Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 29
LÍFIÐ 7. SEPTEMBER 2012 • 7 En það var svo þegar ég var í Silvíu Nótt að ég áttaði mig á því að það var raunhæft fyrir mig að hafa lifibrauð af því að leika, sem er bara best í heimi. 08.00 Sofandi. 10.00 Bombi að vekja mig. 12.00 Við Bombi að borða egg og beikon og horfa á Lion King. 14.00 Búin að sinna brýn-um heimilisstörfum og fara á Gló með Mjölnisfólki og barnið svæft úti í kerru. 16.00 Er að vinna í tölvunni. 18.00 Æfing. 20.00 Sinna Óðinsbúð og fara í talsetningu. 22.00 Heimferð, kvöldmat-ur, spila ufc-leikinn og borða gott. 24.00 Smá vídeógláp, smá vinna og svefn ein- hvern tímann milli 24.00 og 02.00. Dagur í lífi? Dagarnir mínir eru jafn ólíkir og þeir eru margir þannig að það er frekar erftitt að gefa fólki góða sneiðmynd af vinnudeginum hjá mér. En í morgun… það gerist stundum og maður veit þegar maður er í þannig hlutverki, það eru einhverjir töfrar sem maður upplifir. Ég hef fengið að upplifa það nokkrum sinnum og vonandi verður ekki langt í næsta svoleið- is hlutverk. Leiklist raunhæft lifibrauð Hvenær ákvaðstu að þú ætlað- ir að verða leikkona? Ég fann að leiklistin var eitthvað allt annað og meira en ég hafði upplifað þegar ég var í leikriti sem hét Kolla og stöðumælaverðirnir, í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar í Leikfélagi Kópavogs. Þá fattaði ég að þetta var eitthvað sem ég átti brýnt erindi við. En það var svo þegar ég var í Silvíu Nótt að ég áttaði mig á því að það var raunhæft fyrir mig að hafa lifibrauð af því að leika, sem er bara best í heimi. Hvað með fögru söngröddina þína, ætlarðu að nota hana eitt- hvað frekar á næstunni? Ég nota hana alltaf reglulega og hún kemur vissulega að góðum notum, það er ekkert á planinu akkúrat núna en ég veit að það verður ekki langt í það svona af gefinni reynslu. Ég syng reyndar heilmikið í Ávaxta- körfumyndinni sem er núna í bíó. Mér finnst mjög gaman að syngja. Þykir vænt um Silvíu Nótt Hvað er að frétta af Silvíu Nótt – saknarðu hennar ekkert? Jú og nei, samt meira jú. Mér þykir gríð- arlega vænt um hana og það var ótrúlega gaman að fá að sprella svona í henni. Takk Skjár einn! Munum við sjá hana aftur? Það veit enginn sína ævi fyrr en öll er og skjótt skipast veður í lofti og allt það. En nei, ég hugsa ekki. Þetta var gjörningur sem átti sinn líftíma og okkur fannst rétt að ganga frá henni Silvíu okkar ofan í kistu, að sinni, í þátíð – en síðan eru liðin mörg ár að þeir greidd´ í píku. Elskar að hata Eurovision Ertu mikill Eurovision-aðdáandi eftir að þú tókst þátt fyrir Íslands hönd? Nei, alls ekki, ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Eurovision. Ég held ég hafi horft á einu sinni eftir að ég fór. Ætli þetta sé ekki svona „ég elska að hata það“-dæmi. Hata er kannski fullgróft en taugarnar verða vissulega tæpar á tímum, stundum kátlegt, stundum hjákát- legt. En ég verð samt að segja að lagið sem vann síðast, frá Svíþjóð er það besta allra tíma sem hefur komið í þessa „keppni“, já og mér finnst líka asnalegt að keppa í list- um, en það er annað mál. Stundum þykir mér samt ótrúlega vænt um Eurovision-aðdáendur og finnst þetta bara gaman og gaman að fólki finnist þetta gaman. Mér fannst vissulega ánægju- legt að fá að tjá tilfinningar mínar og gremju gagnvart þessu fyrirbæri í gegnum Silvíu. Ég veit eigin lega ekki hvað á að kalla þetta appa- FRAMHALD Á SÍÐU 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.