Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 16
16 7. september 2012 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Mér er misboðið“ var yfirskrift tölvupósts sem hjúkrunarfræð- ingur sendi Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga þegar greint var frá því í fréttum að velferðarráðherra hefði ákveðið að hækka laun forstjóra Land- spítala (LSH) um 450 þúsund krónur. Ákvörðunina tók ráðherra án vitund- ar formanns kjararáðs sem þó á sam- kvæmt lögum að ákvarða laun forstjór- ans. Hjúkrunarfræðingum misbýður að hægt sé að hækka laun forstjórans um rúm 20% á sama tíma og skorið er gegndarlaust niður í þjónustunni við sjúklinga. Útköll vegna veik- inda starfsmanna eru fátíð, yfirvinna bönnuð þó hún sé sannarlega oft nauð- synleg til að tryggja örugga og góða þjónustu, vinnustundum hjúkrunar- fræðinga hefur fækkað um 6% frá 2007 á sama tíma og 4% fjölgun hefur orðið á komum á LSH. Færri hjúkrunarfræð- ingar eiga því að sinna fleiri sjúkling- um, án hærri launa. Til að setja þessa hækkun í sam- hengi við þær breytingar sem orðið hafa í þjónustu á LSH má benda á að í byrjun sumars var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga lokað til að spara sem nam rúmlega einu stöðugildi hjúkrunar fræðings. Sú launahækkun sem ráðherra ákvarðaði forstjóra LSH nú, er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem sparaðist við lokun göngudeildarinnar! Ráðherra réttlætti ákvörðunina með því að forstjórinn væri ómissandi í þeim verkefnum sem nú væri unnið að á LSH. Forstjóranum hafði verið boðið betur launað starf erlendis. Rétt er að benda ráðherra á að svo mikil eftir- spurn er eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunar- fræðingar gætu fengið starf þar. Öllum hjúkrunarfræðingum á LSH (og ann- ars staðar á landinu) bjóðast því betur launuð störf erlendis. Og allir eru þeir ómissandi. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði kjarasamning við fjár- málaráðherra í júní 2011. Í rúmt ár hefur félagið reynt að klára síðari hluta samningagerðarinnar við LSH og aðrar heilbrigðisstofnanir, svokallaða stofnanasamninga. Ætlar velferðarráð- herra að ákvarða hjúkrunarfræðingum rúmlega 20% launahækkun í stofnana- samningum? Mér er misboðið Kjaramál Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Greiðsluaðlögun og frysting Framsóknarflokkurinn talar til kjósenda. Hann vill víðtækar skuld- breytingar „þannig að afborganabyrði sé létt og skuld lækkuð eða fryst um tíma á meðan fólk leitar lausnar á tímabundnum erfiðleikum“. Þá vill hann setja lög um greiðsluaðlögun „sem gefi einstaklingum í langvar- andi greiðsluerfiðleikum möguleika á því að ná stjórn á fjár- málum sínum á ný“. Þetta vill hann gera þar sem skuldir íslenskra heimila hafa aukist um einn milljarð á mánuði í stjórnartíð núverandi ríkis- stjórnar. „Þetta er ógnvænleg þróun og fjölmörg heimili eru komin í þrot!“ Allt þetta má lesa í kosninga- auglýsingu flokksins. Endurtekning sögunnar Sú auglýsing birtist í dagblöðum þann 3. apríl 1995. Þá hafði ríkis- stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks setið í fjögur ár og allt tal um hrun og brimskaflana var víðs fjarri. Flokkurinn gæti hins vegar endurbirt aug- lýsingarnar nú og sparað sér ófáar krónurnar í endurvinnslu. Spámaður í föðurlandi Lofsyrðin að utan hrúgast yfir ríkis- stjórnina fyrir árangur í efnahags- málum. Hingað til hefur stjórnarand- staðan ekki átt í vandræðum með að skýra hrós Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, matsfyrirtækja og erlendra hagfræð- inga, svo dæmi séu tekin, með því að um einhvers konar áróður ríkisstjórnar- innar sé að ræða. Nú hefur Jón Steinsson, fyrrum efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde, hrósað stjórninni. Er það partur af áróðri vinstriflokkanna? kolbeinn@frettabladid.isA lltof lengi hafa mál hins heimsfræga hverasvæðis í Haukadal verið í ólestri. Átroðningur ferðamanna eykst þar stöðugt og nú er talið að um hálf milljón manna heim- sæki svæðið árlega. Ekki hafa verið til peningar til að bæta aðgang, merkingar og þjónustu við ferðamenn og þess vegna liggur þessi náttúruperla undir skemmdum eins og svo margar aðrar víða um land. Skorti á skiltum, merktum stígum og landvörzlu fylgir aukinheldur slysahætta. Flókið eignarhald á svæðinu hefur ekki hjálpað til. Ríkið á þar rúman þriðjung á móti öðrum landeigendum. Ríkisstofnanir og pólitíkusar hafa um árabil staðið gapandi ráðþrota frammi fyrir ófremdarástandinu á Geysi, rétt eins og við Gullfoss, í Dimmu- borgum eða við Dettifoss, svo fáein dæmi séu nefnd. Þrátt fyrir einfalda lausn sem er notuð víða um heim, að rukka gesti þessara staða um aðgangseyri og nota tekjurnar til að byggja upp þjónustu við þá, hafa okkar ástkæru stjórnvöld gaufað fram og til baka í málinu án þess að taka nokkurn tímann af skarið. Þess vegna er fagnaðarefni að einkaaðilarnir sem eiga Geysi á móti ríkinu, landeigendur í Haukadal, hafi tekið á sig rögg og stofnað félag um uppbyggingu svæðisins. „Skipuleg uppbygging getur ekki beðið lengur,“ segja Geysisbændur og hafa þar alveg rétt fyrir sér. Þegar gengið var á forsvarsmenn félagsins í Fréttablaðinu í gær um það hvort til stæði að hefja gjaldtöku á svæðinu svöruðu þeir ofurvarlega að það yrði verkefni stjórnar félagsins að taka ákvörðun um það. Garðar Eiríksson, talsmaður félagsins, vísar hins vegar til kannana sem gerðar hafa verið hjá gestum við Geysi, þar sem fram kemur að þeir eru ekki fráhverfir gjaldtöku og raunar hissa á að ekki skuli yfirleitt vera gjaldtaka á ferðamannasvæðum á Íslandi. Það er ekkert skrýtið, því að í löndunum sem þetta fólk kemur frá er slík gjaldtaka regla fremur en undantekning. Segja má að landeigendafélagið byrji á öfugum enda á viðskipta- áætluninni þegar það áformar miklar fjárfestingar og uppbygg- ingu á svæðinu án þess að tekjustofnarnir séu ljósir. Það liggur þó í raun í augum uppi að aðgangseyrir er lausnin á málinu. Ferðamenn væru jafnvel reiðubúnir að borga fyrir aðgang að Geysissvæðinu eins og það er í dag. Kannanir hafa sýnt að sé góð þjónusta í boði, er greiðsluviljinn enn ríkari. Ríkið vildi ekki vera með í félagi landeigenda, sem er í fullu samræmi við einbeitt stefnuleysi þess í málinu árum saman. Fyrir nokkrum dögum lýsti það sig þó reiðubúið til að gera samstarfs- samning við landeigendafélagið og í Fréttablaðinu í dag stynur tals- maður fjármálaráðuneytisins upp fallegum orðum um að „sameigin- legur vettvangur“ til að ræða málin sé nauðsynlegur. Vonandi stendur ríkisvaldið að minnsta kosti ekki í vegi fyrir því að heimamenn geri það sem gera þarf til að bjarga þessari nátt- úruperlu og bæta aðgengið fyrir þann gríðarlega fjölda, sem langar til að njóta hennar. Stofnun félags um uppbyggingu við Geysi í Haukadal er framfaraspor: Gaufið við Geysi á enda? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.