Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.09.2012, Blaðsíða 32
10 • LÍFIÐ 7. SEPTEMBER 2012 Íslenska barnafatamerkið Ígló opnar sína eigin búð í Kringlunni í dag. Þetta er fyrsta íslenska barnafata- búðin í Kringlunni og fjórða íslenska merkið sem rekur sína eigin búð í Kringlunni. Lífið spjallaði við þær kjarnakonur sem koma að opnuninni. Ígló var stofnað haustið 2008, fyrsta fatalínan kom á markað haust- ið 2009 og hefur fyrirtækið sent frá sér sjö fatalínur, sú nýjasta er haust- og vetrarlína 2012. Ígló leitast við að hanna litrík, falleg, þægileg og end- ingargóð föt, flís-, hversdags- og spariföt, sem henta atorkusömum og kátum krökkum á aldrinum 0-12 ára. Stukku á tækifærið Þær Helga Ólafsdóttir, stofnandi, yf- irhönnuður og þróunarstjóri, og Guð- rún Tinna Ólafsdóttir framkvæmda- stjóri segja aðdragandann að opn- uninni mjög skamman. „Við höfum verið með verslun á Laugavegi síð- ustu árin en verið að leita að hent- ugra húsnæði þar. Rétt eftir verslun- armannahelgina bauðst okkur hins vegar gott pláss í Kringlunni. Ákvörð- un var tekin og allt var sett vægast sagt á fullt.“ Í kjölfarið var einnig ákveðið að stækka Ígló-línuna til muna og mun verslunin því fyllast af nýjum vörum með haustinu. Meðal þess sem bæt- ist við verður aukið úrval fyrir unga- börnin og krakkana, sokkar, sokka- buxur, peysur og margt fleira. Jafn- framt ákvað Ígló að bjóða til sölu nokkra skemmtilega hluti fyrir börn- in og þurfti að vinna í því að velja þá sérstaklega. Hefur Helga Ólafsdótt- ir, yfirhönnuður Ígló, borið ábyrgð á þessari vinnu á liðnum dögum. Búð fyrir börn og fullorðna Ingibjörg Agnes Jónsdóttir arkitekt tók að sér hönnun verslunarinnar og hefur hún þetta að segja um verk- efnið: „Í mínum huga á barnafata- verslun að vera bæði fyrir foreldrið og barnið. Ég veit það bara af eigin reynslu að það getur verið gjörsam- lega ómögulegt að reyna að versla ef börnin eru með manni. Við vild- um hafa búðina þannig að börnin vilji vera þar og að eitthvað spennandi og ævintýralegt væri þar fyrir þau. Við vildum búa til Ígló-heim sem væri skemmtilegur fyrir barnið og þægi- legur fyrir foreldrið.“ Karitas Páls- dóttir, grafískur hönnuður hjá Ígló, er höfundur vegglistaverka í Ígló-búð- inni. „Ígló-fötin eru litrík og þægileg og hönnuð til þess að börn geti leikið sér í þeim allan daginn. Með verslun okkar viljum við ná fram litríkum og skemmtilegum ævintýraheimi sem gleður jafnt börn sem fullorðna. Ígló- fötin einkennast af skemmtilegum smáatriðum og krúttlega Ígló-karlin- um og vinum hans og verslunin þarf að endurspegla það.“ Fengu húsnæðið sex dögum fyrir opnun Ígló fékk húsnæðið afhent að- eins sex dögum fyrir opnun og því hafa handtökin verið mörg og hröð. Tinna Ólafsdóttur segir gott sam- starf starfsmanna Ígló og iðnaðar- manna hafa skipt sköpum í því að búðin var tilbúin á tilsettum tíma. Jafnframt segir Tinna að um mjög stórt stökk sé að ræða fyrir Ígló að stækka við sig. Því hafi fyrirtækið þurft að halda vel á spöðunum og lágmarka þann kostnað sem fylgir því að opna verslun. „Það bendir allt til þess að kostnaðurinn á bak við búðina verði innan við helming á við það sem kostar að meðaltali að standsetja og opna búð í versl- unarmiðstöð.“ Þurftu að hugsa út fyrir rammann Og þar sem aurinn var sparaður við opnunina þurfti að hugsa í skemmti- legum lausnum. „Stundum kemur skemmtilegri útkoma út þegar fjár- hagsramminn er þröngur því þá þarf að hugsa út fyrir rammann og stund- um að nota hluti sem óhefðbundn- ir. Svo er þetta einnig spurning um hvar er sparað og í hvað er eytt. Þegar tímaramminn er stuttur mynd- ast oft skemmtilegur andi hjá öllum sem koma að verkefninu. Það vinna allir þétt saman að því að klára hlut- ina og að láta allt ganga upp,“ segir Inga arkitekt að lokum stolt af verk- efninu eins og gefur að skilja. STUKKU Á TÆKIFÆRIÐ OG OPNUÐU BÚÐ Á METTÍMA Högni Stefán Þorgeirsson sá um að hanna hluta af innréttingunum, þ.e. kassa á veggina og svo barnarýmið og mátunar- klefann en hann bjó til ákveðinn ævintýra- heim fyrir börnin. Verslunin verður opnuð í dag. Mikil vinna fór fram á stuttum tíma. GUÐRÚN TINNA: Framkvæmdastjóri Ígló er Guðrún Tinna Ólafsdóttir. Tinna er með meist- aragráðu í fjármálum og stjórnun frá HÍ. Hún starfaði frá árinu 2002 til 2009 hjá Baugi Group, lengst af við stjórnun á smásölufyrirtækjum Baugs á Norðurlöndum. Má þar nefna Haga, Magasin du Nord, Illum, Day Birger et Mikkelsen og Topshop. Guðrún Tinna á fjögur börn. HELGA: Stofnandi, yfirhönnuður og þróunar- stjóri Ígló er Helga Ólafsdóttir. Hún er með gráðu í fatahönnun frá Hell- erup Textile College (heitir KEA í dag) í Kaupmannahöfn og hefur enn frem- ur stundað fatahönnunarnám í Lond- on. Helga hefur mikla reynslu að baki innan alþjóðlega tískuheimsins. Þar má nefna að hún hafði yfirumsjón með fyrstu fatalínu danska hönn- uðarins Ilse Jacobsen, starfaði sem hönnuður hjá All Saints í London og Isay í Danmörku, hafði umsjón með vöruþróun hjá alþjóðlega tískumerk- inu Nikita Clothing og hefur hannað fatnað fyrir Lazy Town. Helga á tvö börn og á von á því þriðja. Á hverri Ígló-flík er Ígló- karlinn, vinur allra barna og geta þau tekið hann með sér hvert á land sem er. Helga Ólafsdóttir Guðrún Tinna Ólafsdóttir Karitas Pálsdóttir Ingibjörg Agnes Jónsdóttir HEIÐURSGESTIR Raggi Bjarna, Jón Páll Bjarna son og Guðmundur Steingrímsson MIÐASALA HEFST 13. SEPTEMBER Á MIÐI.IS ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON ÚTSETNINGAR & STJÓRN STÓRSVEITAR SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON STJÓRN STRENGJASVEITAR GRÉTA SALÓME HANDRIT & LAGAVAL GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR · GUNNAR HELGASON · MARGRÉT BLÖNDAL · SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON SVIÐSMYND MÓEIÐUR HELGADÓTTIR BÚNINGAR ELLEN LOFTSDÓTTIR KYNNIR MARGRÉT BLÖNDAL LEIKSTJÓRI GUNNAR HELGASON ALLAR HELSTU SÖNGKONUR LANDSINS SAMANKOMNAR Á EINUM STAÐ ÁSAMT STÓRSKOTALIÐI KARLSÖNGVARA, HRYNSVEIT, BLÁSURUM OG STRENGJASVEIT Á GLÆSILEGUM STÓRTÓNLEIKUM Í HÖLLINNI www.sena.is/elly MYNDIR/VILHELM/EINKASAFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.