Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 54
7. september 2012 FÖSTUDAGUR34
HELGIN
„Ég verð aðallega að undirbúa
opnun síðunnar minnar og svo er
ég að fara í myndatöku hjá Arnold
ljósmyndara. Ég ætla mér samt
tíma til að fá mér gott að borða og
njóta með kærastanum mínum og
litla stráknum hans.“
Bryndís Gyða Michelsen sem er að opna
síðuna Hun.is
„Ég er ekki að fara að spyrja fólk hvar það hafi keypt
lampann í horninu eða teppið á gólfinu. Við erum
meira að fara að skoða heimilin og velta upp spurn-
ingum eins og hvað það sé sem geri heimili heim-
ilisleg. Þess á milli kynnumst við viðmælendunum
nánar og ræðum hvernig þeir tvinna saman heimilið
og lífið,“ segir fréttamaðurinn Sindri Sindrason sem
flestum er góðu kunnur úr þáttunum Ísland í dag.
Sindri fer af stað með nýja lífsstílsþætti, Heim-
sókn, á Stöð 2 þann 15. september. Þar kíkir hann í
heimsókn til fólks sem hefur ekki opnað dyr sínar
fyrir almenningi áður og kynnist heimilisháttum
þeirra og persónulegu lífi. „Fagurkerarnir sem
við heimsækjum eru jafn mismunandi og þeir eru
margir og allir með mikinn áhuga á fallegum heim-
ilum. Við erum með allt frá hönnuðum og arkitektum
til pólitíkusa og svo allt þar á milli,“ segir Sindri og
nefnir sem dæmi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Rut
Káradóttur og Kormák úr Kormáki og Skildi.
Þættina kemur Sindri til með að vinna með-
fram Íslandi í dag en sjálfur segist hann vera mikill
áhugamaður um falleg heimili og áhugavert fólk. - trs
Sindri heimsækir fagurkera
HEIMSÓKN Sindri segist vera mikill áhugamaður um falleg
heimili og áhugavert fólk, en það er akkúrat það sem nýju
þættirnir hans, Heimsókn, fjalla um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hallur Ingólfsson tónlistarmaður fer með hlut-
verk í spennumyndinni Frosti sem frumsýnd
verður í kvöld. Þetta er þriðja kvikmyndahlut-
verk Halls sem segist hafa ofsalega gaman af
því að spreyta sig á leiklistinni.
„Ég hef ekki beint verið að sækjast eftir því
að fá hlutverk, þetta hefur bara þróast þann-
ig. Ég hef samið tónlist fyrir bæði leikverk og
kvikmyndir og þannig hefur eitt leitt af öðru,“
segir Hallur.
Hann leikur jöklafræðinginn Róbert í
spennumyndinni Frost og viðurkennir að það
hafi verið einstök upplifun að fá að verja tíma
uppi á jökli.
„Ég var við tökur í þrjá daga í það heila og
lærði að keyra vélsleða og síga ofan í sprung-
ur. Ég var þó aldrei hræddur þarna uppi því
við vorum umkringd mönnum sem voru öllum
hnútum kunnugir og öryggið var til fyrirmynd-
ar.“ Inntur eftir því hvort hann finni nokkurn
tímann til feimni að leika á móti faglærðum
leikurum líkt og Birni Thors og Önnu Gunndísi
Guðmundsdóttur svarar Hallur neitandi. Hann
segir orðið „heiður“ koma fyrst upp í hugann.
„Mér finnst þetta heiður og vil því standa mig
sem best og leika eins vel og ég get.“
Hallur lék einnig vonda karlinn í myndinni
Algjör Sveppi og dularfulla herbergið og fer að
auki með hlutverk í mynd sem ber vinnuheitið
Þetta reddast. Hann hefur þó ekki sagt skilið
við tónlistina, sem er að hans sögn stóra ástin í
lífi hans.
„Tónlistin er enn þá aðal, það er stóra ástin.
Ég er að fara að gera tónlist fyrir sjónvarps-
þætti sem Lars Emil Árnason leikstýrir og
fyrir leikverk eftir Jón Atla Jónasson. Svo er ég
að vinna í sólóplötu og annarri plötu með hljóm-
sveit sem ég er í. Sveitin er enn nafnlaus en við
erum með fullt af tilbúnum lögum.“ - sm
Heiður að fá að prófa leiklistina
PRÓFAR LEIKLISTINA Hallur Ingólfsson tónlistarmaður
fer með hlutverk í kvikmyndinni Frost. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Mér þótti það mikill heiður að
hann skyldi biðja mig um þetta.
Þetta sýnir í raun áhugann á
íslenskum glæpasögum,“ segir
spennusagnahöfundurinn Ragnar
Jónasson.
Stjórn bresku glæpasagnasam-
takanna, Crime Writers Associa-
tion (CWA), hefur samþykkt stofn-
un sérstakrar Íslandsdeildar innan
samtakanna. Aðeins níu deild-
ir eru innan samtakanna og er
Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bret-
lands. CWA hefur einnig nýlega
stofnað samtök fyrir lesendur
glæpasagna, The Crime Readers
Association.
Ragnar hefur sjálfur verið með-
limur í CWA í tvö ár og hitti for-
mann samtakanna, höfundinn
Peter James, á glæpasagnaráð-
stefnu í Bristol í vor. Þar koma
saman höfundar glæpasagna héðan
og þaðan úr heiminum og hittast.
Ragnar tók þátt í pallborðsum-
ræðum um glæpasögur og ræddi
einnig við James, sem er vinsæll
höfundur í Bretlandi. „Hann vildi
stofna Íslandsdeild, en skandinav-
ískar og íslenskar glæpasögur
eru alltaf að vekja meiri og meiri
athygli. Ég sagðist vera til í að
aðstoða hann,“ segir Ragnar.
Núna geta íslenskir glæpasagna-
höfundar því skráð sig á heimasíðu
CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragn-
ar taka þátt í að safna félagsmönn-
um. Útlendingar sem skrifa bækur
sem gerast á Íslandi eru einnig
gjaldgengir í samtökin og nefnir
Ragnar þar til sögunnar höfunda
á borð við Michael Ridpath og
Quentin Bates. Að sögn Ragnars
hefur Peter James einnig mikinn
áhuga á að heimsækja Ísland og
spjalla við íslenska höfunda.
Sjálfur er Ragnar tilbúinn með
sína fjórðu bók, glæpasöguna
Rof sem kemur út í október. Hún
fjallar um rannsókn á gömlu morð-
máli norður í landi, í Héðinsfirði.
Þar er mál rannsakað sem átti sér
stað fyrir hálfri öld, áður en Héð-
insfjarðargöngin voru opnuð og
fjörðurinn var enn lokaður eyði-
fjörður. freyr@frettabladid.is
RAGNAR JÓNASSON: SÝNIR ÁHUGANN Á ÍSLENSKUM GLÆPASÖGUM
Bresku glæpasagnasam-
tökin stofna Íslandsdeild
MIKILL HEIÐUR Ragnar Jónasson segir það mikinn heiður að stofnuð hafi verið Íslandsdeild innan CWA. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
CWA eru mjög virt samtök innan
alþjóðlega glæpasagnaheimsins,
en þau voru stofnuð árið 1953
og hafa tæplega 500 meðlimi.
Samtökin veita árlega ein virtustu
glæpasagnaverðlaun heims,
Gyllta rýtinginn, sem Arnaldur
Indriðason hlaut fyrir skáldsögu
sína Grafarþögn.
VIRT SAMTÖK