Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 6
7. september 2012 FÖSTUDAGUR6
Ef þú ert hress 60 ára eða eldri
og finnst gaman að hreyfa þig
í takt við tónlist komdu þá og
prófaðu ZUMBA Gold.
Má bjóða þér upp
í dans?
Nýtt og spennandi námskeið
í Heilsuborg fyrir 60 ára
og eldri
• Hefst 11. sept. – 4 vikur
• Þri og fim kl. 11:00-12:00
• Verð kr. 12.900
Kræsingar & kostakjör
DVD
VERÐ AÐEINS
KR
NEYTENDUR „Við erum að horfa á
útflutning til dýrari markaða í Evr-
ópu og Asíu. Svo á íslenska lamba-
kjötið að sjálfsögðu heima í Kanada
og við erum að skoða þann mögu-
leika mikið,“ segir Helgi Einars-
son, framkvæmdastjóri Íslenskra
matvara og ritari Alheimssamtaka
matreiðslumanna (WAX).
Helgi segir samtökin farin að
starfa með öllum helstu matreiðslu-
skólum í heiminum og ef íslenskir
framleiðendur vilji nálgast erlenda
markaði, sé tækifærið núna. Fyrir-
spurnir vegna íslensks lambakjöts
berist reglulega, meðal annars frá
Singapúr, Frakklandi, Sádi-Arabíu
og Sviss.
„Erlendir markaðir eru svo stór-
ir og því þarf að einbeita sér að
minni og dýrari sælkeramörkuð-
um,“ segir Helgi.
Íslenskar matvörur ehf. er fyrsta
fyrirtækið til að flytja inn erlent
lambakjöt til landsins, en send-
ing af nýsjálensku lambakjöti er
komin til landsins, að því er fram
kom í Bændablaðinu í gær. Helgi
segir innflutninginn bæði vera til
að bregðast við þeim kjötskorti sem
orðið hefur hér undanfarin ár, en
einnig til að skoða markaðinn.
„Við ætlum að byrja með dýrari
vöðva. Ég finn fyrir áhuga víða á
markaðnum á innfluttu kjöti, en
það verður að hafa í huga að lamba-
kjötið okkar er þjóðarstoltið, svo
það er svolítið öðruvísi farið með
það,“ segir hann. „En þjóðernisvit-
undin gerir það að verkum að þegar
erlent kjöt er á markaðnum ýtir það
undir bæði gæði og verð á innlendu
hráefni og það er jákvætt.“
Magnús Freyr Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sláturhúss KVH
á Hvammstanga, tekur undir
orð Helga og segir fyrirspurnir
tíðar um betra íslenskt lambakjöt
erlendis frá. Mest sé þó verið að
flytja út aukaafurðir sem ekki er
hægt að koma í verð hérlendis.
„Það koma fyrirspurnir og hafa
gert lengi, það vantar alltaf alls
staðar sömu bitana,“ segir hann.
„Við erum ítrekað beðnir um þá.
En staðan á evrópskum mörkuð-
um er slæm, svo útflutningur er
erfiður.“
Sláturhús KVH hefur flutt
gæðakjöt til sælkerakeðjunnar
Whole Foods í Bandaríkjunum og
eftir helgi fer fyrsta sendingin til
Kanada. „Þar er varan seld sem
íslenskt gæðakjöt,“ segir Helgi.
„Við gætum flutt miklu meira til
Ameríku, það er endalaus eftir-
spurn. En okkar aðalmarkaður er
samt sem áður sá íslenski. Hann
er enn þá verðmætastur.“
sunna@frettabladid.is
Erlendir sælkerar
vilja íslenska lambið
Stefnt er á að flytja íslenskt lambakjöt til dýrari erlendra markaða í Sádi
-Arabíu, Singapúr, Frakklandi og Sviss. Mikil eftirspurn eftir íslensku gæðakjöti
erlendis. Nýsjálenskt lambakjöt flutt til landsins í fyrsta sinn til að mæta skorti.
EFTIRSÓTT FJALLALAMB Íslenskir lambakjötsframleiðendur fá ítrekað fyrirspurnir frá
erlendum sælkeramörkuðum vegna íslensks lambakjöts. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SAMGÖNGUR „Það hefur ekki staðið til boða hjá borg-
inni að setja þetta skýli niður við Mæðragarðinn
aftur,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri í
Reykjavík.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær eru leigubílstjór-
ar ósáttir við að biðskýli fyrir
leigubílafarþega sem lengi
stóð neðan við Mæðragarðinn
í Lækjargötu var flutt á mót
Hafnarstrætis og Tryggvagötu
fyrir um þremur árum. Ólafur
segir það rétt hjá leigubílstjór-
um að nýja staðsetningin hafi
ekki verið góð. „Skýlið virkaði
aldrei þar sem það var sett
niður,“ játar Ólafur. „Það var
aldrei mikill áhugi hjá taxa að
það virkaði, svo ég segi það
hreint út.“
Að sögn Ólafs er umrætt
skýli ekki lengur í notkun
sem slíkt þótt það standi enn
á sama stað. Nú hafi leigubíl-
ar hins vegar tækifæri til að
taka upp farþega á nóttunni þar sem strætisvagnar
stöðva við Lækjartorg á daginn. „Ég veit ekki betur
en það gangi en þar er ekki skýli, það er kannski
vandinn, en ég hef ekki fundið fyrir kvörtunum frá
öðrum en leigubílstjórunum,“ lýsir Ólafur stöð-
unni.
Ólafur segir að þótt
það hafi hentað umferð
leigubíla vel að hafa bið-
skýlið við Mæðragarðinn
eigi skýlið ekki afturkvæmt
þangað. „Þar voru bílarnir
mjög fljótir að komast út úr
bænum aftur en ónæðið var
mikið og margar kvartanir
úr í nágrenninu. Niðurstað-
an varð að borgaryfirvöld
vildu ekki hafa þetta þar,“
segir samgöngustjórinn. - gar
Samgöngustjóri segir of mikið ónæði af leigubílamiðstöð við Mæðragarðinn:
Leigubílaskýli ekki aftur í Lækjargötu
FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR
Leigubílstjórar segja að fljótlegra og
öruggara hafi verið að flytja nætur-
gesti úr miðbænum þegar biðskýli
var í Lækjargötu.
SAMGÖNGUR „Fólk getur beðið í þessu skýli í marga sólarhringa án þess að fá leigubíl,“ segir Jóhann Sigfússon, formaður Bifreiðastjórafélagsins Átaks, um safnskýli fyrir leigubílafarþega í Hafnarstræti.
Haustið 2009 var safnskýlið, sem þá hafði um langt árabil stað-ið í Lækjargötu, flutt á núverandi stað. Þar á fólk að safnast í röð til að fá leigubíl á nóttunni um helgar. Á árinu 2010 gekk Jóhann ásamt leigubílstjóranum Árna Arnari Óskarssyni á fund fulltrúa borgar-innar til að ræða þessa breytingu sem þeir töldu afar misráðna.„Þeir sögðust vera búnir að átta sig á að þetta væru mistök en báru við peningaskorti þegar við báðum um að skýlið yrði flutt aftur í Lækjargötu. Borgin virðist enn ekki telja sig hafa efni á að færa skýlið en hefur á sama tíma pen-inga til að hefja strætisvagnaferð-ir til Akureyrar,“ segir Jóhann.Núverandi staðsetningu skýl-isins segja þeir Jóhann og Árni, sem báðir aka hjá BSR, óhentuga vegna aðkomunnar að því. „Við náum aldrei að keyra alla leið um miðbæinn að þessu skýli án þess að taka upp farþega,“ segir Jóhann og útskýrir þannig hversvegna fólk ti b
„Þegar skýlið var við Lækjar-götu höfðum við þá reglu að aka ekki um Sóleyjargötu og Fríkirkju-veg með laus-skiltið uppi á nótt-unni til þess að fólk væri ekki að reyna að ná bílum þar. Við vorumbúnir að ala næ t
Vilja fá leigubílaskýli í Lækjargötuna afturLeigubílstjórar segja veifandi farþega um allar götur skapa hættu sem minnka mætti með því að setja að nýju upp biðskýli í Lækjargötu. Borgarfulltrúar eru sagðir hafa takmarkaðan skilning á málinu og útskýringar þeirra furðulegar.
FARÞEGARÖÐIN Í LÆKJARGÖTU Leigubílstjórar segja það bæði tímafrekara og
hættumeira að koma næturgestum miðborgarinnar til síns heima eftir að þetta skýli
var flutt úr Lækjargötu í Hafnarstræti.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
á
e
b
á
ið
sj
bj
La
m miðjan þ u, en er mjög fjár-svelt.
að þ eigi líka að styðja þessa sam-borgara okkar.“
- þeb
-
ig,
kk-
ppur
g
sti
jarta-
ands-
bor-
atti
lóð-
mer-
köll-
- gb
staríka:
u
du
BJÖRGU
úr Ran
sækja
veginn
Mað
ganga
sveitar
svæðið
Þá dr
menn fr
Kirkjufe
mannala
flytja bl
Skógum.
Slysav
bendir fó
Bjö
Só
og
gön
Fólk getur beðið í þessu skýli í marga sólarhringa án þess að fá leigubíl.
JÓHANN SIGFÚSSONFORMAÐUR ÁTAK
ÞÝSKALAND Seðlabanki Evrópu-
sambandsins ætlar að kaupa
skuldabréf verst settu evruríkj-
anna til að knýja fram lækkun á
vaxtakostnaði ríkjanna, þannig
að þau eigi þá auðveldara með að
ráða við afborganir af skuldum
sínum.
Á blaðamannafundi í gær sagði
Mario Draghi, seðlabankastjóri
ESB, að með þessu væri bankinn
að standa við fyrri yfirlýsingar
um að allt verði gert til að styðja
við bakið á evrunni.
„Óttinn við að evran hrynji er
ástæðulaus,“ sagði hann.
Christine Lagarde, yfirmaður
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fagn-
aði þessum áformum og sagði
sjóðinn ætla að leggja fé til verk-
efnisins, eins og Draghi óskaði
eftir.
Draghi sagði að ákvörðun um
þetta hefði verið tekin næstum
því samhljóða á fundi bankaráðs.
Aðeins einn ráðsmanna hefði
verið á móti, en hann vildi ekki
upplýsa hver það hefði verið.
Þýski seðlabankinn hefur hins
vegar ítrekað lýst andstöðu sinni
við þessi áform, sem nú hafa verið
samþykkt. - gb
Seðlabanki Evrópusambandsins kynnir nýja áætlun sína gegn evrukreppunni:
Boðar ótakmörkuð skuldakaup
MARIO DRAGHI Seðlabankastjóri
Evrópusambandsins á blaðamannafundi
í Frankfurt. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
höfðað mál á hendur 27 ára
manni sem er gefið að sök að
hafa ráðist inn í verslun 10-11 í
Grímsbæ í mars síðastliðnum
vopnaður skrúfjárni og rænt
24.500 krónum úr sjóðsvélinni.
Að því er segir í ákærunni
hafði maðurinn hulið andlit sitt
og ógnaði starfsstúlku með skrúf-
járninu, sem hann lét standa
fram úr peysuerminni.
Gerð er krafa um að maðurinn
endurgreiði 10-11 féð sem hann
rændi. - sh
Hafði 24.500 upp úr krafsinu:
Ákærður fyrir
að ræna 10-11
Hefur þú nokkurn tímann unnið
í Lottói eða Víkingalottói?
Já 46,1%
Nei 53,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Líst þér vel á að rukkað verði
inn á Geysissvæðið í Haukadal
til að fjármagna uppbyggingu á
svæðinu?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
KJÖRKASSINN
Erlendir markaðir eru
svo stórir og því þarf
að einbeita sér að minni og
dýrari sælkeramörkuðum.
HELGI EINARSSONT
FRAMKVÆMDASTJÓRI WAX