Fréttablaðið - 07.09.2012, Page 32
10 • LÍFIÐ 7. SEPTEMBER 2012
Íslenska barnafatamerkið Ígló opnar
sína eigin búð í Kringlunni í dag.
Þetta er fyrsta íslenska barnafata-
búðin í Kringlunni og fjórða íslenska
merkið sem rekur sína eigin búð í
Kringlunni. Lífið spjallaði við þær
kjarnakonur sem koma að opnuninni.
Ígló var stofnað haustið 2008,
fyrsta fatalínan kom á markað haust-
ið 2009 og hefur fyrirtækið sent frá
sér sjö fatalínur, sú nýjasta er haust-
og vetrarlína 2012. Ígló leitast við að
hanna litrík, falleg, þægileg og end-
ingargóð föt, flís-, hversdags- og
spariföt, sem henta atorkusömum og
kátum krökkum á aldrinum 0-12 ára.
Stukku á tækifærið
Þær Helga Ólafsdóttir, stofnandi, yf-
irhönnuður og þróunarstjóri, og Guð-
rún Tinna Ólafsdóttir framkvæmda-
stjóri segja aðdragandann að opn-
uninni mjög skamman. „Við höfum
verið með verslun á Laugavegi síð-
ustu árin en verið að leita að hent-
ugra húsnæði þar. Rétt eftir verslun-
armannahelgina bauðst okkur hins
vegar gott pláss í Kringlunni. Ákvörð-
un var tekin og allt var sett vægast
sagt á fullt.“
Í kjölfarið var einnig ákveðið að
stækka Ígló-línuna til muna og mun
verslunin því fyllast af nýjum vörum
með haustinu. Meðal þess sem bæt-
ist við verður aukið úrval fyrir unga-
börnin og krakkana, sokkar, sokka-
buxur, peysur og margt fleira. Jafn-
framt ákvað Ígló að bjóða til sölu
nokkra skemmtilega hluti fyrir börn-
in og þurfti að vinna í því að velja þá
sérstaklega. Hefur Helga Ólafsdótt-
ir, yfirhönnuður Ígló, borið ábyrgð á
þessari vinnu á liðnum dögum.
Búð fyrir börn og fullorðna
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir arkitekt
tók að sér hönnun verslunarinnar og
hefur hún þetta að segja um verk-
efnið: „Í mínum huga á barnafata-
verslun að vera bæði fyrir foreldrið
og barnið. Ég veit það bara af eigin
reynslu að það getur verið gjörsam-
lega ómögulegt að reyna að versla
ef börnin eru með manni. Við vild-
um hafa búðina þannig að börnin vilji
vera þar og að eitthvað spennandi
og ævintýralegt væri þar fyrir þau.
Við vildum búa til Ígló-heim sem væri
skemmtilegur fyrir barnið og þægi-
legur fyrir foreldrið.“ Karitas Páls-
dóttir, grafískur hönnuður hjá Ígló, er
höfundur vegglistaverka í Ígló-búð-
inni. „Ígló-fötin eru litrík og þægileg
og hönnuð til þess að börn geti leikið
sér í þeim allan daginn. Með verslun
okkar viljum við ná fram litríkum og
skemmtilegum ævintýraheimi sem
gleður jafnt börn sem fullorðna. Ígló-
fötin einkennast af skemmtilegum
smáatriðum og krúttlega Ígló-karlin-
um og vinum hans og verslunin þarf
að endurspegla það.“
Fengu húsnæðið sex dögum fyrir
opnun
Ígló fékk húsnæðið afhent að-
eins sex dögum fyrir opnun og því
hafa handtökin verið mörg og hröð.
Tinna Ólafsdóttur segir gott sam-
starf starfsmanna Ígló og iðnaðar-
manna hafa skipt sköpum í því að
búðin var tilbúin á tilsettum tíma.
Jafnframt segir Tinna að um mjög
stórt stökk sé að ræða fyrir Ígló að
stækka við sig. Því hafi fyrirtækið
þurft að halda vel á spöðunum og
lágmarka þann kostnað sem fylgir
því að opna verslun. „Það bendir
allt til þess að kostnaðurinn á bak
við búðina verði innan við helming
á við það sem kostar að meðaltali
að standsetja og opna búð í versl-
unarmiðstöð.“
Þurftu að hugsa út fyrir rammann
Og þar sem aurinn var sparaður við
opnunina þurfti að hugsa í skemmti-
legum lausnum. „Stundum kemur
skemmtilegri útkoma út þegar fjár-
hagsramminn er þröngur því þá þarf
að hugsa út fyrir rammann og stund-
um að nota hluti sem óhefðbundn-
ir. Svo er þetta einnig spurning um
hvar er sparað og í hvað er eytt.
Þegar tímaramminn er stuttur mynd-
ast oft skemmtilegur andi hjá öllum
sem koma að verkefninu. Það vinna
allir þétt saman að því að klára hlut-
ina og að láta allt ganga upp,“ segir
Inga arkitekt að lokum stolt af verk-
efninu eins og gefur að skilja.
STUKKU Á TÆKIFÆRIÐ OG
OPNUÐU BÚÐ Á METTÍMA
Högni Stefán Þorgeirsson sá um að hanna
hluta af innréttingunum, þ.e. kassa á
veggina og svo barnarýmið og mátunar-
klefann en hann bjó til ákveðinn ævintýra-
heim fyrir börnin.
Verslunin verður opnuð í dag. Mikil vinna fór fram á stuttum tíma.
GUÐRÚN TINNA:
Framkvæmdastjóri Ígló er Guðrún
Tinna Ólafsdóttir. Tinna er með meist-
aragráðu í fjármálum og stjórnun frá
HÍ. Hún starfaði frá árinu 2002 til
2009 hjá Baugi Group, lengst af við
stjórnun á smásölufyrirtækjum Baugs
á Norðurlöndum. Má þar nefna Haga,
Magasin du Nord, Illum, Day Birger et
Mikkelsen og Topshop.
Guðrún Tinna á fjögur börn.
HELGA:
Stofnandi, yfirhönnuður og þróunar-
stjóri Ígló er Helga Ólafsdóttir. Hún
er með gráðu í fatahönnun frá Hell-
erup Textile College (heitir KEA í dag)
í Kaupmannahöfn og hefur enn frem-
ur stundað fatahönnunarnám í Lond-
on. Helga hefur mikla reynslu að baki
innan alþjóðlega tískuheimsins. Þar
má nefna að hún hafði yfirumsjón
með fyrstu fatalínu danska hönn-
uðarins Ilse Jacobsen, starfaði sem
hönnuður hjá All Saints í London og
Isay í Danmörku, hafði umsjón með
vöruþróun hjá alþjóðlega tískumerk-
inu Nikita Clothing og hefur hannað
fatnað fyrir Lazy Town.
Helga á tvö börn og á von á því
þriðja.
Á hverri Ígló-flík er Ígló-
karlinn, vinur allra barna og
geta þau tekið hann með
sér hvert á land sem er.
Helga
Ólafsdóttir
Guðrún
Tinna
Ólafsdóttir
Karitas
Pálsdóttir
Ingibjörg
Agnes
Jónsdóttir
HEIÐURSGESTIR
Raggi Bjarna,
Jón Páll Bjarna
son
og Guðmundur
Steingrímsson
MIÐASALA HEFST 13. SEPTEMBER Á MIÐI.IS
ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON
ÚTSETNINGAR & STJÓRN STÓRSVEITAR SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STJÓRN STRENGJASVEITAR GRÉTA SALÓME
HANDRIT & LAGAVAL GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR · GUNNAR HELGASON · MARGRÉT BLÖNDAL · SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON
SVIÐSMYND MÓEIÐUR HELGADÓTTIR BÚNINGAR ELLEN LOFTSDÓTTIR
KYNNIR MARGRÉT BLÖNDAL LEIKSTJÓRI GUNNAR HELGASON
ALLAR HELSTU SÖNGKONUR LANDSINS SAMANKOMNAR Á EINUM STAÐ
ÁSAMT STÓRSKOTALIÐI KARLSÖNGVARA, HRYNSVEIT, BLÁSURUM OG STRENGJASVEIT
Á GLÆSILEGUM STÓRTÓNLEIKUM Í HÖLLINNI
www.sena.is/elly
MYNDIR/VILHELM/EINKASAFN