Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 20
20 20. október 2012 LAUGARDAGUR Slegið er á kunnuglega strengi í grein Sveins Inga Lýðssonar í Fréttablaðinu 18. október (bls. 24) og hann er ekki að vanda meðulin til að réttlæta og dásama fyrir- hugaðan nýjan Álftanesveg. Það er alltaf hvimleitt þegar greina- skrifendur rökstyðja viðhorf sín með fullyrðingum sem eru úr lausu lofti gripnar. Það er að vísu rétt hjá Sveini að bæta má öryggi Álftanesvegar og óhöpp eru tíð á ákveðnum stöðum á núverandi vegi. Upplýsingar um óhöpp sem þarna hafa átt sér stað má fá hjá Vegagerð ríkisins og þá er rétt að skoða óhöpp sem tengj- ast þeim kafla Álftanesvegar sem ætlunin er að flytja til norðurs. Mörg þeirra má rekja til þeirrar kunnu staðreyndar að veghall- inn er sums staðar ekki réttur. Ástæður þess að veghallinn er ekki eins og hann ætti að vera má rekja til þess að upphaflega var þarna malarvegur og yfir hann var á sínum tíma lögð olíumöl og seinna malbik án þess að gerðar væru nauðsynlegar endurbætur á veginum. En auðvitað hefur þetta ekk- ert með vegarstæðið að gera. Óskynsamlegur akstur veldur líka óhöppum og slysum, þarna sem annars staðar, og allt of oft er ekið greitt á milli byggða á þessum „lélega“ vegi í þeirri ungæðislegu fullvissu að ekkert hendi viðkomandi. Það er fásinna að halda því fram að nýtt vegar- stæði, eitt og sér, breyti framan- greindu. Það má jafnvel búast við að vegarbætur freisti til hraðari aksturs og því miður verða afleið- ingar óhappa því ljótari sem hrað- inn er meiri. Það er nöturleg staðreynd að hvatinn að tilfærslu Álftanes- vegar út í hraunbreiðuna er nýleg ákvörðun skipulagsyfirvalda í Garðabæ. Gefið var leyfi fyrir framkvæmdum og byggingu á fáeinum íbúðarhúsum norðan við núverandi vegarstæði. Ég vil halda því fram að þessi ákvörðun hafi í besta falli verið mistök og kann því illa þegar gömul úrelt sjónarmið sem rötuðu í aðalskipu- lag fyrir áratugum síðan um að nýta hraunið undir íbúðabyggð og nýleg ákvörðun um að framfylgja því sjónarmiði eru notuð sem rök til að réttlæta það nú að leggja stóran hluta hraunsins, sem fólk kallar í daglegu tali Gálgahraun norðan Álftanesvegar, undir hús og vegi og kalla það „Hraun- prýði“. Það er líka grátbroslegt að verða vitni að því þegar fólk heldur því blákalt fram að við val á nýju vegarstæði hafi verið sneytt hjá einstaka blettum sem sýnt hefur verið fram á að hafa sérstakt verndunargildi. Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess að í framtíðinni geti sömu aðil- ar keyrt, með hliðarúðuna nið- urdregna og spýtt í átt að t.d. eftirlætis klettamyndum meist- ara Kjarvals og síðan spýtt í frá öllu saman. Við sem viljum njóta náttúru og fegurðar án ramma mannvirkja sjáum okkar hags- muni fyrir borð borna og þykir miður að okkar sjónarmið eru ekki metin af sanngirni. Sandra Best birti nýverið grein í Fréttablaðinu sem bar heit- ið „Við eigum rétt á að vita hvers við neytum“. Þetta er rétt hjá Söndru og um það verður varla deilt, en hvað með réttar upplýs- ingar? Eigum við ekki rétt á þeim? Sandra, sem lengi hefur haft áhuga á erfðabreyttum lífverum, spyr í þessari grein sinni hvort við þurf- um að hafa áhyggjur af erfða- breyttum afurðum í matvælum? Spurningunni svarar hún játandi og rökstyður með vísan í vísinda- rannsóknir. Í lok greinarinnar segir Sandra svo: „Það er kominn tími til að stjórnvöld geri stöðv- un útiræktunar á erfðabreyttum plöntum að forgangsmáli“. Það er mikilvægt að fram fari umræða um erfðabreyttar lífver- ur og þá hvort og hvernig við vilj- um nýta þessa tækni. Gallinn er sá að Sandra fer ekki alltaf rétt með staðreyndir, hún misskilur sumt og svo endurtekur hún jafn- vel sömu rangfærslurnar. Þannig dregur Sandra upp einhliða og vill- andi mynd af flóknu efni. Málflutn- ingur af því tagi sem Sandra býður upp á boðar ekki gott, sérstaklega ekki þegar fólk tjáir sig opinber- lega og fer fram á að stjórnvöld grípi til aðgerða í kjölfarið. Þegar svo er komið hljótum við að krefj- ast þess að rétt sé farið með. Ég tek hér tvö dæmi úr grein Söndru um það hvernig hún ber á borð niður- stöður sem henni má vera fullljóst að segja í besta falli aðeins hálfa sögu. Sandra vísar í rannsókn Aris og Leblanc sem töldu sig mæla Cry1Ab próteinið í blóði (1) en um er að ræða skordýraeitur sem finnst m.a. í erfðabreyttum plöntum. Sandra hefur fjallað end- urtekið um þessa rannsókn en virð- ist jafnan gleyma veigamiklu atriði sem þó er mikilvægt að halda til haga. Aris og Leblanc notuðu nefnilega mæliaðferð sem gerir það að verkum að full ástæða er til þess að taka niðurstöðunum með fyrirvara. Aðferðin var þróuð til að mæla próteinið í plöntum en ekki í blóði og næmnin er mjög langt frá þeim gildum sem „mælast“ í blóði. Þetta er líkt og að mæla sprett- hlaup með dagatali (kannski ekki alveg en eitthvað í þá áttina) og það sjá allir að slíkt gengur ekki. Ef sannleiksást réði ferð tæki Sandra þetta fram í umfjöllun sinni. Næst nefnir Sandra nýja rann- sókn Gilles-Eric Séralini og félaga sem mikið hefur verið í fjölmiðl- um undanfarið (2). Um rannsókn- ina segir Sandra: „Mikilvægi þessarar nýju rannsóknar er ótví- rætt“. Það er reyndar ekki rétt og hafa fjölmargir vísindamenn víða um heim orðið til þess að gagn- rýna framkvæmd rannsóknar- innar, tölfræðigreiningu og túlk- un niðurstaðna. Meðal gagnrýni sem fram hefur komið er að not- aðar voru Sprague-Dawley rottur en fyrri rannsóknir hafa sýnt að hátt í 90% rotta af þessum stofni fá æxli eftir tvö ár án sérstakrar meðferðar (3, 4). Fjöldi tilrauna- dýra var fyrir neðan viðmiðunar- mörk í rannsókn sem þessari, sér- staklega í ljósi þess langa tíma sem rottunum var ætlað að lifa. Ráð- leggingar OECD eru að í langtíma- rannsóknum og rannsóknum á æxl- ismyndun séu ekki notaðar færri en 50 rottur af hvoru kyni fyrir hverja meðferð. Séralini o.fl. not- uðu aðeins 10 rottur af hvoru kyni, þ.e. fimmtung af þeim rottum sem eðlilegt hefði verið að nota. Fleira má tína til en alvarlegast er að höf- undar framkvæma ekki tölfræði- greiningar á dauða og fjölda æxla, og því er ógerlegt að vita hvort sá munur sem sýndur er sé tölfræði- lega marktækur eða tilviljun ein. Þegar við þetta bætist að aðal- höfundurinn er þekktur andstæð- ingur erfðabreyttra matvæla og hefur auk þess verið gagnrýndur fyrir tölfræðilega úrvinnslu (5) hefði Sandra mátt setja fyrirvara við oftúlkun á niðurstöðunum. En Sandra gerir ekkert slíkt. Ef nið- urstöðurnar styðja málstaðinn þá er þeim haldið á lofti gagnrýni- laust og þeim niðurstöðum sem vitna gegn málstaðnum haldið utan við umræðuna. Endurtekinn hræðsluáróður af þessu tagi hlýtur að vekja upp spurningar um hvað Söndru gangi til því ljóst er að hér virðist tilgangurinn helga meðalið óháð fyrirliggjandi upplýsingum. Almenningur og ráðamenn eiga rétt á vandaðri umræðu byggða á bestu mögulegri þekkingu í stað hræðsluáróðurs sem byggður er á endurteknum rangtúlkunum. Heimildir: (1) Aris og Leblanc, Reprod. Toxicol. 31, 528–533 (2011). (2) Séralini o.fl., Food and Chemical Toxicology, doi:10.1016/j. fct.2012.08.005. (3) Davis o.fl., Cancer Res 16, 194–197 (1956). (4) Naka- zawa o.fl., Exp. Anim. 50, 99–103 (2001). (5) www.efsa.europa.eu/en/ press/news/gmo070628.htm Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess að í framtíðinni geti sömu aðilar keyrt, með hliðarúðuna niðurdregna og spýtt í átt að t.d. eftirlætis klettamyndum meistara Kjarvals og síðan spýtt í frá öllu saman. Almenningur og ráðamenn eiga rétt á vandaðri umræðu byggða á bestu mögulegri þekkingu í stað hræðslu- áróðurs … Útlit er fyrir að flugferðum inn-anlands fækki um allt að 40% ef gildandi deiliskipulag fyrir Vatnsmýrina verður að veruleika. Þar er gert ráð fyrir að umsvif á Reykjavíkurflugvelli dragist veru- lega saman frá og með árinu 2016, en flugvöllurinn verði á brott árið 2024. Þetta eru slæm tíðindi, enda munu þessar breytingar í raun gera landsbyggðina afskekktari en ella og koma til með að bitna mjög bæði á atvinnu- og menningarlífi víða um land, að ógleymdu aðgengi að heil- brigðisþjónustu. Í nýrri og ýtarlegri skýrslu, sem unnin var af ráðgjafafyrirtæk- inu KPMG, eru rakin áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur. Þar er á það bent að ferð flugleiðina til Reykjavíkur muni að jafnaði lengjast um helm- ing, en í sumum tilfellum allt að því 70%, með tilheyrandi viðbótar- kostnaði fyrir farþega. Þetta hefur í för með sér að færri sjá sér hag í að fara flugleiðina til höfuðborgarinn- ar. Fram kemur að 85% aðspurðra telja að þeir myndu sjaldnar gera sér ferð til Reykjavíkur ef flogið væri til Keflavíkur. Þessar niðurstöður eru mikið áhyggjuefni. Minni eftirspurn hefur óhjákvæmilega í för með sér minna framboð af flugferðum. Þannig benda útreikningar KPMG til þess að flugleiðirnar til Ísafjarð- ar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja muni ekki bera nema eitt flug dag- lega miðað við áætlaða fækkun far- þega. Þar með er verulega þrengt að ferðamöguleikum fólks og dagsferð- ir t.d. útilokaðar. Í raun getur flug- leið ekki staðið undir sér í rekstrar- legu tilliti á þessum forsendum og því stöndum við frammi fyrir því að forsendur fyrir innanlandsflugi í núverandi mynd bresti. Það liggur í augum uppi að þessi öfugþróun muni hafa nei- kvæð áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja og byggðarlaga á lands- byggðinni. Fjöldi fyrirtækja treyst- ir mjög á greiðar flugsamgöngur til Reykjavíkur, enda hefur margvís- leg sérhæfð þjónusta byggst upp í höfuðstaðnum. Ef miðstöð innan- landsflugs flyst til Keflavíkur eykst rekstrarkostnaður þessara fyrir- tækja, bæði vegna beins ferðakostn- aðar og tapaðra vinnustunda, enda má gera ráð fyrir að starfsmenn, sem eiga erindi til Reykjavíkur, þurfi að dvelja þar lengur, jafnvel yfir nótt, með tilheyrandi kostnaði. Verri samkeppnisstaða getur leitt til þess að fyrirtæki flytji starfsemi sína. Við það færast störf, ekki síst hátekjustörf, frá landsbyggðinni og atvinnulíf verður einhæfara. Greiðar flugsamgöngur eru líka forsenda fyrir öflugu mennta- og menningarstarfi. Skólastofnan- ir njóta þess að geta reglulega og með tiltölulega litlum tilkostnaði nýtt starfskrafta fagfólks sem jafn- an starfar á höfuðborgarsvæðinu. Að sama skapi geta fræðimenn af landsbyggðinni tekið virkari þátt í vísindasamfélaginu. Þá má ekki gleyma því að „menningarferðir“ innanlands hafa notið vinsælda undanfarin ár. Þær hafa t.d. verið lyftistöng fyrir leikhússtarf á lands- byggðinni en jafnframt sönnun á metnaði og gæðum starfseminnar. Öflugt atvinnulíf og greiður aðgangur að þjónustu á borð við heilsugæslu, menntun og menningu eru grunnþættir sem hafa úrslita- áhrif á búsetuval fólks. Stefna í samgöngumálum hlýtur að miða að því að efla þessa þætti í byggð- um landsins og auðvelda jafnframt aðgengi landsmanna að þjónustu sem sækja þarf til höfuðborgarinn- ar. Í Reykjavík er miðja stjórnsýsl- unnar, þar er Landspítalinn, Þjóð- leikhúsið, Íslenska óperan o.s.frv. Ef Reykjavík á að standa undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna er óverjandi að hún fjarlægist lands- byggðina, líkt og raunin yrði ef áform um flutning flugvallarins úr Vatnsmýri verða að veruleika. Það væru öfugmæli og öfugþróun. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Daníel Jakobsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri í Vesturbyggð Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði Páll B. Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri Reykjavík, höfuðborg allra landsmanna? Við eigum líka rétt á réttum upplýsingum Árinni kennir illur ræðari Skipulagsmál Kristinn Guðmundsson sjávarlíffræðingur Erfðabreytt framleiðsla Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur við Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands Samgöngur Ef Reykjavík á að standa undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna er óverjandi að hún fjar- lægist landsbyggðina Rafrænt flokksval í Reykjavík Vegna vals á framboðslista til alþingiskosninga 2013 Flokksvalið fer fram dagana 16. og 17. nóvember 2012. Kjörgengir eru þeir félagar í Samfylkingunni sem eru kjör- gengir til Alþingis og fengið hafa meðmæli 30 flokksfélaga með lögheimili í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út klukkan 19.00 laugardaginn 27. október 2012. Frambjóðendur geta skilað framboði sínu til formanns kjörstjórnar með tölvupósti á steben@internet.is. Kosningarétt hafa þeir sem eru skráðir félagar í Samfylkingar- félögunum í Reykjavík þann 9. nóvember 2012. Nánari upplýsingar í síma 4142200 milli 11 og 12 daglega og á samfylking.is eða í síma 863 6436. Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.