Fréttablaðið - 07.09.2012, Qupperneq 29
LÍFIÐ 7. SEPTEMBER 2012 • 7
En það var svo
þegar ég var í
Silvíu Nótt að
ég áttaði mig á
því að það var
raunhæft fyrir
mig að hafa
lifibrauð af því
að leika, sem
er bara best í
heimi.
08.00 Sofandi.
10.00 Bombi að vekja mig.
12.00 Við Bombi að borða egg og beikon og
horfa á Lion King.
14.00 Búin að sinna brýn-um heimilisstörfum
og fara á Gló með Mjölnisfólki og
barnið svæft úti í kerru.
16.00 Er að vinna í tölvunni.
18.00 Æfing.
20.00 Sinna Óðinsbúð og fara í talsetningu.
22.00 Heimferð, kvöldmat-ur, spila ufc-leikinn
og borða gott.
24.00 Smá vídeógláp, smá vinna og svefn ein-
hvern tímann milli 24.00 og 02.00.
Dagur í lífi? Dagarnir mínir eru jafn
ólíkir og þeir eru margir þannig að
það er frekar erftitt að gefa fólki
góða sneiðmynd af vinnudeginum
hjá mér.
En í morgun…
það gerist stundum og maður veit
þegar maður er í þannig hlutverki,
það eru einhverjir töfrar sem maður
upplifir. Ég hef fengið að upplifa
það nokkrum sinnum og vonandi
verður ekki langt í næsta svoleið-
is hlutverk.
Leiklist raunhæft lifibrauð
Hvenær ákvaðstu að þú ætlað-
ir að verða leikkona? Ég fann að
leiklistin var eitthvað allt annað og
meira en ég hafði upplifað þegar
ég var í leikriti sem hét Kolla og
stöðumælaverðirnir, í leikstjórn
Harðar Sigurðarsonar í Leikfélagi
Kópavogs. Þá fattaði ég að þetta
var eitthvað sem ég átti brýnt erindi
við. En það var svo þegar ég var í
Silvíu Nótt að ég áttaði mig á því
að það var raunhæft fyrir mig að
hafa lifibrauð af því að leika, sem
er bara best í heimi.
Hvað með fögru söngröddina
þína, ætlarðu að nota hana eitt-
hvað frekar á næstunni? Ég nota
hana alltaf reglulega og hún kemur
vissulega að góðum notum, það er
ekkert á planinu akkúrat núna en
ég veit að það verður ekki langt í
það svona af gefinni reynslu. Ég
syng reyndar heilmikið í Ávaxta-
körfumyndinni sem er núna í bíó.
Mér finnst mjög gaman að syngja.
Þykir vænt um Silvíu Nótt
Hvað er að frétta af Silvíu Nótt –
saknarðu hennar ekkert? Jú og
nei, samt meira jú. Mér þykir gríð-
arlega vænt um hana og það var
ótrúlega gaman að fá að sprella
svona í henni. Takk Skjár einn!
Munum við sjá hana aftur? Það
veit enginn sína ævi fyrr en öll er
og skjótt skipast veður í lofti og allt
það. En nei, ég hugsa ekki. Þetta
var gjörningur sem átti sinn líftíma
og okkur fannst rétt að ganga frá
henni Silvíu okkar ofan í kistu, að
sinni, í þátíð – en síðan eru liðin
mörg ár að þeir greidd´ í píku.
Elskar að hata Eurovision
Ertu mikill Eurovision-aðdáandi
eftir að þú tókst þátt fyrir Íslands
hönd? Nei, alls ekki, ég hef aldrei
verið mikill aðdáandi Eurovision. Ég
held ég hafi horft á einu sinni eftir
að ég fór. Ætli þetta sé ekki svona
„ég elska að hata það“-dæmi. Hata
er kannski fullgróft en taugarnar
verða vissulega tæpar á tímum,
stundum kátlegt, stundum hjákát-
legt. En ég verð samt að segja að
lagið sem vann síðast, frá Svíþjóð
er það besta allra tíma sem hefur
komið í þessa „keppni“, já og mér
finnst líka asnalegt að keppa í list-
um, en það er annað mál. Stundum
þykir mér samt ótrúlega vænt um
Eurovision-aðdáendur og finnst
þetta bara gaman og gaman að
fólki finnist þetta gaman.
Mér fannst vissulega ánægju-
legt að fá að tjá tilfinningar mínar
og gremju gagnvart þessu fyrirbæri
í gegnum Silvíu. Ég veit eigin lega
ekki hvað á að kalla þetta appa-
FRAMHALD Á SÍÐU 8