Fréttablaðið - 07.09.2012, Side 1

Fréttablaðið - 07.09.2012, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur skoðun 16 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið Endurmenntun veðrið í dag 7. september 2012 210. tölublað 12. árgangur Vill verða ráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar að vinna að sigri Sjálfstæðisflokksins. föstudagsviðtalið 14 M atreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þátt-inn Eldað með Holta á sjón-varpsstöðinni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka rétti úr Holta-kjúklingi frá Reykjagarði. Á föstudögum birtast þessar uppskriftir hér á forsíðu Fólks. Í dag er Kristján með uppskrift að steiktum vínarpylsum frá Holta með djúpsteiktum lauk ásamt eldpipar-mauki. Hægt er að fylgjast með Krist- jáni matreiða þennan girnilega rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöð- inni ÍNN. Þættirnir eru endursýndir yfir helgina en einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, www.inntv.is. MATARHÖNNUN Í GARÐABÆFjallað verður um matarhönnun í Hönnunar-safni Íslands við Garðatorg á sunnudag kl. 14.00. Brynhildur Pálsdóttir og Auður Ösp Guðmundsdóttir ræða um hönnunina ásamt Hafliða Ragnarssyni. 10 STEIKTAR HOLTA-KJÚKLINGAPYLSUR MEÐ DJÚPSTEIKTUM LAUK O ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Hlöðversson í þáttunum Eldað með Holta á ÍNN gefur kjúklingauppskriftir alla föstudaga. Hér er hann með steiktar vínarpylsur frá Holta ásamt djúpsteiktum lauk og eldpiparmauki. LJÚFFENGT Í MATINN Matarþættir Holta-kjúklings eru á ÍNN á föstudagskvöldum kl. 21.30. Verð áður 89.990 Verð áður 99.990 89 990 74.990 84.990 Candy EVO 1473 DWS Candy EVO 1482 DS Candy EVOW 4653 DS Candy EVOC 570 BS ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR ENDURMENNTUN FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2012 Kynningarblað Fróðleikur, æfingar, skemmtun og fjölbreytt námskeið 7. SEPTEMBER 2012 GLAMÚR Í NIKE-TEITI ÍGLÓ OPNAR Á METTÍMA FRÆGIR Á GESTALISTA SKIPULAGSMÁL Bílanotkun nemenda Háskóla Íslands (HÍ) og starfs- fólks Landspítalans þarf að drag- ast saman sem mótvægisaðgerð við aukinni umferð við nýjan Land- spítala. Gert er ráð fyrir gjaldtöku við öll bílastæði í háskólanum, við spítalann og á milli gömlu og nýju Hringbrautar. Þetta segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipu- lagsráðs Reykjavíkurbogar. „Við höfum átt í samræðum við þessa aðila, höfum sett þeim ströng skilyrði og teljum engan vafa á að þetta muni takast,“ segir Hjálmar. Hann segir forsvarsmenn háskól- ans ekki hafa tekið illa í þessar hugmyndir. Fréttablaðið greindi í gær frá athugasemdum íbúasamtaka vegna aukinnar umferðar við fyrirhug- aðan spítala. Hjálmar segist skilja þær áhyggjur, en hann sé sann- færður um að það takist að stjórna umferð. Miklabrautin beri aðeins ákveðið mikla umferð og hún geti ekki orðið mikið meiri en í dag. Gísli Marteinn Baldursson, borgar fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segir brýna þörf á að byggja við Landspítalann við Hringbraut. Sú tillaga sem liggi fyrir sé hins vegar fráleit, enda allt of mikið byggingarmagn. „Þetta er rétt staðsetning en röng tillaga.“ Þá sé ekki lengur um viðbygg- ingu við byggingar að ræða, heldur alveg nýjan spítala. Hjálmar segir að til lengri tíma litið sé rétt að benda á uppbyggingu í Vatnsmýrinni, en aðeins séu rúm þrjú ár í að hluti flugvallarins fari. „Það stendur ekkert til annað en það að í endurskoðuðu Aðalskipu- lagi verði staðið við tímasetningar og norður/suðurbrautin fari árið 2016. Það eru rétt rúm þrjú ár í það. Þetta er sterk yfirlýsing um að við lítum svo á að flugvöllur- inn sé að fara í áföngum sem geri það kleift að að byggja í Vatnsmýr- inni á næstu tuttugu árum. Það mun minnka umferðarþörf og gefa fleirum kost á að búa miðsvæðis, til dæmis nálægt nýjum spítala.“ Skipulagsráð hefur samþykkt að framlengja frest til athugasemda við tillöguna til 20. september. - kóp / sjá síðu 6 Rukkað í öll bílastæði við HÍ og Landspítala Varaformaður skipulagsráðs segir gert ráð fyrir gjaldtöku í öll bílastæði við HÍ og Landspítala til að draga úr umferðarþunga við nýjan Landspítala. Byggð í Vatnsmýri minnki umferðarþörf og ein flugbraut hverfi eftir rúm þrjú ár. Nýr kafli hefst í kvöld Ísland mætir Noregi í fyrsta mótsleiknum undir stjórn Lars Lagerbäck. sport 28 & 30 Þetta er sterk yfirlýsing um að við lítum svo á að flugvöllurinn sé að fara í áföngum HJÁLMAR SVEINSSON, VARAFORMAÐUR SKIPULAGSRÁÐS Ljótur að utan – ljúfur að innan Heimsækir fagurkera Fréttamaðurinn Sindri Sindrason fer af stað með nýjan lífsstílsþátt. fólk 34 BÆKUR „Þetta sýnir í raun áhug- ann á íslenskum glæpasögum,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónas son. Stjórn bresku glæpasagna- samtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sér- stakrar Íslands- deildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur vekja alltaf meiri og meiri athygli,“ segir Ragnar. - fb / Sjá síðu 34 Bresku glæpasagnasamtökin: Stofna sérstaka Íslandsdeild RAGNAR JÓNASSON RIGNING eða slydda norðanlands og sums staðar strekkingsvindur en bjart víða sunnanlands og hægari vindur. Heldur kólnandi. VEÐUR 4 8 9 8 73 UMHVERFISMÁL „Notast verður við hunda til að elta minkinn uppi eða reyna að ná honum í gildru,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. Umhverfisnefnd bæjarins ákvað að láta eyða minki sem ábendingar höfðu borist um að hefðist við í grjótgarði við Fossvoginn. „Á Íslandi er litið á mink sem meindýr og kerfisbundið reynt að halda honum í skefjum. Minkur lifir aðallega á fiski og fuglum en með tilliti til þess að Fossvogur- inn er friðlýstur sem mikil vægt búsvæði fugla, er lagt til að honum verði eytt af svæðinu,“ segir umhverfisfulltrúi bæjarins. Mein- dýraeyðir hefur tekið verkið að sér. - gar Vargur á friðuðu fuglasvæði: Hundi sigað á mink í Fossvogi ÞÚSUND Á BIÐLISTA Hátt í þrjú þúsund börn sóttu um hjá fimleikadeild Gerplu í Kópavogi í haust en aðeins 1.400 fengu inn. Sum börn hafa þurft að bíða í þrjú ár eftir að komast að. „Það er rosalega jákvætt fyrir greinina hvað margir vilja vera með en það er ekki skemmtilegt þegar sex ára barn kemst ekki að fyrr en það er orðið níu ára,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Gerplu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Guðbjartur Hannesson velferðarráð- herra hækkaði í síðasta mánuði laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, um ríflega fimmtung. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Birni barst álitlegt starfstilboð sem hann íhugaði alvarlega að taka. Greint var frá ákvörðun Guðbjarts í hádegisfrétt- um Ríkisútvarpsins í gær og vakti hún hörð viðbrögð hjá talsmönnum opinberra launamanna. Elsa B. Frið- finnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að hjúkrunarfræðingum sé misboðið. Í sama streng tekur Elín Björg Jónsdóttir, for- maður BSRB, sem segist gáttuð á þessum gjörn- ingi. „Við erum með kjararáð þar sem launakjör for- stöðumanna ríkisstofnana eru ákvörðuð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt að ráðherra skuli taka einhliða ákvörðun um breytingar á launakjörum í þessu til- felli,“ segir Elín Björg. Þá bendir Elín Björg á að laun flestra opinberra starfsmanna hafi verið lækkuð eftir bankahrun. Sú launalækkun hafi ekki enn verið leiðrétt hjá þorra ríkisstarfsmanna en kjararáð hafi hins vegar ákveð- ið að draga launalækkanir þingmanna, ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana til baka. Þess vegna komi ákvörðunin nú á óvart. - mþl / sjá síður 8 og 16 Formaður félags hjúkrunarfræðinga ósáttur við ákvörðun velferðarráðherra: Misbýður launahækkun forstjórans

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.