Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 7. september 2012 17 Í fréttum vikunnar var þetta helst: Til eru foreldrar sem vilja borga mikið fyrir að vera með barnið hjá dagmömmu. Fyrir vikið fá sumar dagmömmur mikið borgað. Hjá Kópavogsbæ er leitað leiða til tækla þetta vandamál. Því er stundum fleygt fram að þeir sem vinni við menntun og gæslu barna hafi of lág laun. Auðveldlega má taka undir það að til eru menn og konur í uppeldis- geiranum sem eiga skilið að vera hátekjufólk. En ef einhver á að fá meira borgað þá þarf einhver að borga honum meira. Ólíklegt er að besta leiðin að þykkara launaumslagi liggi í gegnum tíðari og lengri verkföll þar sem hringrás samúðar og pirrings kjósenda þvingar stjórn- málamenn til að hækka laun kenn- ara og dagforeldra meira en laun annarra. Fljótlegast væri einfald- lega að þeir kennarar og dagfor- eldrar sem það gætu innheimtu sanngjarnt gjald fyrir vinnu sína. Ræðum „sanngirni“ betur í lokin en kannski þarf fólk bara að venj- ast því að eyða meira í menntun og minna í aðra hluti. Lágtekjufólk skuluð þið vera Fjallað var um mál dagforeldra í Kópavogi í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Sagan er þessi: Kópa- vogsbær vill hækka greiðslur sínar til dagforeldra úr 35 þús- undum í 45 þúsund á mánuði með hverju barni en um leið setja hámark á það gjald sem dagfor- eldrar innheimta af foreldrum. Foreldrar munu sjálfir því ekki geta borgað meira en 45 þúsund á mánuði fyrir dagmömmu. Kópa- vogur vill sem sagt banna for- eldrum að borga meira en heilar 263 krónur á tímann fyrir að láta passa barnið sitt. Fram kom í fréttinni að í dag væri algengt gjald foreldranna á bilinu 45 upp í 65 þúsund krónur. Þó væru dæmi um að gjaldið væri 90 þúsund krónur (heilar 500 kr. á tímann), sérstaklega í hverfum þar sem mörg börn væru en fáir dagforeldrar. Ef þessar tölur eru réttar þá þýðir það að tekjur ein- hvers dagforeldris muni lækka um meira en 150 þúsund. Einhverjar líkur eru þá á því að þessari manneskju þyki slík tekjulækkun það mikil að hún hætti bara störfum. Þar með mun dagforeldrum fækka. Mest verða áhrifin þar sem tekjurnar voru hæstar, það er að segja í þeim hverfum þar sem börnin eru mörg en dagforeldrarnir fáir. Vandi þeirra hverfa eykst þá enn frekar en menn finna örugglega upp á einhverri „aðgerðaráætlun“ til að reyna að bregðast við þessu sjálf- skapaða rugli. Allir jafnir að ofan Þótt í tísku sé að tala illa um frjálsan markað þá gerir hann marga hluti alveg ágætlega. Hann er fáum öðrum kerfum betri þegar kemur að því að hindra skort á vörum og þjónustu. Ef það vantar dagmömmur í eitthvert hverfi þá verður dýrara að vera með barn hjá dagmömmu í því hverfi. Þá mun borga sig að gæta barna í því hverfi. Þar með mun dagmömmum í því hverfi fjölga. Þá eykst sam- keppnin og verðið lækkar hugsan- lega á ný. Frjáls markaður fær fólk til að forgangsraða. Menn þurfa kannski dagmömmu mismikið, sumir vilja borga meira fyrir að hafa hana nær, öðrum er alveg sama. Ef við skyldum alla dagforeldra til að rukka sama verð þá þarf aðrar leiðir en verðsamkeppni til að leysa skort. Fólk mun bíða á biðlistum. Fólk mun keyra langar leiðir. Ætla menn að banna fólki að keyra frá Kópavoginum upp í Grafarvog til að fara með barnið í daggæslu? Og ef ekki, af hverju má þá banna fólki að borga meira fyrir dagmömmu sem er nær? Svo er annað. Það er látið eins og 45 þúsund krónur séu ein- hver suddalegur peningur, því um menntun og umönnun barna er að ræða. Samt hóstar enginn bifvéla- virki á bílinn manns fyrir minna. Sú forgangsröðun er pirrandi. Í frétt um dagmæðurnar í Kópavogi kom fram að bærinn vildi leita leiða til að verðið fyrir daggæslu yrði „sanngjarnt fyrir báða“. Það verð sem er „sann- gjarnt fyrir báða“ er auðvitað það verð sem annar er tilbúinn að borga og hinn tilbúinn að rukka. En ekki það eina verð sem einhver stjórnmálamaður hefur reiknað út að henti öllum best. Gráðuga dagmamman Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Kópavogur vill sem sagt banna foreldrum að borga meira en heilar 263 krónur á tímann fyrir að láta passa barnið sitt. Skrípó í héraði Skrípaleikur Gunnlaugs Sigmundssonar í Kögun er kominn í gang í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hápunkturinn kom strax í upphafi, þegar Gunnlaugur lýsti yfir, að hann sjálfur væri heiðarlegur og góður rekstrarmaður. Ég hef aldrei heyrt neinn halda því fram. Aðkoma Gunnlaugs að Kögun var fréttaefni á sínum tíma, meðal annars í Mogganum. Teitur Atlason hefur ekki gert annað en að rifja upp þá umræðu. Málaferli Gunnlaugs gegn honum eru alvarlegasta atlagan gegn upplýsingafrelsi stjórnarskrárinnar, sem ég hef séð um dagana. Dómaranum ber umsvifalaust að kasta skrípa- málinu út um dyr. Framsóknarpabbinn er hneyksli. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Kosningavetur Nú í september verður Alþingi sett á nýjan leik. Þingmenn munu þramma til kirkju og ef til vill fá egg eða tómat í hausinn frá reiðum kjósendum. Vonandi komast allir stór- slysalaust frá því. Ég verð að viðurkenna að ég er með hnút í maganum vegna komandi þingveturs. Ég hef ekki mikla reynslu í þessum efnum en kosningavetur ku vera sérstakur; baráttan enn harðari þótt menn brosi allan hringinn og reyni að telja kjósendum trú um eigið ágæti. Þó er erfitt að ímynda sér að baráttan geti enn harðnað. Er hreinlega svigrúm til þess án þess að það brjótist hreinlega út hóp- slagsmál? http://blog.pressan.is Margrét Tryggvadóttir Nei við þjóðkirkjuákvæði Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október segi ég já við öllum spurningum nema einni – ég segi NEI aðspurður hvort eigi að vera ákvæði um evangelíska-lútherska trú- félagið Þjóðkirkjuna í stjórnarskránni nýju. Það er enginn vafi í mínum huga um hvað er spurt og hvað nei-ið þýðir; það þýðir að eitt trúfélag eigi ekki að njóta verndar, styrk- ingar og forgangs umfram önnur trúfélög og lífsskoðanir. Jafnvel þótt nokkuð stórt trúfélag sé. Ríkjandi forréttindi umrædds trúfélags eru einfaldlega gegn grundvallarhugsuninni um trúfrelsi. Það er ekki hlutverk ríkisins að lýsa því yfir að eitt trúfélag, ein trúar- skoðun, sé betri og réttari en önnur. http://blog.pressan.is Friðrik Þór Guðmundsson AF NETINU F í t o n / S Í A Á Íslandi þurfa nokkur börn að takast á við ólæknandi sjúkdóma og erfiðleika sem mörgum hinna fullorðinna væri um megn. Öll fjölskyldan berst og þjáist með og enginn veit hvar illvíga sjúkdóma ber næst niður. En við getum hjálpað þessum ungu hetjum í baráttunni og með því að kaupa Á allra vörum gloss frá Dior leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar! Eftirtaldir staðir selja Á allra vörum gloss Fríhöfnin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar Snyrtivöruverslanir Hagkaups um land allt Lyf og heilsa um land allt Lyfja um land allt Hygea, Kringlunni og Smáralind // Sigurboginn // Snyrtivöruverslunin Glæsibæ // Ólöf snyrtistofa, Selfossi // Jara, Akureyri Einnig er hægt að kaupa gloss á www.aallravorum.is Eitt, tvö, þrjú og það varst þú... www.aallravorum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.