Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 50
7. september 2012 FÖSTUDAGUR30 FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði Íslands gegn Noregi, sérstaklega þar sem Kolbeinn Sigþórsson er fjarverandi vegna meiðsla. Alfreð hefur gert það gott í sumar, fyrst með sænska lið- inu Helsingborg og svo með Heerenveen í Hollandi þar sem hann er nú. „Ég er nú að byrja nýtt ævintýri í Hol- landi. Það byrjar vel og ég er í flottum málum. Sjálfstraustið er gott eftir að hafa spilað vel og skorað mikið í Svíþjóð,“ sagði Alfreð sem skoraði bæði mörkin í 2-2 jafn- tefli Heerenveen gegn Ajax í hollensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann gerir vitanlega tilkall til sætis í byrjunarliðinu í kvöld. „Mér finnst ég hafa gert það sem þarf til. Ég hef staðið mig vel með mínu félagsliði og meira er ekki hægt að gera. Nú er það þjálfarans að taka ákvörðun,“ sagði Alfreð en hann hefur aldrei verið í byrjunarliði Íslands undir stjórn Lagerbäcks. Eins og sést í meðfylgj- andi töflu hefur hann spilað í samtals 48 mínútur undir hans stjórn og skorað á þeim tíma eitt mark – gegn Svartfellingum. Lagerbäck vill helst spila 4-4-2 og er það kerfi sem Alfreð þekkir vel. „Ég spilaði í tveggja manna framlínu í Svíþjóð í allt sumar og núna er ég fremsti maður í 4-3- 3. Mér er í raun alveg sama með hverjum ég spila og í hvaða kerfi. Ég vil helst vera í sókninni enda hefur það verið mín staða síð- asta árið.“ Alfreð vonast auðvitað eftir sigri í kvöld og segir að nú sé tímbært að leggja Norð- menn. „Við höfum átt góða kafla í leikjum okkar í síðustu keppnum, sérstaklega gegn Noregi. Við unnum þá fáa leiki og er nú kominn tími til að hætta því kjaftæði. Við þurfum að ná í úrslit – um það snýst þetta allt saman.“ - esá Ég þekki styrkleika og veikleika íslenska liðsins. Ég held að þetta sé besta lið sem Ísland hefur teflt fram. EGIL „DRILLO“ OLSEN LANDSLIÐSÞJÁLFARI NOREGS Alfreð Finnbogason hefur aldrei fengið tækifæri í byrjunarliði landsliðsins hjá Lars Lagerbäck: Ég get spilað með hvaða leikmanni sem er Mínútur á milli marka Fimm leikmenn hafa skorað í leikjum Íslands undir stjórn Lagerbäck: Alfreð Finnbogason (1 mark) 48,0 mín. Kolbeinn Sigþórsson (4) 48,3 Arnór Smárason (1) 99,0 Hallgrímur Jónasson (1) 270,0 Birkir Bjarnason (1) 335,0 BYRJAR VEL Alfreð í leik með hollenska liðinu Heerenveen. NORDICPHOTOS/GETTY HEFST Í KVÖLD KL. 19.45 TÝNDA KYNSLÓÐIN TÝNDA KYNSLÓÐIN SNÝR AFTUR EFTIR SUMARFRÍ OG FRAMUNDAN ERU FRÁBÆR FÖSTUDAGSKVÖLD Á STÖÐ 2 FÓTBOLTI Norðmenn hafa varann á fyrir leikinn við Ísland í kvöld og ljóst að ekkert vanmat er í gangi hjá norska liðinu þó svo það hafi verið sigursælt gegn því íslenska á undanförnum árum. „Ég er búinn að skoða leiki íslenska liðsins og þekki veikleika þess og styrkleika. Ég held að þetta sé besta lið sem Ísland hefur teflt fram,“ sagði Egil „Drillo“ Olsen, hinn reyndi landsliðsþjálf- ari Noregs á blaðamannafundi í gær. „Íslenska liðið hreif mig gegn Svíum og Frökkum. Það þarf að varast allt í leik íslenska liðsins. Föstu leikatriðin, skyndisóknirnar og sendingarnar af köntunum. Við verðum að vera á tánum ef ekki á illa að fara.“ Þetta er þriðja undankeppnin í röð þar sem Ísland og Noregur mætast og Olsen segir því að fátt í leik liðanna eigi að koma á óvart. „Íslenska liðið er með marga sterka leikmenn innan sinna raða en liðin þekkjast vel. Það er því erfitt að koma á óvart í þess- um leik. Ég veit að Lagerbäck er búinn að skoða okkar leik líka vel,“ sagði Olsen sem stefnir á að komast á HM í Brasilíu. En hvað segir hann um möguleika íslenska liðsins? „Ég held að Ísland eigi eftir að taka mörg stig í riðlinum en hef þó ekki trú á því að liðið fari alla leið á HM.“ Það eru kynslóðaskipti í norska liðinu rétt eins og því íslenska. John Arne Riise, leikmaður Ful- ham, er reynslumesti leikmað- ur Norðmanna og mun slá lands- leikjamet spili hann í kvöld. „Ég er búinn að æfa með liðinu og leið vel. Ef þjálfarinn vill að ég spili þá mun ég spila,“ sagði Riise sem skoraði í sínum síðasta leik á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma til Íslands og á Laugardalsvöll. Okkur líkar vel að koma hingað. Við erum samt með marga nýja menn og kynslóðaskipti hjá okkur rétt eins og hjá ykkur. Það er bara gaman. Ég held að við eigum helmings- möguleika á sigri enda er íslenska liðið mun betra en margir halda.“ Félagi Riise hjá Fulham, hinn hávaxni Brede Hangeland, verður í miðri vörn norska liðsins í kvöld. „Ísland er með fullt af góðum leikmönnum og ég er hrifinn af því hvað Íslendingum hefur tekist að búa til marga góða leikmenn sem eru að gera það gott víða um Evr- ópu,“ sagði Hangeland. „Við vitum vel að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að spila mjög vel ef við ætlum að ná í sigur. Við vitum ekki alveg hvar við stöndum með okkar nýja lið en búumst við því að fá svör í þessum leik.“ henry@frettabladid.is Ísland mun ekki komast á HM Egil „Drillo“ Olsen gerir ráð fyrir því að íslenska landsliðið hali inn stig í undankeppni HM en býst ekki við því að liðið fari alla leið í þessari undankeppni. Norsku landsliðsmennirnir eru með báða fætur á jörðinni og búast við jöfnum og erfiðum leik á Laugardalsvelli í kvöld. SIGURREIFUR Olsen fagnar hér sigri gegn Íslandi í Ósló en honum hefur gengið vel að fá stig gegn íslenska liðinu síðustu ár. NORDICPHOTOS/AFP Liðin í meistaraflokki Lið Reykjavíkurúrvals: Þórður Rafn Gissurarson GR Arnar Snær Hákonarson GR Alfreð Brynjar Kristinsson GKG Sigmundur Einar Másson GKG Tryggvi Pétursson GR Kjartan Dór Kjartansson GKG Ragnar Már Garðarsson GKG Rafn Stefán Rafnsson GO Aron Snær Júlíusson GKG Ingunn Einarsdóttir GKG Guðrún Pétursdóttir GR Ragnhildur Kristinsdóttir GR Lið landsbyggðarinnar: Andri Már Óskarsson GHR Kristján Þór Einarsson GK Magnús Lárusson GKj Helgi Birkir Þórisson GSE Sigurþór Jónsson GOS Dagur Ebenezersson GK Ísak Jasonarson GK Rúnar Arnórsson GK Gísli Sveinbergsson GK Anna Sólveig Snorradóttir GK Signý Arnórsdóttir GK Sara Margrét Hinriksdóttir GK GOLF Í dag hefst liðakeppnin KPMG-bikarinn sem er íslenska útgáfan af hinni frægu Ryder- keppni sem er á milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Á Íslandi keppir landsbyggðin við Reykjavíkur- úrvalið. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi keppni fer fram og að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli í Kópavogi. Hefst keppni klukkan 8.00. Landsbyggðin hefur unnið tvisvar en Reykjavíkurúrvalið einu sinni. Það er ekki aðeins leikið í meistaraflokki því einnig er keppt í liðakeppni eldri kylf- inga. Þetta er í þriðja skiptið sem heldri kylfingar eru með og hafa Reykvíkingar haft betur fyrstu tvö árin. Í dag verður keppt í fjórleik og fjórmenningi en á morgun verður spilaður tvímenningur. „Það verður ekki auðvelt að verja titilinn enda er landsbyggð- in með hörkulið,“ sagði Derrick Moore, liðsstjóri Reykjavíkur- úrvalsins. „Liðsheildin skiptir máli og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að við getum unnið. Öllum kylfingum finnst gaman að taka þátt í þessu móti. Þetta er skemmtilegasta mótið fyrir marga og við mættum gera meira af þessu.“ - hbg KPMG-bikarinn hefst í dag: Íslenska Ryder-keppnin KRISTJÁN ÞÓR Spilar með liði lands- byggðarinnar í dag og á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.