Fréttablaðið - 07.09.2012, Side 34

Fréttablaðið - 07.09.2012, Side 34
Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og shape-nám- skeiðshaldari á Nordicaspa hefur starfað sem heilsuráð- gjafi í tuttugu ár en hin frægu námskeið hans byrja aftur næstkomandi þriðju- dag. Gunnar er sælkeri og deilir hér flottri uppskrift með Lífinu. Ég er mikið fyrir að borða góðan mat en eins og flest- ir er ég ekki tilbúinn í að borða bragðlaust og einhæft fæði þó svo að ég sé með hollustuna að leiðarljósi. Lykillinn að línunum er að skera niður sykur og verulega kol- vetni en þessi efni hafa mikil áhrif á blóðsykurinn og þar með insúlínið og þar með fitu- söfnun. Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds og er matreiddur einu sinni í viku á mínu heim- ili. Ég smakkaði hann fyrst hjá tengdamóður minni sem er listakokkur. Þetta er fullkominn matur fyrir minn lífsstíl þar sem bragð og ferskleiki eru í fyrir- rúmi. Ekki má gleyma að þetta er ekkert bras og tekur u.þ.b. 4 mínútur að gera sem mér finnst lykilatriði. Nautaframfilet með parmesan og klettasalati Nautaframfilet (einstaklega budduvænt og meyrt en auð- vitað má taka lundina í þetta) Ferskur niðurrifinn eða raspað- ur parmesanostur Ferskt klettasalat Smjör Ólífuolía (notið hérna gæðaolíu, jafnvel með basilíku) Salt og pipar Steikið kjötið upp úr lítilli klípu af smjöri. Skerðu þunnar sneið- ar og hafðu þetta svona í mín- útusteikarstílnum. Síðan er sett ofan á hverja sneið smá salt, gjarnan vel af pipar, parmes- anosturinn og vel af klettasal- atinu og síðan er ólífuolíunni dreift yfir allt saman. Þar sem rauðvín inniheldur aðeins 0,9 g per 100 ml er ekki úr vegi að fá sér lítið glas af því með. shape@shape.is ÁSDÍS RÁN Á LEIÐINNI Í SJÓNVARP „Fram undan er þátttaka mín í sjónvarpsþætt- inum „VIP Big Brother“ í Búlgaríu. Þættirn- ir eru með sama stíl og Big Brother nema þar eru þátttakendurnir þekktir einstaklingar og er þetta vinsælasta sjónvarpsefnið hérna. Ég er búin að fá tilboð frá þeim og núna er bara verið að ræða reglur og skilmála. Ef allt gengur vel og ég skrifa undir þá fer ég inn í Big Brother-hús- ið eftir tvær vikur, Þetta ætti allt að koma í ljós á næstu dögum en eins og er eru 50/50 líkur þar sem ég er ekki sátt við alla skilmála. Fram- leiðslufyrirtækið velur þátttakendur árlega í þætt- ina en þeir höfðu samband við mig í júní, þannig bauðst mér þetta tæki- færi. Ég fékk áður tilboð fyrir tveimur árum með Garðari (Gunnlaugssyni) en það gekk ekki upp þá. Þátturinn virkar þannig að vikulega er einhver kosinn út úr þættinum af almenningi. Ég er ekki viss hvort Íslendingar geti kosið en hugsa nú að það sé bara hægt að senda sms úr búlgörskum núm- erum,“ segir Ásdís Rán spurð um há- værar sögusagnir um þátttöku henn- ar í sjónvarpsraunveruleikaþætti. Ætlar þú að flytja aftur heim til Íslands? „Það er alltaf möguleiki. Ég er að skoða viðskiptatækifæri sem gætu orðið skemmtileg ef ég kem heim og ég er alveg opin fyrir því, en ég verð fyrst og fremst að geta gengið inn í starf sem gefur mér laun til að lifa. Annars er lítið varið í það fyrir mig að koma í ein- hverja óvissu þegar ég hef það gott hérna,“ segir Ásdís.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.