Fréttablaðið - 01.09.2012, Side 98

Fréttablaðið - 01.09.2012, Side 98
1. september 2012 LAUGARDAGUR70 FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS Rokksveit Jonna Ólafs skemmtir á Kringlu Kránni helgina 31. ágúst 1. sept. Öll gullaldarlögin með Stones-Bítlunum-Kinks ofl. Sjáumst Hress ! „Við ætlum að spila lög í anda geimferða og kveðja þennan mikla Íslandsvin með stæl,“ segir Ásgeir Andri Guðmunds- son, viðburðastjóri á Mánabar, en kveðju partí fyrir geimfarann Neil Armstrong verður haldið þar í kvöld. Armstrong lést þann 25. ágúst síðastliðinn, þá 82 ára að aldri, en hann var frægur fyrir að hafa árið 1969 verið fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Ásgeir Andri segir þá á Mánabar hafa þótt viðeig- andi að kveðja geimfarann og heiðra minningu hans á nýopn- uðum skemmtistað sínum sem kennir sig við sjálft tunglið. „Það er eins og að koma út í geim að koma inn á Mánabar. Ef það hefði verið smíðuð geimstöð á þeim tíma sem við bjuggum í torfbæjum er ég viss um að hún hefði litið út alveg eins og innviðir barsins,“ segir Ásgeir sannfærandi. Ásgeir Andri lofar miklu fjöri á barnum og hvetur alla sem vilja minnast geimfarans og amerísku þjóðarhetjunnar til að mæta. - trs Neil kvaddur GEIMFARAR Á MÁNABAR Íslandsvinur- inn Neil Armstrong lést þann 25. ágúst síðastliðinn. NORDICPHOTOS/AFP „Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu,“ segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí- dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lar- dotter. Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka þær sig sem nokkuð danska hljóm- sveit og hafa spilað um heiminn undanfarin fjögur ár. Fyrsta þessa mánaðar gaf Kimi Records út hljómplötu þeirra Wild & You og fagna þær áfanganum með útgáfu- tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistar- konan Sóley flytur einnig perlur sínar á tónleikunum. „Þetta byrjaði allt fyrir fjór- um árum. Við áttum tvö lög og ákváðum að spila á „open mic“- kvöldi í Kaupmannahöfn. Þar gekk ítalskur kaffihúsa eigandi fram hjá og vildi fá okkur til að spila hjá sér. Við ákváðum að fara og skrifuðum tíu lög á einni viku. Þegar út var komið leiddi eitt af öðru og okkur var boðið að taka upp plötu á Ítalíu,“ segir Guðbjörg um sögu dúettsins. „Brátt bættist við hollenskt útgáfufyrirtæki og annað þýskt og við fórum að túra um Evrópu og Bandaríkin.“ Á sama tíma héldu þær fáa tón- leika heima, það er á Íslandi og Danmörku, en eru að bæta úr því þessa stundina. „Áramótaheitið var að spila meira heima hjá okkur. Við erum líka að vinna í danskri útgáfu og höfum verið að túra þar. Svo við erum að vinna í áramóta- heitinu okkar,“ segir Guðbjörg og bætir við að þær spili á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðgangseyrir á tónleika þeirra og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við hurð. - hþt Hétu því að spila meira heima MY BUBBA & MI Íslensk-sænski nýkántrídúettinn My Bubba & Mi varð óvænt að hljómsveit þegar ítalskur kaffihúsaeigandi heyrði tónsmíðar hans á „open mic“- kvöldi. Á mánudaginn hefjast árlegir stuttmyndadagar í Reykjavík í Bíó Paradís. Sýningar á árlegum stuttmynda- dögum fara fram dagana 3.-4. sept- ember í Bíói Paradís en þar verð- ur keppt um bestu stuttmyndina og fá þrjár efstu myndirnar pen- ingaverðlaun. Einnig fær sigur- vegarinn boð á Short Film Corner á Cannes-hátíðinni á næsta ári. Dómnefndin í ár er vel skipuð sem endranær. Hana skipa þau Ísold Uggadóttir kvikmyndaleik- stjóri, Ingvar Þórðarson kvik- myndaframleiðandi og Örn Marínó Arnarsson kvikmyndagerðarmað- ur. Stuttmyndadagar hafa verið haldnir í Reykjavík frá árinu 1992 og notið mikilla vinsælda, sérstak- lega meðal ungs fólk og þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvik- myndagerð. Meðal þeirra leikstjóra sem hafa sýnt sín fyrstu verk á stuttmynda- dögum í Reykjavík eru Reynir Lyngdal, Gunnar B. Guðmunds- son, Ragnar Bragason og Rúnar Rúnarsson. Stuttmyndadagar hefjast í Reykjavík Little Bit – Halla Mía Caught – Sigurður Unnar Birgis- son Eva – Gígja Jónsdóttir Frelsi? – Ingólfur Arnar Björnsson Grafir og bein – Anton Sigurðs- son Kalli Klappsen – Ágúst Elí Ásgeirsson og Jakob van Oos- terhout Máltíðin – Óskar Bragi Stefánsson Stuðtækið – Sigurður Hannes Ásgeirsson og Barði Stefánsson Mission to Mars – Haukur M Móðir – Ingimar Elíasson Par – Brúsi Ólason Requiem – Guðni Líndal Benediktsson Stormur – Guðni Líndal Bene- diktsson Svartar kistur – Natan Jónsson Til hamingju – Guðni Líndal Benediktsson Undying Love – Ómar Örn Hauksson MYNDIR Á STUTT- MYNDADÖGUM UNGIR STÍGA SÍN FYRSTU SKREF Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíói Paradís dagana 3.-4.september.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.