Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 12
12 20. október 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Félagsskapur heitir Stjórn-arskrárfélagið. Það tók að sér sókn og vörn í stjórn-arskrármálinu. Á vegum þess hafa birst athyglisverðar auglýsingar sem varpa skýru ljósi á hugsunina að baki því verklagi sem ríkisstjórnin kaus í þessu stóra máli sem kjósendur eiga að lýsa áliti sínu á í dag. Í þeim er staðhæft að ekki taki lengri tíma en fimm mínútur að kynna sér málið. Jafnvel ekki meira en þrjár mínútur. Ríkisstjórnarflokkarnir fólu sérstakri sérfræðinganefnd að yfirfara hugmyndir stjórnlaga- ráðs að nýrri stjórnarskrá. Þeir tóku hins vegar ákvörðun um að kalla fólkið í landinu til kjörfund- ar áður en sér- fræðinganefnd- in birtir álit sitt. Fólkinu er ætlað að taka ákvörð- un án þess að fá þær niðurstöð- ur. Þetta er end- urtekning á því þegar for- sætisráðherra krafðist þess af alþingismönnum fyrir rúmu ári að þeir samþykktu nýja fiskveiðilöggjöf áður en hag- fræðinganefnd ríkisstjórnarinn- ar sjálfrar birti athugun sína á efnahagslegum áhrifum henn- ar. Þegar þau áform voru stöðv- uð jafnaði utanríkisráðherra því við að komið hefði verið í veg fyrir alvarlegt umferðarslys. Það stöðumat ráðherrans er jafn gilt í dag. Athyglisvert er að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna telja rétt að taka ákvarðanir um þessi tvö stærstu mál sín áður en þær upp- lýsingar liggja fyrir sem þeir sjálfir hafa kallað eftir. Það er hins vegar rétt hjá Stjórnarskrár- félaginu að það tekur í mesta lagi þrjár til fimm mínútur að lesa þau einföldu slagorð sem auglýsingar þess og málflutningur stjórnar- þingmanna byggist á. Í slagorðunum er öllu fögru lofað. Ef einungis er ætlast til að menn taki afstöðu á þeim grund- velli er auðvelt að segja: Já. Fimm mínútna umhugsun = já ÞORSTEINN PÁLSSON Ekki er ástæða til að efast um að ríkisstjórnin vilji í raun efla lýðræðið. Verkurinn er hins vegar sá að hún treystir ekki almenn- ingi til að taka upplýsta ákvörð- un á grundvelli greininga, athug- ana og efnislegra umræðna. Hún telur að almenningur geti aðeins skilið fimm mínútna slagorða- skilaboð. Lítið er hægt að segja við því þegar forystumenn ríkisstjórnar- flokkanna telja rétt að umgangast þingmenn eigin flokka með þess- um hætti. En þegar slík fram- koma snýr að fólkinu í landinu er það móðgun og ögrun við heil- brigða skynsemi. Auðlindaákvæðið er gott dæmi. Allir flokkar á Alþingi eru fylgj- andi þeirri hugsun að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Ágrein- ingurinn snýst um hitt, hvort innan þeirra marka eigi að láta félagsleg sjónarmið eða kröfur um þjóðhagslega arðsemi ráða með hvaða hætti veiðunum er stýrt. Leggja má skatt á útgerðina út frá réttlætissjónarmiðum og deila þeim peningum svo aftur til henn- ar og þeirra byggða sem í hlut eiga út frá öðrum réttlætissjónarmið- um. Almenningur nýtur einskis af því. Talsmaður Samfylkingarinn- ar í eldhúsdagsumræðunum síðast- liðið vor fullyrti að nýja stjórnar- skrárákvæðið tryggði þess konar stjórnun og útilokaði þjóðhagslega hagkvæmni. Ef það er rétt vaknar spurningin hvort skynsamlegt er að útiloka arðbæran sjávarútveg í stjórnarskrá. Af þessu má ráða að einungis þetta eina ákvæði kallar á meir en fimm mínútna umhugsun. En þannig þarf að brjóta allar grein- ar stjórnarskrárhugmyndanna til mergjar. Slík umhugsun eykur hins vegar líkurnar á að svarið verði: Nei. Meiri umhugsun = nei Mikið hefur verið látið af því að nýju stjórn-arskrárhugmyndirn-ar tryggi mönnum réttindi af ýmsu tagi umfram það sem þekkst hefur. Þar er ekki um að ræða hefðbundnar takmark- anir á möguleikum stjórnvalda til að skerða frelsi borgaranna. Nýmælin felast í réttindum sem kalla á stórlega aukin útgjöld úr ríkissjóði. Enginn getur sagt til um hversu mikla útgjaldaaukningu nýju ákvæðin hafa í för með sér. Þegar ótakmörkuð réttindi til greiðslna úr ríkissjóði hafa verið fest í stjórnarskrá fá dómstólar endan- legt úrskurðarvald um það hvort almenn lög á því sviði fullnægi þeim og hversu mikið ríkisútgjöld- in aukast. Hitt er víst eins og nótt fylgir degi að stórhækkun skatta er óhjákvæmileg afleiðing þessara góðu nýmæla. Á öllum tímum er það höfuð- deiluefni stjórnmálanna hversu hratt á að auka ríkisútgjöld. En hvort heldur menn kjósa varkárni eða róttækni á því sviði er vara- samt að ætla dómstólum endan- legt úrskurðarvald um útgjöldin en lýðræðislega kjörnum fulltrú- um það hlutverk eitt að afla tekna á móti. Heppilegri stjórnskipan er að ábyrgð á útgjöldum og öflun tekna sé á sömu hendi. Áformin lýsa snotru hjartalagi en draga aftur á móti úr pólitískri ábyrgð og veikja lýðræðið. Er ekki ástæða til að gefa slíkri breytingu meir en fimm mínútna íhugun? Já = hærri skattar Haustdagar í Gullúrinu MjóddinniDagana 17. til 27. október 15 - 45 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FESTIN A – TISSO T – D KN Y – C A LYPSO – C A SIO G U LL – S TÁ L – PE RL U R – D EM A N TA R G eðsjúkdómar eru yfirleitt miklu meira feimnismál en aðrir sjúkdómar þótt vissulega hafi undanfarin ár dregið úr þeirri leynd og skömm sem loðað hafa við geðsjúkdóma. Talsverður hluti fólks leitar sér þó aðstoðar fagfólks vegna geðrænna kvilla einhvern tíma á lífsleiðinni og enn fleiri myndu áreiðanlega gera það ef sjúkdómurinn væri ekki það feimnismál sem hann er. Talið er að um 23% verði geðsjúkir einhvern tíma á lífsleiðinni en um 2% verða öryrkjar af völdum geðsjúkdóma. Enn eru geðfatlaðir þó tiltölulega lítt sýnilegur og þögull hópur í samfélaginu. Sem betur fer eru þó sífellt fleiri sem glíma við, eða hafa glímt við, geðsjúkdóma sem stíga fram og tjá sig um sjúkdóm sinn og aðstæður í því skyni að stuðla að umbótum í málaflokknum. Í þessari viku og þeirri síð- ustu birtist í Fréttablaðinu röð fréttaskýringa eftir Sunnu Val- gerðardóttur blaðamann þar sem fjallað var um stöðu geðfatlaðra á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í fréttaskýringunum var að allt að 20 sjúklingar væru nú fastir á Kleppi að lokinni endurhæfingu þar vegna þess að þeir hefðu í engin hús að venda heima í sínu sveitarfélagi. Ástandið varðandi búsetuúrræði er vitanlega mis- slæmt eftir sveitarfélögum en ljóst er að til eru sveitarfélög þar sem vart er hægt að hýsa geðfatlað fólk sem þarfnast stuðnings. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppi, gagnrýnir fram- göngu sveitarfélaganna í málefnum geðfatlaðra harðlega. Hann telur félagsleg úrræði skorta mjög og segir að hægt hafi á ferlinu eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríkinu til sveitarfélaga fyrir tveimur árum. Magnús Haraldsson geðlæknir bendir á að samvinna innan kerfisins hafi verið veikur hlekkur í þjónustu við geðfatlaða. Hann bendir einnig á að úrbóta sé þörf á geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslustöðva sem sé skammt á veg komin. Magnús tekur ekki fyrir að fordómar geti átt þátt í því að málaflokkurinn hafi orðið út undan víða og bendir á að fordómar gagnvart geðsjúkdómum fyrirfinnist bæði innan og utan heil- brigðis- og félagslega kerfisins. Skortur á samhæfingu og mögulegir fordómar kunna ekki góðri lukku að stýra þegar styðja á við afar viðkvæman hóp fólks. Fordómar eru afleiðing vanþekkingar. Á þetta bendir Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, en hún stýrir samfélags- teymi á vegum geðsviðs Landspítalans. Hún ítrekar nauðsyn þess að efnt verði til frekara samstarfs milli heilbrigðiskerfisins og félagslegu kerfanna í sveitarfélögunum. Þekking á geðsjúk- dómum sé til staðar innan heilbrigðiskerfisins sem hægt væri að miðla til félagslega kerfisins. Í einhverjum tilvikum gerir fjárskortur að verkum að erfitt getur reynst að bæta þjónustu. Hitt er jafnvíst að með markviss- ari vinnu og opnara hugarfari er hægt að bæta þjónustu við geð- sjúka í bata svo um munar án þess að það þurfi að fela í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Málefni geðsjúkra vilja víða verða út undan: Falinn hópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.