Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 10
20. október 2012 LAUGARDAGUR10 7% 20% ■ ESB: frá 1992 ■ EES: frá 1994, ESB: frá 1995 ■ ESB: frá 2004 og 2007 ■ EES: frá1994 500 milljónir manna í 30 löndum 2012 12 milljónir fyrirtækja Íb úa r Fy rir tæ ki 345 milljónir manna í 12 löndum 1992 Vöxtur innri markaðar ESB 1992 til 2012: 21 milljón fyrirtækja Árleg velta á innri markaði ESB: €€ € €€ € 2.800 milljarðar evra 800 milljarðar evra af mannkyni búa á innri markaði Evrópu. En viðskipti milli markaðarins og annarra landa sem hlutfall af milliríkjavið- skiptum á heimsvísu eru Vöruútflutningur Íslands inn á innri markað ESB/EES sem hlut- fall af heildarútflutningi landsins Sífellt meiri umsvif 29 lönd 83%65% 20111994 16 lönd 1992 2011 Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Evrópusambandið fagnaði því í þessari viku að 20 ár væru liðin frá því að innri markaði ESB var hleypt af stokkunum. Með því voru felldir niður múrar milli ríkjanna og ESB í raun skil- greint sem eitt markaðs- svæði. Ísland hefur verið þátttakandi í markaðnum frá árinu 1994 þegar samn- ingurinn um Evrópska efna- hagssvæðið tók gildi. Nokkur kaldhæðni er í því að tutt- ugu ára hátíðarhöldin fara fram í skugga alvarlegustu efnahags- lægðar í sögu sambandsins. Þrátt fyrir allt sem á hefur gengið síð- ustu ár er því ekki að neita að mikið hefur breyst á tuttugu árum. Árið 1986 náðu ríki Evrópu- bandalagsins, sem þá hét, saman um Einingarlögin svokölluðu sem ruddu brautina. Það var svo hinn 1. janúar 1993 sem landamæra- eftirliti milli hinna tólf ríkja ESB var hætt og innri markaðurinn var formlega orðin staðreynd. Þrátt fyrir að standa utan ESB nýtur Ísland að mörgu leyti góðs af þátttöku á innri markaðnum í gegnum aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu. Á þeim tíma hafa viðskipti Íslands við innri markaðinn auk- ist verulega og í fyrra nam útflutn- ingur til Evrópu 83% af heildarút- flutningi Íslands. Tækifæri Íslands á innri mark- aðinum liggja þó ekki eingöngu í viðskiptum heldur í samvinnu á mennta- og rannsóknasviðinu. Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun innri markaðarins. Fyrr í mánuðinum setti Fram- kvæmdastjórn ESB fram aðgerða- áætlun í tólf punktum til að efla vöxt, þar á meðal með bættum samgöngum og auknum tækifær- um borgara til að leita tækifæra í öðrum ríkjum. Þær aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í ár og á því næsta. Tvítugsafmæli á óvissutímum í Evrópu Aðspurð um gildi innri markaðar Evrópu fyrir íslensk nýsköpunarfyrirtæki segir Kristín Halldórsdóttir, forstöðumaður Evrópumiðstöðvar hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, að Evrópa sé alltaf fyrsta skrefið fyrir Íslendinga til að koma sér á framfæri erlendis. „Margir Íslendingar vilja sækja inn á Bandaríkja- markað sem er afar stór, en það er mjög erfitt og dýrt að komast þar inn. Leiðin til Evrópu er hins vegar bein og án hindrana og markaðurinn öflugur þar sem eru 500 milljón neytendur og mörg tækifæri.“ En eru íslensk nýsköpunarfyrirtæki dugleg við að nýta sér þau tækifæri? „Já, við byrjum jafnan á Evrópu, sérstaklega Norðurlöndunum, þegar haldið er út fyrir landsteinana. Kína og Bandaríkin eru erfiðari markaðir og fyrirtæki þurfa meiri hjálp en það er stuðningskerfi til þess hjá Enterprise Europe-verkefninu. Í því felst að tengja fyrirtæki við markaði í Kína og Bandaríkjunum, ekki bara vegna vöru- útflutnings heldur líka til að flytja út þekkingu og tækni.“ Evrópa alltaf fyrsta skrefið í útrás KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR Ásgeir H. Ingþórsson er forstöðumaður Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB hjá Háskóla Íslands. Hann segir að með aðgangi að innri markaði ESB hafi Íslendingar verið um flest fullgildir þátttakendur í innri menntamarkaði og ekki síður í rannsóknum. „Þetta sést best á þeim fjölda einstaklinga sem hafa fengið stuðning í gegnum menntaáætlunina til að sækja sér einhvers konar menntun, þjálfun eða nýja sýn,“ segir Ásgeir. Frá árinu 1995 hafa um fimmtán þúsund manns fengið styrk til að sækja menntun og fræðslu til Evrópu í gegnum menntaáætlunina, og þá eru ekki taldir með þeir sem hafi notið góðs af verkefnum óbeint og heldur ekki þeir fjölmörgu erlendu nemendur sem hafa komið hingað til lands í gegnum verkefni eins og Erasmus. „Menntaáætlunin hefur opnað dyrnar að sameigin- legum innri menntamarkaði í Evrópu. Hún hefur víkkað sýn einstaklinga og haft áhrif á þróun í einhverjum geirum og stofnunum og hefur að einhverju leyti haft áhrif á íslenska stefnumótun.“ 15.000 styrktir til náms og fræðslu erlendis ÁSGEIR H. INGÞÓRSSON Aðild að innri markaði FRÉTTASKÝRING: Innri markaður Evrópusambandsins 20 ára www.volkswagen.is Volkswagen Polo Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo - fyrir okkur öll A uk ab ún að ur á m yn d: Þ ak bo ga r Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo 1.2 bensín kostar aðeins: 2.350.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.