Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 12
7. september 2012 FÖSTUDAGUR12
FRAKKLAND, AP Átta klukkustundir
liðu áður en franska lögreglan átt-
aði sig á því að fjögurra ára stúlka
væri á lífi í bifreið, sem fannst í
frönsku Ölpunum síðdegis á mið-
vikudagskvöld, skammt frá þorp-
inu Chevaline.
Í bifreiðinni voru þrjár látnar
manneskjur, einn karlmaður og
tveir kvenmenn, að öllum líkind-
um foreldrar hennar og amma, en
fyrir utan var sjö ára systir stúlk-
unnar, illa særð en á lífi. Fyrir utan
bifreiðina fannst einnig látinn hjól-
reiðamaður, sem virtist hafa átt leið
hjá fyrir tilviljun þegar árásarmað-
ur eða árásarmenn drápu fólkið.
Franska lögreglan vissi ekkert
um árásarmennina eða ástæður
morðanna.
„Stúlkan fannst gersamlega
hreyfingarlaus á gólfi bifreiðar-
innar, bak við framsætið farþega-
megin, undir fótum – undir pilsi
– annarrar myrtu konunnar, þar
sem hún lá við stóra ferðatösku,
algerlega ósjáanleg og þögul, sem
útskýrir af hverju enginn sá hana
fyrr,“ sagði Eric Milhaud saksókn-
ari.
Hann sagði hana hafa verið skelf-
ingu lostna og engan greinarmun
hafa gert á illmennunum og öðru
fólki: „Hún er ekki nema fjögurra
ára.“
Hún var þó ómeidd og brosti
þegar lögreglumenn opnuðu dyr
bifreiðarinnar. Hún talaði ensku og
sagðist hafa heyrt óp, en gat ekki
lýst atvikum nánar.
Systirin hafði verið illa barin,
með skotsár á öxl og var flutt á
sjúkrahús, en var úr lífshættu.
Þrjú hinna látnu höfðu verið
skotin beint í höfuðið, en lögregl-
an vildi ekki strax upplýsa hvern-
ig fjórða manneskjan hafði verið
myrt.
Önnur látna konan er sænsk.
Faðirinn er ættaður frá Írak en
er breskur ríkisborgari eins og
dætur hans og móðir þeirra. Hann
var sagður heita Saad al Hilli,
búsettur í einu úthverfa London
þar sem hann starfaði hjá ljós-
myndafyrirtæki.
Fjölskyldan var á ferðalagi í
frönsku Ölpunum, þar sem hún
hafði gist á tjaldsvæði skammt
frá morðstaðnum. Ábending barst
lögreglu frá íbúa skammt frá
tjaldsvæðinu, sem hafði kynnst
fjölskyldunni og skildi ekkert í
því að hún væri ekki komin aftur.
Lögreglan segir að stúlknanna
sé vel gætt en þær verði yfir-
heyrðar síðar.
gudsteinn@frettabladid.is
Faldi sig undir
líki mömmu
sinnar í 8 tíma
Bresk fjölskylda fannst myrt í bifreið í frönsku
Ölpunum, þar sem hún var á ferðalagi. Fjögurra ára
stúlka lá í átta tíma hreyfingarlaus í felum undir
líki móður sinnar. Systir hennar fannst illa særð.
TJALDSTÆÐIÐ ÞAR SEM FJÖLSKYLDAN HAFÐI GIST Franska lögreglan hafði í nógu að
snúast en hafði engar vísbendingar um ástæðu morðanna. NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTI Nýsköpunar- og frum-
kvöðlasetrið Innovit hefur endur-
nýjað samstarf sitt við Samtök
atvinnulífsins og Marel. Munu
aðilarnir áfram standa að hug-
myndasamkeppninni Snilldar-
lausnum sem haldin hefur verið
síðustu þrjú ár. Þátttakendur í
keppninni fá það verkefni að búa
til sem mest virði úr einföldum
hlut en keppnin er ætluð fyrir
framhaldsskólanema.
Árið 2009 þurftu þátttakendur
að búa til verðmæta hluti úr herða-
trjám, árið eftir úr pappakassa og
í fyrra úr dósum. - mþl
Innovit semur við Samtök atvinnulífsins og Marel:
Keppt í snilldarlausnum
VERÐLAUNUÐ FYRIR SNILLD Katrín
Jakobsdóttir, menntamálaráðherra,
afhenti þátttakendum í Snilldarlausnum
verðlaun árið 2009.
VITA er í eigu Icelandair Group.
VITA er lífið
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
6
08
61
0
8/
12
Verð frá 232.000 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
Roque Nublo
29. okt. - 30. nóv. / 32 nætur
Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh.
* Verð án Vildarpunkta: 242.000 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar,
gisting og íslensk fararstjórn.
Skemmtanastjóri: Hjördís Geirs.
Verð frá 147.200 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
Walkirias Hótel
22. des. - 5. jan. / 14 nætur
Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh.
* Verð án Vildarpunkta: 157.200 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Verð frá 157.300 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
Las Camelias
30. nóv. - 22. des. / 22 nætur
Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh.
* Verð án Vildarpunkta: 167.300 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar,
gisting og íslensk fararstjórn.
Skemmtanastjóri: Helga Hansen.
Beint morgunflug
með Icelandair,
glæsilegur flugkostur.
Kanarí
í vetur
VITA – ferðaskrifstofa á traustum grunni
AÐVENT
UFERÐ
FRAMANDI VESTNORRÆN
MENNINGARHELGI
REYKJAVÍK
7.–9. SEPTEMBER 2012
Norræna húsið
Flugvöllur
Ráðhús
Reykjavíkurhöfn
Skoðaðu alla dagskrána á:
www.facebook.com/NyjarSlodir
Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík S: 5517030 www.norraenahusid.is facebook.com/norraenahusid
GÁMARNIR OPNA Á MORGUN, LAUGARDAGINN
8. SEPTEMBER. KL. 12.00, KÍKTU INN!
TÓNLIST / MATUR / HÖNNUN / KVIKMYNDIR
SKÁK / GRÍMUDANS ... OG MARGT MARGT FLEIRA.
Á morgun, laugardaginn 8. september kl. 18.00:
Tónleikar í flugskýli Flugfélags Íslands.
Taktu þátt í skemmtilegum ratleik með flottum
vinningum frá Flugfélagi Íslands, 66°Norður og DILL.
Dagskrárbækling hátíðarinnar er hægt að nálgast í
ráðhúsi Reykjavíkur, í Norræna húsinu og í flugstöð
Flugfélags Íslands.
Norræna Ráðherranefndin
Stúlkan fannst ger-
samlega hreyfingar-
laus á gólfi bifreiðarinnar, bak
við framsætið farþegamegin,
undir fótum – undir pilsi –
annarrar myrtu konunnar.
ERIC MILHAUD
SAKSÓKNARI