Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 70
KYNNING − AUGLÝSINGÚlpur & yfirhafnir LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 20126
Intersport er leiðandi sport-vöruverslanakeðja og rekur yfir 4700 verslanir í 25 löndum
víðs vegar um heim. „Fyrsta versl-
un Intersport á Íslandi var opnuð
18. apríl 1998 að Bíldshöfða 20. Sú
verslun var þá jafnframt sú fimmta
stærsta á Norðurlöndunum. Tíu
árum síðar opnaði önnur verslun
í Lindum í Kópavogi. Tvær versl-
anir opnuðu svo á landsbyggðinni
á næstu tveimur árum, 2009 á Sel-
fossi og 2010 á Akureyri,“ segir Elín
Fanney Guðmundsdóttir deildar-
stjóri hjá Intersport.
Eitthvað fyrir alla
„Við erum með ótrúlega breitt
vöruúrval og marga verðflokka.
Hér er að finna yfirhafnir fyrir alla
fjölskylduna, svo ekki þarf að fara
á marga staði til að versla nauð-
synlegan vetrarfatnað. Allir ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi; létt-
ar úlpur, dúnúlpur, regnfatnað,
skíða- og brettafatnað, útivistar-
skeljar og margt fleira.“
Hvað skiptir máli?
„Ég myndi segja að útlit og snið
skipti höfuðmáli og að flíkin veiti
skjól fyrir það tilefni sem hún skal
notuð í. Það getur eyðilagt annars
skemmtilega upplifun að klæða
sig vitlaust eða illa. Því þarf fólk
að spyrja sig að því áður en það
kaupir flík, í hvaða tilgangi og að-
stæðum hún skuli notuð. Þann-
ig er hægt að komast að því hvort
það þurfi vatns- og vindhelda flík
eða mjög hitaeinangrandi og svo
framvegis. Fatnaðurinn verður að
skýla okkur fyrir veðri og vindum
og halda okkur þurrum, en geta
jafnframt andað þegar við svitn-
um. Rennilás undir höndum á
úlpum og jökkum er til dæmis
góður eiginleiki hvað slíka öndun
snertir og mörgum finnst mikill
kostur að geta tekið hettuna af.“
Reynslumikið starfsfólk
„Hjá okkur starfar reynslumikið
sölufólk með mikla þekkingu á vör-
unum. Vegna mikillar breiddar í
vöruúrvali í okkar verslunum skiptir
gríðarlega miklu máli að umfangs-
mikil vöruþekking sé til staðar til að
geta veitt góða og faglega þjónustu.“
Mikið úrval vörumerkja
„Etirel er eitt af okkar ódýrari
merkjum, við bjóðum upp á gott
úrval af úlpum frá þeim sem eru
bæði hlýjar og vatnsfráhrindandi.
Herra- og dömuúlpurnar frá Etirel
kosta frá 17.990.
Firefly er einnig ódýrt merki sem
við bjóðum upp á; þykkar og hlýj-
ar úlpur á börn ásamt snjófatn-
aði. Við eigum flottar parka úlpur
á krakka í þremur litum sem eru á
tilboði núna á 12.990.
Didrikson er eitt vinsælasta merkið
okkar með kuldagalla, úlpur og flís-
fatnað í stærðum frá 80-130. Úlpur
og pollagalla í stærð 90-120. Didrik-
son úlpur og snjóbuxur eru líka til
fyrir skólakrakka, upp í stærð 170. Þá
erum við með eina gerð af herraúlpu
og tvær gerðir af dömuúlpum sem
eru vindheldar með öndunarfilmu.
McKinley er merki sem margir
þekkja. Virkilega flottar dúnúlp-
ur, skíðafatnaður, útivistarfatnað-
ur og skór. Við erum með frábærar
vatns- og vindheldar hlífðarbux-
ur á dömu og herra á 7.490 og flís-
peysur á herra og dömur á 4.990
svo dæmi séu tekin.
Altitude 8848 er gæðamerki í
skíðafatnaði. Vatns- og vindheld-
ar parka úlpur í herrastærðum,
Techno Stretch peysur á dömur
og herra. Vatnsheldni í Altitude
8848 vörunum er yfirleitt 10.000
millimetra.
Haglöfs er eitt af okkar bestu úti-
vistarvörumerkjum. Léttir dún-
jakkar, gönguskór, bakpokar, há-
gæða göngubuxur og tveggja laga
skeljar með allt að 30.000 milli-
metra vatnsheldni.“
Fylgihlutir
„Frá öllum þessum merkjum
bjóðum við upp á fylgihluti eins
og húfur, hanska, vettlinga, hring-
trefla, ullarsokka, þunnar lamb-
húshettur og polyester- og ullar-
nærfatnað.“
Opnunartími og aðgengi
„Mjög gott aðgengi er í verslunum
Intersports, sérstaklega í Lindum
þar sem hátt er til lofts og vítt til
veggja. Fólk í hjólastólum og for-
eldrar með barnavagna geta því
hæglega athafnað sig hjá okkur
án nokkurra vandkvæða. Næg
bílastæði er að finna við allar
okkar verslanir.“
Í Intersport að Bíldshöfða er
opið alla virka daga frá 10-19. Á
laugardögum frá 10-18 og sunnu-
dögum frá 12-18. Í Lindum er opið
alla virka daga frá 11-19. Á laugar-
dögum er opið frá 11-18 og 12-18 á
sunnudögum. Á Akureyri og Sel-
fossi er opið virka daga frá 10-18
og frá 10-16 á laugardögum.
Heimasíða og vefverslun
Á heimasíðunni www.intersport.
is eru góðar upplýsingar um allt
sem tengist íþrótta- og útivistar-
vörum. Þar er líka að finna öfluga
vefverslun með miklu úrvali sem
sendir hvert á land sem er.
Intersport með útivist á hreinu
Intersport er alþjóðlegt fyrirtæki og rekur fjórar verslanir á Íslandi. „Við erum með hágæða vetrarfatnað á hagstæðu verði á alla
fjölskylduna. Hér fæst allt sem þarf til að halda sér heitum og þurrum í hvaða veðri sem er,“ segir Elín Fanney Guðmundsdóttir,
deildarstjóri hjá Intersport.
Hjá Intersport starfar reynslumikið sölufólk með mikla þekkingu á vörunum. Elín Fanney er þar á meðal. MYNDIR/VILHELM
ETIREL ALBANY PARKA Létt vattstungin
úlpa með polyester fyllingu og hettu sem
taka má af. Hægt að draga saman í mittið.
Til í svörtu og rauðu í stærð 38-44.
DIDIRIKSON LINDSEY PARKA Létt úlpa
með þunnu loðfóðri í hettu og baki. Hægt
að draga saman í bakið. Vindheld og
vatnsfráhrindandi að 2.000 millimetrum.
MCKINLEY DENVER PARKA Dúnúlpa með 70/30
dún og 5.000 millimetra vatnsheldni. Fæst einnig
mosagræn. Stærðir S-XL.
ETIREL ANTHONY PARKA Vattfóðruð létt
herraúlpa með loðfóðraðri hettu, fæst í
stærð XS-L.