Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ég er himinlifandi yfir þessari út-komu en hún sýnir að við erum að gera hlutina rétt,“ segir Friðgeir Ingi en Gallery restaurant á Hótel Holti fékk 100 stig af 100 mögulegum í óháðri úttekt á vegum Institute for Hospitality Management, Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur veitingastaður fær slíka úttekt. Viðmiðin virðast svipuð og í Michelin- úttekt en Friðgeir Ingi starfaði á frönsku Michelin-veitingahúsi nálægt Lyon í Frakklandi um fimm ára skeið og þekkir því vel kröfurnar sem gerðar eru. „Við höfðum ekki hugmynd um að þessi úttekt væri í gangi,“ segir Friðgeir. „Við fengum ábyrgðarbréf í pósti um að hún hefði farið fram og að við hefðum fengið fullt hús stiga. Það var afar ánægjulegt,“ segir hann ennfremur. „Þetta er frábær viður- kenning á því sem við erum að gera.“ Um helgina verða franskir vínbændur frá Bordeaux á Holtinu. „Við erum búnir að safna góðum vínárgöngum frá þessu svæði í nokkurn tíma í sendingu sem er komin í hús. Þess vegna bjóðum við til veislu um helgina. Allir matargestir fá að kíkja í vínkjallarann og smakka. Síðan verður snæddur íslenskur matur eldaður á franskan máta. Það er búið að tína fyrir okkur lerkisveppi, kóngasveppi og aðra villisveppi í náttúrunni. Síðan verðum við með sérverkað kálfakjöt, nautakinnar og hrossalundir. Frönsku eðalvínin verða drukkin með en þetta er gott tækifæri fyr- ir vínáhugamenn að smakka þau. Flaska af þessum vínum kostar yfir tólf þúsund krónur en vegna samstarfs okkar við vínbændurna getum við veitt þau á verði sem er sambærilegt við önnur matarvín. Þessi vín fást ekki hér í vínbúðum,“ segir Friðgeir Ingi en hótelið reynir að vera með stóra uppákomu einu sinni á ári. „Hingað hafa komið vínbændur frá Spáni og Ástralíu.“ Fyrir mataráhugafólk má nefna að Friðgeir er með námskeið á Holtinu þar sem hann kennir hvernig á að framreiða þriggja rétta máltíð. „Við reynum að út- skýra að það sé á allra færi að elda mat,“ segir Friðgeir Ingi sem hefur tekið þátt í ýmsum matreiðslukeppnum bæði með íslenska landsliðinu í matreiðslu og í Frakklandi. VÍNHÁTÍÐ Á HOLTINU Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, fagnar 100% útkomu í erlendri úttekt um leið og hann býður til franskrar veislu með eðalvínum frá Bordeaux-héraðinu. HÁTÍÐ Í BÆ Það verður mikil gleði á Holtinu um helgina hjá Friðgeiri Inga yfirkokki og gestum hans. MYND/STEFÁN ■ Áhrif Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur fjallar um máttinn í myndum Errós í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sunnudaginn 9. september kl. 15. Þessi umfjöllun er liður í afmælisdagskránni „Erró fyrir alla“ sem haldin er til heiðurs áttræðisafmæli lista- mannsins. MÁTTURINN Í VERKUM ERRÓS Gagnleg Almenn skyndihjálp Þrjú námskeið verða haldin í almennri skyndihjálp. Þar læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeið12. september, 10. október og 7. nóvember kl. 18-22. Þátttökugjald er 6.000 krónur. Slys og veikindi barna Þrjú námskeið verða haldin. Á námskeiðunum er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. Námskeið 26.-27. september, 23.-24. október og 21.-22. nóvember kl. 18-21. Þátttökugjald er 8.000 krónur. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðin og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2012 fá 10% afslátt. Frekari upplýsingar og skráning er á www.raudikrossinn.is/kopavogur. Einnig er hægt að hafa samband í síma 554 6626 og á kopavogur@redcross.is Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 - Opið alla virka daga kl. 9-15 raudikrossinn.is/kopavogur námskeið Heilbrigðara samband við mat: Náðu tökum á matarþráhyggju Á námskeiðinu lærir þú meðal annars: Aðrar leiðir til að takast á við streitu og lífið sjálft en að nota mat, að brjóta upp vanamynstur og hætta að láta vigtina og boð og bönn um matartegundir stjórna þér. Námskeiðið hefur verið kennt í Bandaríkjunum og Íslandi undanfarin ár. Ný námskeið hefjast 19. og 26. september. Kennt aðra hverja viku í 16 skipti frá 16:30 og 18:00, samtals 24 klst. Verð: 75.000,- (Möguleiki á endurgreiðslu stéttarfélags og greiðsludreifingu) •  Grunnur breytinga: Heilsa óháð þyngd - Borða af innsæi - Svengdarvitund • Sjálfstal og sjálfsblekking • Samskipti við aðra • Núvitund • Mótlætaþol • Tilfinningastjórnun • Líkamsvirðing Leiðbeinandi: Dr. Þórdís Rúnarsdóttir Skráning og frekari upplýsingar: Hin árlega útsala Veiðiportsins hófst í morgun og stendur yfir þangað til á sunnudag. „Þetta hefur verið árviss viðburður hjá okkur í Veiðiportinu í níu ár. Fólk bíður eftir þessari útsölu og við þurfum að hleypa inn í hollum,“ segir Tómas Skúlason, eigandi Veiðiportsins. Á útsölunni má fá veiðistangir á allt að áttatíu prósenta afslætti. „Við verð- um með veiðihjól á 2.500 krónur, vöðlur á 6.000, klofstígvél á 5.000 krónur, sil- ungaflugur á hundrað krónur, laxatúbur á 250 krónur og svo mætti lengi telja. Við höfum stimplað okkur inn á þennan markað með því að vera ódýrastir. Þegar útsalan bætist ofan á eru vörurn- ar hér orðnar gríðarlega ódýrar, enda renna safaríkustu vörurnar á útsölunni út. Menn eru búnir að bíða lengi eftir útsölunni okkar og spyrja út í hana mörgum vikum áður en hún hefst.“ Veiðiportið sérhæfir sig í vörum fyrir stangveiði og leggur áherslu á persónu- lega og góða þjónustu. „Starfsmenn- irnir á bak við borðið hjá okkur eru allir reyndir veiðimenn og leiðsögumenn þannig að við ættum að geta leiðbeint fólki um val á búnaði. Hér geta veiði- menn komið og gert góð kaup og græjað sig upp fyrir næstu vertíð. Við veitum einnig veglegan afslátt af slöngubátum og ætlum að ljúka útsölunni á sunnu- daginn með því að bjóða upp sýningar- eintakið sem hefur verið fyrir utan búð- ina og það verður selt hæstbjóðanda. Veiðiportið heldur uppi netverslun þar sem fá má allar vörur fyrirtækisins. „Ég viðurkenni það að við höfum ekki mikinn tíma til að afgreiða pantanir sem berast í gegnum netið vegna anna við útsöluna en við munum fara í það strax eftir helgi en við svörum öllum tölvu- pósti sem berst,“ segir Tómas. GERA GÓÐ KAUP VEIÐIPORTIÐ KYNNIR Verslunin Veiðiportið hóf sína árlegu útsölu í gær og mun hún standa yfir fram yfir helgi. Slöngubátur verður seldur hæstbjóðanda. ÚTSALA Í gær hófst árleg útsala Veiðiportsins þar sem hægt er að gera góð kaup á flestu því sem viðkemur stangveiði. MYND/TÓMAS SKÚLASON Á GRANDA Veiðiportið er á Grandagarði 3 og nánari upplýsing- ar um verslunina má fá á heimasíðu hennar, Veidiportid.is. NÁMSKEIÐ Hægt er að forvitn- ast meira um nám- skeiðin á heimasíðu Holtsins www.holt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.