 3 árin. Með því er vonast
eftir því að lifandi samfélag myndist um öldrunarrannsóknir þar
sem doktorsnemar geta haft stuðning hver af öðrum auk góðrar
starfsaðstöðu. Umsóknir verða metnar af sjálfstæðri vísindanefnd
á vegum Vísinda-, Mennta- og Nýsköpunarsviðs Landspítala á
samkeppnisgrunni. Ef fullnægjandi umsóknir fást verða styrkir
veittir á vísindafundi Landspítalans sem haldinn er í apríl 2013.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2013. Frekari upplýsingar
veitir Pálmi V. Jónsson, prófessor, formaður stjórnar
Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, sími 5439410, netfang:
palmivj@landspitali.is og skal rannsóknaráætlun send til hans.
Styrkir til doktorsnema við
Háskóla Íslands
Færsla jarðstrengs vegna ofanflóðavarna
Jarðvinna og lagning
Ísafjarðarbær
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og lagningu 66
kV háspennustrengs og 11 kV háspennustrengja á Ísafirði í
samræmi við útboðsgögn IF1-01.
Verkið felur í sér lagningu 66 kV háspennustrengs frá Engi
við Seljalandsveg, meðfram Skutulsfjarðarbraut að tengi-
virkinu í Stórurð, alls um 2 km leið. Einnig lagningu 11 kV
strengja hluta leiðarinnar.
Helstu verkliðir eru:
• Gröftur og fleygun lagnaskurðar, lagning háspennu-
strengja og fjarskiptarörs, söndun, lagning aðvörunar
borða, lagning gangstéttarhellna yfir 66 kV strengjum,
fylling; 2 km.
• Aðstöðusköpun í 2 tengiholum.
• Frágngur yfirborðs til samræmis við umhverfið.
Verkinu skal að fullu lokið 30. nóvember 2012.
Útboðsgögn verða afhent í móttöku Landsnets, Gylfaflöt
9, 112 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 4. september
2012.
Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112
Reykjavík fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. september 2012
þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Útboð IF1-01
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Laugardalslaug, raflæsingar fyrir skápa í
búningsklefa, útboð nr. 12912.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod.