Fréttablaðið - 07.09.2012, Síða 2
7. september 2012 FÖSTUDAGUR2
SPURNING DAGSINS
Eiður, er líf þitt í molum?
„Nei, líf mitt er heildstætt, svo maður
noti stofnanamál, en molakaffi með
góðum vinum kórónaði daginn.“
Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi
ráðherra og sendiherra, málfarsrýnir
og molaskrifari, birti í gær þúsundasta
molann um málfar og miðla á vef sínum.
ms.is
Smurostar
við öll tækifæri
...gera lífið léttara
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík-
ur dæmdi í gær tvo menn, Daniel
Arciszewski og Snorra Sturluson,
í þriggja og tveggja ára fangelsi
fyrir margvísleg afbrot. Þeirra
alvarlegast var hrottafengið rán á
heimili í Breiðholti fyrir tveimur
mánuðum.
Mennirnir voru fundnir sekir
um að hafa ruðst inn til rúmlega
sextugs manns um miðja nótt og
haldið honum þar nauðugum til
klukkan ellefu um morgun.
Mennirnir beittu húsráðandann
ofbeldi, ýttu honum niður í stól,
bundu hann fastan með límbandi
og höfðu í hótunum við hann. Þá
létu þeir hann skrifa undir skjal
þess efnis að hann skuldaði tví-
menningunum peninga.
Þeir skipuðu honum að millifæra
á sig fé í gegnum heimabanka en
þegar honum tókst ekki að tengj-
ast netinu þá ýttu þeir honum ofan
í baðkar, bundu hann þar á höndum
og fótum með rafmagnssnúru sem
þeir festu við blöndunartæki, tróðu
upp í hann tusku og límdu fyrir.
Nokkru síðar neyddu þeir mann-
inn til að gefa sér upp leyninúmer
á debetkorti hans og tóku tuttugu
þúsund krónur út af reikningi hans
í hraðbanka. Þá neyddu þeir hann
til að millifæra 453 þúsund krónur
inn á reikning Daniels og rændu
af honum tölvuskjá, kassettutæki,
ullarteppi og seðlaveski.
Húsráðandinn hlaut líkamlega
áverka og varð fyrir miklu and-
legu áfalli, að því er segir í dómn-
um. Hann gerði kröfu um 3,2 millj-
ónir í bætur frá mönnunum en
honum voru hins vegar dæmdar
1.265 þúsund krónur.
Daniel er dæmdur fyrir töluvert
fleiri brot, einkum umferðarlaga-
brot, fíkniefnabrot og þjófnaði.
Mennirnir gengust að langmestu
leyti við brotum sínum og taldi
dómarinn þá ekki eiga sér neitt
annað til málsbóta.
Báðir eiga mennirnir sér brota-
sögu. Daniel hefur fimm sinnum
sætt viðurlögum fyrir umferðar-
laga- og fíkniefnabrot. Í janúar var
hann sviptur ökurétti í fimm ár en
núna er hann sviptur ævilangt.
Snorri hefur hlotið tólf refsi-
dóma frá árinu 1988 og ber saka-
vottorð hans vímuefnafíkn vitni,
eins og segir í dómnum.
Tvímenningarnir hafa sætt
gæsluvarðhaldi síðan málið kom
upp og hafa verið virkir í meðferð-
arstarfi á þar til gerðum gangi á
Litla-Hrauni. stigur@frettabladid.is
Ofbeldismennirnir
duglegir í meðferð
Tveir menn dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir hrottalega innrás og
rán á heimili manns í Breiðholti. Bundu hann og kefluðu ofan í baðkari. Játuðu
sök að mestu og eru í meðferð í fangelsi. Þolandinn varð fyrir miklu áfalli.
SEKIR Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson ræða hér við verjendur sína, þá Jón Egilsson og Guðmund St. Ragnarsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÚTÍN OG TRÖNURNAR Einungis fáar
trönur fengust til að elta foringjann.
NORDICPHOTOS/AFP
RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti settist í gær upp í vél-
knúna svifflugu klæddur hvítum
búningi og gerði nokkrar tilraunir
til að fá hvítar trönur til að elta
sig.
Tilgangurinn er sá að fylgja
trönunum, sem hafa ekki alist upp
við frelsi, til suðrænni slóða í Mið-
Asíu þar sem aðrar trönur eru
vanar að dveljast yfir veturinn.
Árangurinn var takmarkað-
ur og loks þurfti Pútín að sinna
öðrum erindum. Einhverjir Rúss-
ar gerðu grín að þessu og spurðu
hvort Pútín væri þá væntanlegur
aftur í vor með farfuglunum. - gb
Nýjasta uppátæki forseta:
Pútín hjálpar
fuglum að rata
FÓLK Liechtensteinska ævintýra-
manninum Matthiasi Vogt mis-
tókst að selja þyrluna sem hann
hefur auglýst til sölu hér á landi á
ferðalagi um Ísland síðustu vikur.
Fréttablaðið greindi frá því á
laugardag að Vogt hygðist selja
þyrluna hér á landi en hann kom
til Íslands í lok júlí. Hefur hann
ferðast um landið síðan ásamt
félaga sínum og vakti meðal ann-
ars athygli í Hveragerði þar sem
hann tók eldsneyti á þyrluna á
bensínstöð Atlantsolíu í bænum.
Uppsett verð þyrlunnar er
rúmar tuttugu milljónir króna en
hún verður nú flutt með Norrænu
aftur til Evrópu. - mþl
Þyrlan til Evrópu með Norrænu:
Mistókst að
selja þyrluna
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
verjendur sakborninga í líkams-
árásarmáli Annþórs Karlssonar
og Barkar Birgissonar eigi ekki
rétt á að fá afhenta geisladiska
með skýrslutökum af sakborn-
ingum og vitnum í málinu. Verj-
anda Barkar voru afhentir disk-
arnir fyrir misgáning og fóru þá
verjendur annarra sakborninga
fram á afrit af þeim líka. Því
hafnaði héraðsdómur með þeim
rökum að slíkar upptökur væru
ekki málsskjöl og Hæstiréttur er
sammála.
Jón Steinar Gunnlaugsson
skilar sératkvæði og telur að
afhenda beri öll gögn, þar á
meðal diskana. - sh
Jón Steinar skilar sératkvæði:
Upptökurnar
ekki afhentar
AÐALMENNIRNIR Annþór og Börkur eru
ákærðir í málinu ásamt hópi annarra.
FÓLK Jón Gnarr borgarstjóri skál-
aði í bjór við Guðmund Hallvarðs-
son, stjórnarformann Hrafnistu,
þegar nýr veitingasalur dvalar-
heimilisins var vígður í gær. Sal-
urinn hlaut nafnið Skálafell.
Styr stóð um það í sumar hvort
eðlilegt væri að salurinn fengi vín-
veitingaleyfi. Þó varð úr að lokum
að leyfið fékkst og borgarstjórinn
baðst afsökunar á seinaganginum
við vígsluna í gær.
Fjölmenni var viðstatt athöfnina
og þótt boðið hefði verið upp á bjór
þá héldu flestir sig við kaffið.
- hh, sh
Nýr veitingasalur á Hrafnistu vígður við hátíðlega athöfn og hlaut nafnið Skálafell:
Borgarstjórinn skálaði í bjór
SKÁL! Jón Gnarr og Guðmundur Hallvarðsson fengu sér bjór á Hrafnistu.
MYND/HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
REYKJAVÍK Sérstakt öldungaráð,
sem fjalla á um málefni eldri
borgara í Reykjavík, verður
stofnað á næstunni. Borgar-
stjórn Reykjavíkur samþykkti
þetta á fundi sínum á þriðjudag.
Ráðið á að funda reglulega og
vera borgarstjórn til ráðgjafar
um málefni eldri borgara. Það
verður skipað eldri borgurum
og hefur víðtækt samráð við
félög og samtök eldri borgara í
Reykjavík og aðra þá, sem láta
málefni þeirra til sín taka. - sv
Borgarstjórn fundaði á ný:
Vilja setja á fót
öldungaráð
FASTEIGNAMARKAÐUR Alls var 21
kaupsamningi þinglýst í Reykja-
nesbæ í ágústmánuði að því er
fram kemur í tölum Þjóðskrár.
Heildarvelta var 289 milljónir.
Þetta er talsverð aukning frá
ágúst í fyrra þegar þrettán kaup-
samningum var þinglýst og veltan
var 198 milljónir, nær helmingi
minni en í ár.
Markaðurinn þar í bæ hefur
verið að taka við sér að undan-
förnu, en fyrstu átta mánuði ársins
hefur 165 kaupsamningum verið
þinglýst fyrir 3.400 milljónir. - þj
Fasteignir í Reykjanesbæ:
Tvöfalt meiri
sala í ágúst
PAKISTAN Öllu erlendu starfsfólki hjálparsamtak-
anna Save the Children hefur verið gert að yfir-
gefa Pakistan innan tveggja vikna. Engin skýr-
ing var gefin á fyrirskipuninni,
en fréttaritarar á staðnum telja
fullvíst að ástæðuna megi rekja
til aðgerðarinnar sem leiddi til
dauða Osama bin Laden.
Pakistanskur læknir var hand-
tekinn í kjölfar aðgerðarinnar
og sakaður um landráð af þar-
lendum yfirvöldum. Bandarísk
yfirvöld staðfestu í kjölfarið að
læknirinn hefði veitt mikilvægar
upplýsingar sem leiddu til þess
að Osama bin Laden fannst og kröfðust þess að
honum yrði sleppt úr haldi.
Nú hefur komið í ljós að læknirinn átti í sam-
skiptum við hjálparsamtökin, og það er talið
meginástæða þess að þeim hefur nú verið gert að
pakka saman og fara.
Talsmaður Save the Children fullyrðir að lækn-
irinn hafi aldrei þegið laun fyrir störf á vegum
samtakanna þótt hann hafi sótt ráðstefnu þeirra
skömmu fyrir handtökuna.
Fulltrúi Save the Children í London segir að
óskað hafi verið eftir formlegum skýringum á
brottrekstrinum. Enn væri ekki ljóst hvort þeim
yrði leyft að senda annað starfsfólk til Pakistan í
stað þess sem þyrfti að fara. - sh
Yfirvöld gruna Save the Children um aðild að leitinni að Osama bin Laden:
Hjálparsamtök rekin frá Pakistan
GERT AÐ FARA Höfuðstöðvar Save the Children í Pakistan
kunna að verða mannlausar á næstunni. NORDICPHOTOS/AFP
OSAMA BIN LADEN