Fréttablaðið - 07.09.2012, Qupperneq 44
7. september 2012 FÖSTUDAGUR24 24
menning@frettabladid.is
Reykjavík Dance Festival
Ýmsir listamenn
Reykjavík 21.-31. ágúst
Reykjavík Dance Festival var
skipulagt og hugsað með nokkuð
öðru sniði en undangengin ár. Í
stað þess að vera samansafn dans-
sýninga þar sem áhorfendur mæta
til að sjá dansara og danshöfunda
sýna verk sín þá var hátíðin í heild
sinni ein stór „kóreógrafía“ undir
nafninu: A Series of Event. Þrjátíu
listamönnum, fjórtán Íslendingum
og sextán útlendingum var boðið
að taka þátt í hátíðinni en saman
lögðu þeir undir sig Dansverkstæð-
ið nánast dag og nótt þá tíu daga
sem hátíðin stóð yfir.
Skipuleggjendur hátíðarinnar,
þær Halla Ólafsdóttir og Emmu
Kim Hagdahl, sögðu markmiðið
með hátíðinni að skapa vettvang
þar sem danslistamenn gætu, á
jafningjagrundvelli, átt í samræð-
um, skipst á þekkingu og skapað
nýja. Sýningarnar sjálfar voru
aðeins hluti af upplifuninni en
samveran það sem skipti mestu
máli.
Opnunarkvöldið var haldið í
Dansverkstæðinu, nýju heimili
danslistarinnar við Skúlagötu.
Andrúmsloftið var óformlegt;
boðið var upp á drykk, tónlist og
rými til að spjalla, sýna sig og sjá
aðra. Í hádeginu daginn eftir var
boðið upp á danstakt í Norður-
ljósasal Hörpunnar, mætingin og
stemming var góð. Formleg dag-
skrá hátíðarinnar var síðan ríku-
leg. Hún samanstóð af sex þriggja
verka sýningakvöldum, tólf tíma
sýningamaraþoni yfir nótt, þremur
hádegistöktum (lunch beat), dans-
ókí, verkstæði í þungarokksþolfimi,
pallborðsumræðu auk óformlegri
atburða eins og morgunverðar-
klúbbi og femínísku grilli.
Rými fyrir óformlegt spjall
Mætingin á hátíðina var nokkuð
góð, ekki síst framan af, en í seinni
hluta hennar var hópurinn aftur á
móti farinn að þynnast og meðal-
aldurinn hafði lækkað.
Hið hefðbundna form danshá-
tíða er að áhorfandinn kemur,
horfir á sýningu og fer síðan heim.
Á þessari hátíð var skapað rými
fyrir óformlegt spjall sýnenda og
áhorfenda fyrir og eftir sýningar
og í hléum meðal annars með því
að hafa allar tímasetningar mjög
flæðandi þó að þær væru ekki
algjörlega á skjön við rauntíma.
Hátíðin var þannig hugsuð sem
löng samvera hóps með áhuga á
danslist og samanstóð af þeim sem
var boðið að sýna á hátíðinni auk
nokkurs fjölda sem kom og fór eftir
að hafa staldrað mislengi við.
Mjög vel tókst að skapa nánd og
tengsl manna á milli og á þetta eftir
að styrkja ekki aðeins dansarana
hér á landi heldur einnig tengslin
á milli landa. Aftur á móti nutu of
fáir góðs af þessari nánd því ytri
rammi Reykjavik Dance Festival
2012 var ekki til þess fallinn að
bjóða íslenskt dansáhugafólk vel-
komið til þátttöku.
Hugmyndin um að hafa danshá-
tíðina eins og einn stóran spuna
þar sem þátttakendur mættu og
tóku því sem að höndum bar, gáfu
og þáðu, er frábær. Fyrir þá sem
stóðu utan hóps hinna útvöldu þátt-
takenda var aftur móti erfitt að
finna upplýsingar um hátíðina, efni
hennar og umgjörð. Dagskráin var
í mótun þar til eftir að hátíðin var
hafin, sem má fyrirgefa ef hægt
hefði verið að finna tímaramma
hátíðarinnar með góðum fyrir-
vara á heimasíðu danshátíðarinn-
ar. Það orkaði einnig fráhrindandi
að fá litlar sem engar upplýsingar
um einstaklingana sem stóðu að
hátíðinni og ekki heldur um verkin
eða viðburðina sem stóðu til boða.
Óvissuferð má þola í einn dag en
ekki í tíu.
Margar flottar hugmyndir
komu fram á hátíðinni. Hádegis-
takturinn var frábær og dansókí
bara skemmtilegt. Íslensku dans-
verðlaunin, sem voru veitt fyrir
ýmiss konar atriði sem eru sjaldn-
ast innan hins hefðbundna ramma
dansverðlauna, var líka áhugavert
framtak og hreyfði við hugsuninni
um hvað skiptir máli fyrir dans-
heiminn. Snýst þetta allt um dans-
arana og danshöfundana eða skipta
traustir stuðningsaðilar, tengslanet
eins og Youtube, góðir æfingastað-
ir eða fræðimenn líka sköpum í til-
veru og þróun danslistarinnar?
Flott hugmynd en rangur tími
Danssýningamaraþonið var líka
ótrúlega flott hugmynd; að sitja í
góðum hópi og horfa á dans í hálf-
an sólarhring er snilld. Hins vegar
var misráðið að láta það hefjast um
kvöld og standa fram á morgun. Í
fyrsta lagi voru sýnendur orðnir
þreyttir og syfjaðir fljótlega eftir
miðnætti svo ekki sé talað um
áhorfendur. Gæði sýninganna voru
því ekki sem skyldi þegar líða tók á
og stemmingin líkari „djammsess-
ion“, ekki mjög markviss eða ein-
beitt.
Það að mæta á atburð sem bygg-
ist upp á flæði, og mótast af stemm-
ingunni hverju sinni getur verið
gefandi. Spyrja má sig hvað boðið
var upp á fyrir þá sem voru utan-
aðkomandi og reyndu að taka þátt
eins og tími fyrir utan aðrar skyld-
ur leyfði. Á sýningarkvöldunum
var eingöngu í boði að vera óvirkur
áhorfandi, sem var fínt þegar í boði
voru fullkláraðar og vel útfærðar
sýningar. En þegar verið var að
sýna verk sem voru svo ómótuð
að þau voru varla sýningarhæf án
kynninga eða umræðu eftir á má
spyrja hvers vegna áhorfandi á að
eyða tíma sínum í að mæta. Engin
verkstæði voru til fyrir utanaðkom-
andi, að minnsta kosti engin sem
voru kynnt með nægum fyrirvara.
Það var því varla í boði fyrir aðra
en „hina útvöldu“ að taka virkan
þátt í hátíðinni, að frátöldum sam-
ræðum á pöbbnum.
Sesselja G. Magnúsdóttir
Niðurstaða: Hátíð margra flottra hug-
mynda en almenningur fékk minna
fyrir sinn snúð.
SJÁLFHVERF SAMKOMA
EÐA TÆR SNILLD?
BJÖRN JÖRUNDUR OG SÁLGÆSLUTRÍÓIÐ Sálgæslutríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur
fram á sjöttu tónleikum djasstónleikaraðar Munnhörpunnar í tónlistarhúsinu Hörpu laugardaginn 8. september. Auk hans
skipa tríóið þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel og Einar Scheving á trommur. Sérstakur gestur í nokkrum lögum
verður söngvarinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Tónlistin sem þeir félagar flytja er á mörkum djass- og blústónlistar.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 07. september 2012
➜ Opið hús
14.00 Opið hús verður í
Hæðargarði 31. Kynning
á félagsstarfinu sem þar
fer fram auk þess sem
kaffi og kleinur verða í
boði og fjöldi skemmti-
legra uppákoma. Svavar
Knútur mætir meðal
annars á svæðið.
➜ Tónlist
08.30 Sokkelund Sangkor og Kristian
Krogsøe orgelleikari flytja danska tónlist
í Neskirkju. Tónleikarnir eru hluti af Nor-
ræna kirkjutónlistarmótinu og aðgangur
er ókeypis.
08.30 Tuomas Pyrhönen organisti leikur
finnska orgeltónlist í Laugarneskirkju.
Tónleikarnir eru hluti af Norræna kirkju-
tónlistarmótinu og aðgangur er ókeypis.
08.30 Uranienborg vokalensemble
undir stjórn Elisabeth Holte, og Inger-
Lise Ulsrud organisti leika norska tónlist
í Langholtskirkju. Tónleikarnir eru hluti
af Norræna kirkjutónlistarmótinu og
aðgangur er ókeypis.
12.30 Hljómsveitin Skuggamyndir frá
Býsans leikur á fyrstu tónleikum vetrar-
ins í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í
Háteigskirkju. Þeir leika þjóðlagatónlist
frá Balkanskaganum. Miðaverð er kr.
1.000.
13.30 Organistar frá öllum Norður-
löndunum leika nýja norræna orgel-
tónlist á orgel Hafnarfjarðarkirkju.
Tónleikarnir eru hluti af Norræna kirkju-
tónlistarmótinu og aðgangur er ókeypis.
21.00 Kvöldguðsþjónusta verður haldin
í Hallgrímskirkju. Allir liðir messunnar
verða improviseraðir af norrænum tón-
listarmönnum. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
22.00 Söngdjamm verður á Café
Rosenberg.
22.00 Moses Hightower spilar á
Græna hattinum, Akureyri. Þeir gáfu
nýlega út plötuna Önnur Mósebók
sem hefur hlotið góðar viðtökur. Snorri
Helgason kemur einnig fram á tónleik-
unum. Miðaverð er kr. 2.000.
23.00 Hljómsveitin Hómo and the sapi-
ens leikur á tónleikum á Ob-La-Dí-Ob-La-
Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
23.00 Hljómsveitirnar Ensími og
Kiriyama Family leika á Gamla Gaukn-
um. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og er 20
ára aldurstakmark.
➜ Sýningar
14.00 Opnuð verður ljósmyndasýning
í Kamesinu á 5. hæð aðalsafns Borgar-
bókasafnsins, Tryggvagötu 15. Sýningin
er með myndum eftir Björn Ágúst
Magnússon háskólanema.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Alexander Mar bjó til bók
handa pabba sínum enda hefur
hann gaman af að skrifa sögur.
Krakkasíðan er í
helgarblaði Fréttablaðsins
krakkar@frettabladid.is
93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerandann*
Almenningsvitund er sterkasta vopnið gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Upplýstir foreldrar vernda börn
ÞÚ TREYSTIR HENNI
EN GÆTI VERIÐ AÐ BARNIÐ ÞITT ÞEKKI HANA BETUR EN ÞÚ?
www.blattafram.is
*U
pp
lý
si
ng
ar
á
w
w
w
.b
la
tt
af
ra
m
.is
í
bæ
kl
in
gn
um
: 7
s
kr
ef
ti
l v
er
nd
ar
b
ör
nu
m
.
REYKJAVIK DANCE FESTIVAL Fyrir innvígða bauð hátíðin í ár upp á verðmætt tækifæri til að koma á tengslum en ytri rammi var
aftur á móti ekki til þess fallinn að hvetja almennt dansáhugafólk til þátttöku, að mati gagnrýnanda.
Lengri útgáfu dómsins
má lesa á Vísi.is.