Fréttablaðið - 07.09.2012, Page 35
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2012 3
Formleg fræðsla fyrir þá sem sitja í stjórnum hefur ekki verið í boði í gegnum tíðina.
Í staðinn hefur verið gert ráð fyrir
að fólk viti hvernig það á að haga
sér þegar það sest í fyrsta skipti í
stjórn og nýliðarnir læri af hinum
reyndari og hagi sér svo eins,“ út-
skýrir Þóranna sem á námskeið-
inu leiðbeinir jafnt stjórnarmönn-
um með áratuga reynslu sem og
nýliðum í stjórn.
Hún bætir við að ekki sé þar
með sagt að þeir sem voru áður í
stjórn hafi hegðað sér rétt.
„Eftir hrun kemur æ betur í ljós
að stjórnir öxluðu ekki þá ábyrgð
sem ætlast var til. Það var þó hvorki
vegna brotavilja né af því að stjórn-
armenn unnu ekki vinnuna sína
heldur sökum þess að þeir áttuðu
sig ekki nógu vel á hlutverki sínu.
Þar af leiðandi var stjórnin ekki sá
varnagli sem hún hefði þurft að
vera í mörgum tilvikum.“
Þóranna segir vinsældir náms-
línunnar felast í almennri ánægju
þátttakenda og löngun þeirra til að
standa sig enn betur í starfi.
„Stjórnarmenn átta sig æ
betur á þeirri miklu ábyrgð sem
fylgir stjórnarsetu. Þeir vilja því
vanda til verka og kemur flestum
skemmtilega á óvart hvað þeir
læra mikið á námskeiðinu.“
Hún segir jafnframt koma flest-
um á óvart hvað hægt er að skoða
hlutverk stjórna út frá mörgum
sjónarmiðum.
„Vitaskuld eiga stjórnir að gæta
hagsmuna hluthafa en f lestum
þykir einna áhugaverðast hvernig
stjórnir vinna saman sem hópur og
hvers vegna hópur en ekki einstak-
lingur er settur í mestu ábyrgðar-
stöðuna. Einnig hvað það þýðir
þegar hópur tekur ákvörðun. Þá
fara nemendur að setja ýmislegt
í samhengi og hugsa málin upp á
nýtt,“ útskýrir Þóranna.
Námslínan nýtist jafnt reynd-
um stjórnarmönnum og þeim
sem hafa litla reynslu og er góður
undir búningur fyrir þá sem hafa
hug á að setjast í stjórn í fyrsta
skipti.
„Námslínan er heilsteypt um-
fjöllun um stjórnir almennra
hlutafélaga og eftirlitsskyldra
aðila,“ segir Þóranna að lokum.
Hugsað upp á nýtt
Ein allra vinsælasta námslína Opna háskólans í HR er Ábyrgð og árangur
stjórnarmanna. Dr. Þóranna Jónsdóttir leiðbeinir á einum hluta námslínunnar
og fjallar um hlutverk og verklag stjórna. Þar er meðal annars fjallað um
hvernig stjórnir geta gripið inn í aðstæður áður en allt er komið í óefni.
Dr. Þóranna Jónsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar hjá HR. MYND/GVA
Fyrir stjórnarmenn fyrirtækja, stofnana og eftirlitsskylda aðila
samkvæmt skilyrðum FME sem og þá sem hyggjast gefa kost
á sér til stjórnarsetu.
Markmið námslínunnar er að efla faglegan grunn stjórnarmanna
með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra
viðfangsefna.
Námið er kjörið til undirbúnings fyrir þá sem hyggjast gefa kost
á sér til stjórnarsetu, en á næsta ári taka gildi lög um kynjahlutfall
í stjórnum íslenskra fyrirtækja.
NÁMSLÍNAN OG LEIÐBEINENDUR:
Grundvallaratriðin – Handbók stjórnarmanna
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG
Hlutverk og verklag stjórna
Dr. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar hjá HR
Viðskiptasiðfræði
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR
Lagaleg viðfangsefni stjórna
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl, stundakennari við HR og HÍ
Fjárhagsleg viðfangsefni stjórna
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
og Tanya Zharov, lögfræðingur hjá Auði Capital
ÁBYRGÐ OG ÁRANGUR
STJÓRNARMANNA
Skráðu þig á
www.opnihaskolinn.is
eða hafðu samband við okkur í síma 599 6300
„Á stjórnarfundum er allt fjárhagslegt tekið fyrir og með hagnýtum
hætti munum við kenna nemendum að taka afstöðu til upplýsinga
og hafa lágmarksþekkingu á hlutum eins og ársreikningum og verð-
mætamati sem er vitaskuld nauðsynlegt öllum stjórnendum. Þessi
viðfangsefni koma óneitanlega við sögu í stjórnum og menn verða
að geta tekið ákvarðanir um þau,“
segir Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda.
Almar er annar af tveimur leið-
beinendum á námskeiðinu Fjár-
hagsleg viðfangsefni stjórna sem er
eitt fimm námskeiða í námslínunni
Ábyrgð og árangur stjórnarmanna í
Opna háskólanum í HR. Hinn leið-
beinandinn er Tanja Zharov, lög-
fræðingur hjá Auði Capital.
„Við Tanja leggjum áherslu á að
tvinna saman umræður um stefnu-
mótun annars vegar og áætlana-
gerð fyrirtækja hins vegar. Stund-
um er stefnumótun unnin á einum
stað og áætlanagerð, sem gerð er ár-
lega eða oftar, á öðrum stað og ekki
verið að tengja á milli. Því er mikil-
vægt að stjórnir hjálpi stjórnendum
að tvinna þetta tvennt saman og að
markmiðasetning og þess háttar nái
inn í áætlanagerð og ársreikninga.
Þannig er auðveldara að ná settum
markmiðum,“ útskýrir Almar.
Á námskeiðinu er einnig farið yfir
skráningu félaga á verðbréfamarkað
út frá ýmsum sjónarhornum.
„Eftir að hagkerfið tekur smátt og smátt að lyftast fer verðbréfa-
markaðurinn að koma meira við sögu. Því leggjum við töluverða
áherslu á ábyrgð stjórnenda með hliðsjón af skráningu fyrirtækja í
Kauphöll Íslands, þar sem gilda ákveðnar lagareglur og kröfur um
framsetningu talnalegra upplýsinga verða ýtarlegri.“
Settum markmiðum náð
Almar Guðmundsson er framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda og
leiðbeinandi hjá HR. MYND/ANTON
KYNNING − AUGLÝSING heiti blaðs