Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 10
7. september 2012 FÖSTUDAGUR10 Óttast mengun á framkvæmdatíma Borgarfulltrúi segir ekkert hugað að þeim miklu jarðvegsflutningum sem framkvæmdir við nýjan Landspítala útheimta. Deilir áhyggju íbúa af varan- legri umferðaraukningu. Skipulagstillaga gangi gegn forsögn skipulagsráðs. SKIPULAGSMÁL Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir áhyggjur íbúa vegna aukinnar umferðar við nýjan Landspítala réttmætar. Furðulítil grein hafi verið gerð fyrir umferðaraukningunni og ráð- stafanir til að reyna að takmarka þær séu ekki nógu sannfærandi. „Þetta rosalega byggingarmagn dregur náttúrulega til sín mun meiri umferð en ef við myndum byggja hóflega við spítalann eins og ég hef lagt til.“ Gísli bendir á að bílastæðahúsin, sem tillagan gerir ráð fyrir, séu ein og sér á stærð við tæplega tvo Borgarspítala. Hann telur hins vegar að byggja eigi við spítalann á Hringbraut, en hug- myndin geri ráð fyrir allt of miklu byggingarmagni. Hjálmar Sveinsson, varaformað- ur skipulagsráðs, segir að aukinni umferð við spítalann verði mætt með því að draga úr umferð við Háskóla Íslands (HÍ) og hjá starfs- mönnum Landspítalans. Gert sé ráð fyrir að gjaldskylda verði í öll bílastæði við þessar stofnanir, sem og bílastæði á milli gömlu og nýju Hringbrautar. Hjálmar bendir á að um sextíu prósent nemenda við HÍ komi á einkabílum og ef takist að minnka það í fimmtíu prósent, sem væri engu að síður mjög mikið, mundi draga verulega úr umferð um Miklubraut. En hvað með aðra háskóla, svo sem Háskólann í Reykjavík (HR)? „Við viljum líka vinna að því að þar verði gjaldskylda. Við teljum það ófært og tímaskekkju að hafa þetta gríðarlega flæmi ókeypis bílastæði við HR.“ Gísli segir einnig að engar aðgerðir hafi verið kynntar til mótvægis við þá miklu umferð sem verði á framkvæmdatímanum, en hann geti staðið í mörg ár. „Þetta eru náttúrulega svaka- legar framkvæmdir og ég veit ekki hversu mörgum tonnum af rúm- metrum verður mokað upp og ekið burt, eða hvaða leið á að fara með þá. Það þarf að koma í veg fyrir að ryk fjúki við flutninga og úr grunn- inum yfir íbúa Hlíðahverfis, nóg er nú samt um svifrykið þar.“ kolbeinn@frettabladid.is LANDSPÍTALINN Gísli Marteinn Baldursson segir að í forsögn skipulagsráðs hafi verið gengið út frá því að ásýnd gamla Landspítalans héldist óbreytt. Freklega væri gengið gegn því í tillögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÍSLI MARTEINN BALDURSSON HJÁLMAR SVEINSSON Gísli Marteinn segir að í forskrift skipulagsráðs hafi verið lögð áhersla á að ásýnd gamla Land- spítalans, sem Guðjón Samúelsson teiknaði, héldist óbreytt. Þá hafi verið gert ráð fyrir óbreyttri ásýnd að HÍ frá gömlu Hringbraut, enda séu menningar- verðmæti fólgin í henni og ásýndin dæmi um borgarskipulagshug- myndir í kringum 1930. Tillagan geri hins vegar ráð fyrir því að byggingu verði komið fyrir ofan á götunni sem gangi þvert gegn forskrift ráðsins. „Setja á meðferðarhús beint ofan á Gömlu-Hring- braut, en það er alveg óljóst hvers vegna. Það fer fyrir framan gömlu byggingu Guðjóns Samúelssonar svo hún hverfur alveg.“ Gegn forskrift skipulagsráðs Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Volkswagen Passat Comfortline Plus er nú fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti ásamt bakkmyndavél. www.volkswagen.is Ratvís og víðsýnn Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Passat Comfortline Plus sjálfskiptur kostar aðeins 4.390.000 kr. Nú á enn betra verði Verð á mann í tvíbýli: 59.500 kr. wowferdir.is Nánari upplýsingar á wowferdir.is og í síma 590 3000 WOW ferðir bjóða upp á einstaka ferð til Berlínar á WOW verði. Borgin verður sífellt meira spennandi með öllum sínum veitingastöðum, bjórkjöllurum, tónleikum og hámenningu. Innifalið er flug með sköttum, hótel með morgunverði í 4 nætur og einstaklega áhugaverð gönguferð. Hjólaðu í Berlín 15. – 19. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.