Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.09.2012, Qupperneq 4
7. september 2012 FÖSTUDAGUR4 FÓLK Magnús Hlynur Hreiðars- son fréttamaður hefur verið ráð- inn til starfa fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sem kunnugt er var Magn- úsi Hlyni sagt upp sem frétta- ritara Ríkis- útvarpsins á Suðurlandi á dögunum. Vakti uppsögnin nokkra athygli og var henni meðal annars mótmælt af öllum tíu þingmönnum Suðurkjördæm- is í yfirlýsingu og af bæjarráði Hveragerðis. Magnús Hlynur mun áfram ritstýra Dagskránni, fréttablaði Suðurlands á Selfossi, og frétta- vefnum Dfs.is. - mþl MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON Ritstýrir áfram Dagskránni: Magnús Hlynur ráðinn á Stöð 2 BANDARÍKIN, AP Bill Clinton, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, hneigði sig fyrir Barack Obama á landsþingi Demókrataflokksins á miðvikudagskvöld. „Enginn forseti – ekki ég og enginn forvera minna – hefði getað lagfært að fullu allt það tjón sem hann tók við á aðeins fjórum árum,“ sagði Clinton í mikill ræðu sinni, þar sem hann bar óspart lof á Obama. Í gær tók Obama svo formlega við útnefningu flokksins sem forsetaefni hans í kosningun- um, sem haldnar verða þriðjudag- inn 6. nóvember. - gb Obama býr sig undir slaginn: Fékk stuðning frá Bill Clinton CLINTON OG OBAMA Vel fór á með þeim félögum á miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUÐUR-AFRÍKA, AP Stjórnendur Lonmin-platínunámunnar í Suð- ur-Afríku hafa gert samning við helstu verkalýðsfélög landsins. Hvorki verkamennirnir sem starfa í námunni og hafa verið í verkfalli né verkalýðsfélag þeirra eru þó aðili að samningnum. Þeir vilja fá helmingi hærri laun og semja ekki um neitt annað. Það var við þessa námu sem lögreglumenn urðu 34 verka- mönnum að bana seint í ágúst. - gb Samningar í Suður-Afríku: Samið án aðild- ar námumanna GENGIÐ 06.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9237 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,85 123,43 195,4 196,36 154,93 155,79 20,792 20,914 21,054 21,178 18,26 18,366 1,5649 1,5741 187,16 188,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Meðgöngulausnir Hentar öllum barnshafandi konum og einkum þeim sem glíma við stoðkerfiseinkenni, offitu eða sykursýki. • Þjálfun: Þri og fim kl. 16:15 • Hefst 24. september – 8 vikur • Verð kr. 33.800 (eða kr. 16.900 pr. mán.) • Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari • Umsjónaraðili: Guðrún Eggertsdóttir ljósmóðir • Næringarfræðingur: Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir SKIPULAGSMÁL „Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskóga- byggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysis- svæðisins. Ríkið á 35 prósent Geysissvæð- isins og um árabil voru umleitanir um kaup ríkisins á því öllu. Þær runnu í sandinn eftir hrunið að sögn Drífu og ríkið stendur utan félagsins. „Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákvað að sitja hjá. En í fyrradag [á þriðju- dag] var mér lofað að gerður yrði samstarfssamningur við þennan félagsskap og ég er auðvitað mjög ánægð með það,“ segir Drífa. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær hyggst hið nýja félag leggja í kostnaðarsama uppbygg- ingu sem sögð er afar brýn til að bæta aðstöðu til ferðaþjónustu við Geysi. Drífa segir þetta gríðar- mikilvægt fyrir Bláskógabyggð og undirstrikar að mjög mikilvægt sé að nú sé kominn farvegur fyrir nauðsynlegar umbætur. „Þetta er algert lykilsvæði fyrir ferðaþjón- ustu í landinu og okkur er mjög í mun að það sé borin virðing fyrir því og það meðhöndlað á þann hátt sem því ber,“ segir hún. Elva Björk Sverrisdóttir, upp- lýsingafulltrúi efnahags- og fjár- málaráðuneytisins, segir ráðu- neytið fagna því að með nýju félagi meðeigenda ríkisins að svæðinu innan girðingar Geysis verði til vettvangur sem komi sameigin- lega fram af þeirra hálfu. „Ráðuneytið telur mikilvægt að til staðar sé formlegur vettvang- ur eigenda á svæðinu til að vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um ríkis og annarra landeigenda um að bæta ásýnd svæðisins og stuðla að bættu öryggi þeirra sem sækja það heim. Stefnt er að því að setjast fljótlega niður með með- eigendum ríkisins að svæðinu og ræða samstarfið um uppbyggingu þess,“ segir Elva. Drífa rifjar upp að efnt verði til samkeppni um útlit og hönn- un Geysissvæðisins. Vegna þess hversu viðkvæmt það sé megi áætla að skipulagsvinnan taki meira en tvö ár. „Allir þurfa að fá að segja sitt álit og það tekur tíma,“ segir oddvitinn. gar@frettabladid.is Ríkið í samstarf við nýtt félag um Geysi Þótt ríkið standi fyrir utan nýtt félag meðeigenda sinna að Geysisvæðinu fagn- ar fjármálaráðuneytið félaginu og hyggst gera við það samstarfssamning um uppbyggingu á svæðinu. Sveitarstjóri segir mikilvægt að stefna að sama marki. Á GEYSISSVÆÐINU Talið er að allt að 75 prósent erlendra ferðamanna hérlendis heimsæki Geysisvæðið. Fjölmargir eigendur eru að svæðinu og hafa þeir allir nema ríkið stofnað sameiginlegt félag um uppbyggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NEYTENDUR Raforkukostnaður heimila landsins hefur hækkað nokkuð frá ágústmánuði 2011, að því er fram kemur í könnun sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lét gera, en þó er nokkur munur milli orku- og dreififyrirtækja. Miðað við ársneyslu upp á 4.000 kílóvattstundir hefur samanlagt verð á orku, flutningi og dreifingu hækkað mest hjá Rarik dreifbýli/ Orkusölunni, um 8,6%, en minnst hjá Norðurorku/Fallorku, um 2,7%. Á ársgrundvelli er samanlagður kostnaður hæstur hjá Rarik dreif- býli/Orkusölunni, rúmar 90 þús- und krónur, en lægstur hjá Norð- urorku/Fallorku, rúmar 60 þúsund krónur. Sé einungis horft til orkusölunn- ar kemur í ljós að afar lítill munur er á verði. Orkubú Vestfjarða er ódýrast með rúm 23 þúsund og hæst hjá Orkuveitu Reykjavíkur, um 25.500 krónur. Í tilkynningu ASÍ með könn- uninni er vakin athygli á því að ákveði heimili að skipta um orku- fyrirtæki sé líklegt að reikningar berist í tveimur seðlum með til- heyrandi seðilgjaldi. - þj Könnun ASÍ á þróun raforkukostnaðar landsmanna milli ára: Raforkukostnaður hækkar alls staðar RAFORKA Samkvæmt könnun ASÍ hefur raforkukostnaður landsmanna hækkað nokkuð frá síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Reyndar langaði okkur að ríkið tæki þátt og yrði með en það ákváð að sitja hjá. DRÍFA KRISTJÁNSDÓTTIR ODDVITI BLÁSKÓGABYGGÐAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 29° 21° 19° 24° 24° 18° 18° 26° 26° 30° 28° 31° 17° 27° 21° 16°Á MORGUN Strekkingur með S-ströndinni þegar líður á daginn annars hægari. SUNNUDAGUR Vaxandi vindur og úrkoma. 8 8 7 6 7 8 7 7 6 9 8 9 9 9 8 53 5 7 1 75 6 8 7 12 7 9 15 8 8 10 9 5 15 HAUSTLEGT Veður verður nokkuð haustlegt næstu dagana. Fyrst kólnar heldur í dag og svo gengur lægð yfi r landið frá sunnudegi til mánudags með talsverðum vindi og vætu. Í dag verður þó bjart sunnanlands og líklega einnig á morgun. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Við samanburð á fargjöldum með rútu, strætó og flugi, í blaðinu í gær, vantaði þá grundvallarforsendu að verið væri að bera saman ferðalög á milli Reykjavíkur og Akureyrar. ÁRÉTTING IÐNAÐUR Fjölgun ferðamanna hér á landi var svipuð í ágúst og hina sumarmánuðina, eða 13,2 prósent. Um 115 þúsund erlendir ferða- menn fóru frá landinu í ágúst eða um 13.400 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Ferðamönnum hefur að jafnaði fjölgað um 8,8 prósent á milli ára frá árinu 2002. Flestir ferðamannanna voru frá Þýskalandi eða 14,4 prósent. - þeb Ferðamenn í ágúst: Flestir komu frá Þýskalandi EGYPTALAND, AP Bandarískir leyni- þjónustumenn létu sér ekki nægja að afhenda Múammar Gaddafí Líbíuleiðtoga andstæðinga hans, sem þeir tóku höndum, heldur pyntuðu þeir suma þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch með viðtölum við 14 fyrrverandi líbíska andófsmenn. „Svo virðist sem misþyrming- ar á vegum Bush-stjórnarinnar hafi verið miklu víðtækari en áður hefur verið viðurkennt,“ segir tals- maður samtakanna. - gb Nýjar ásakanir gegn Bush: CIA pyntaði óvini Gaddafís

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.