Fréttablaðið - 07.09.2012, Side 47

Fréttablaðið - 07.09.2012, Side 47
FÖSTUDAGUR 7. september 2012 27 Dr. Dre er ríkasti rappari heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Kappinn þénaði 110 milljónir dollara síðast- liðið ár, eða um 13,5 milljarða króna. Í öðru sæti var Diddy með um 5,5 milljarða króna og skammt undan var Jay-Z með um 4,7 milljarða. Í fjórða og fimmta sæti voru Kanye West og Lil Wayne. Dr. Dre er rappari og upptöku- stjóri og selur einnig hin vinsælu heyrnartól Beats By Dre. Aðeins ein kona er á lista yfir tuttugu vinsælustu rapparana, eða Nicki Minaj. Hún er í áttunda sætinu, fyrir ofan Eminem, með tekjur upp á tæpa tvo milljarða. Dr. Dre er ríkastur Dr. Dre. Söngkonan Kylie Minogue hefur tekið upp nýja útgáfu af dúetti sínum með Nick Cave, Where the Wild Roses Grow. Lagið kom upp- haflega út á plötu Cave, Murder Ballads, árið 1995. Nýja útgáf- an verður á plötu Minogue sem kemur út í lok október þar sem hún nýtur aðstoðar strengja- sveitar. Cave mætti í hljóðver og tók upp sönginn sinn aftur fyrir Minogue. Sextán lög verða á plötunni, allt smellir sem hún hefur gefið út á 25 ára ferli sínum á borð við I Should Be So Lucky og Better the Devil You Know. Eitt áður óútgef- ið lag er á plötunni, eða Flower. Syngur aftur með Cave NÝ PLATA Kylie Minogue gefur út nýja plötu í lok október. Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftón- listarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötu- fyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heila- dans. LP er fyrsta plata Future- graphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tón- listarmanninn Gallery Six. Tónlist- in á Waterproof er líka í sveimtón- listardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrir- ferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í Lond- on seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undan- tekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hug- leiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóð- blandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heild- ina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Future- graphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins. Flott fyrsta plata Futuregrapher Tónlist ★★★★ ★ Futuregrapher LP Möller F ÍT O N / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.