Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 86
20. október 2012 LAUGARDAGUR54 krakkar@frettabladid.is 54 Á Vísi er hægt að horfa á mynd skreyttan upp lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. Hvað ertu gömul? Ég er 12 að verða 13 ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Rétt- arholtsskóla. Hvenær byrjaðirðu að æfa list- dans á skautum? Ég byrjaði að æfa þegar ég var 8 ára hjá Skautafélagi Reykjavíkur og hef æft þar síðan. Hvernig kom það til að þú fórst að æfa? Ég var í fótbolta og mig langaði að æfa eitthvað meira svo að ég ákvað að prófa list- skauta. Svo fannst mér líka svo gaman að skauta. Eru vinkonur þínar með þér í listdansi? Já, besta vinkona mín Þórhalla æfir með mér. Svo hef ég líka eignast margar góðar vinkonur í skautunum. Hvað æfirðu oft í viku og hve- nær? Ég æfi sex sinnum í viku. Á mánudögum, fyrir og eftir skóla á þriðjudögum, á mið- vikudögum, fimmtudögum og á sunnudögum. Hvað er skemmtilegast við æf ingarnar? Mér finnst skemmtilegast að stökkva og æfa fyrir keppnir. Hvað er erfiðast? Tvöföld stökk eru erfiðust. Hefurðu keppt í listdansi? Já, ég hef keppt oft. Ég lenti í 2. sæti á Vinamótinu á Akureyri í febrúar og ég lenti líka í 3. sæti á Kristalsmótinu í Egilshöll. Síðan lenti ég í 1. sæti á innan- félagsmóti í Laugardalnum. Hvaða önnur áhugamál áttu? Ég æfi líka fótbolta og mér finnst gaman að fara á hesta- námskeið á sumrin. Síðan finnst mér líka mjög gaman að vera með vinkonum mínum. Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Ég veit það ekki enn þá. Áttu þér uppáhaldstónlistar- mann? Já, ég hlusta á Justin Bieber og marga fleiri. Hver er uppáhaldsvikudagurinn þinn og af hverju? Uppáhalds- vikudagarnir mínir eru laugar- dagar því þá get ég sofið út. Ég var í fótbolta og mig langaði að æfa eitthvað meira svo ég ákvað að prófa listskauta. GAMAN AÐ SKAUTA Helga Lena Garðarsdóttir hefur æft listdans á skautum í nær fimm ár hjá Skauta- félagi Reykjavíkur. Helgu þykir skemmtilegast að stökkva og æfa fyrir keppnir en tvöföld stökk eru erfiðust. Helga Lena á einnig ýmis önnur áhugamál. STERK Á SVELLINU Laugardagar eru í uppáhaldi hjá Helgu Lenu Garðarsdóttur því þá getur hún sofið út. En aðra daga vikunnar er hún á skautaæfingum í Skautahöllinni í Laugardalnum þar sem myndin var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Teikningar og texti Bragi Halldórsson 14 Á leiðinni rákust þau á pappírsblað með tölustöfum og undarlegum táknum. „Hvað skyldi þetta nú vera,“ sagði Konráð. „Mér sýnist þetta vera stærð- svo það getur nú varla verið,“ sagði Konráð. „Það er nú einmitt þrautin,“ svo dæmin gangi upp? Í októberlok ár hvert er hrekkjavaka eða halloween eins og hún er kölluð á ensku. Íslendingar þekktu hátíð- ina lengi vel einkum í gegn- um bandarískar kvikmyndir en undanfarin ár hefur borið meira á því að krakkar og fullorðnir hér á landi haldi hrekkjavökupartí, klæði sig í grímubúning og bjóði upp á skrautlegar og skrímslalegar veitingar. Hrekkjavaka er 31. október ár hvert, rétt áður en allra sálna messa er sungin 2. nóvember. Í Bandaríkjunum fara krakkar á stjá á hrekkja- vöku og biðja um sælgæti klæddir í grímubúning sem helst á að minna á yfirnátt- úrulegar verur á borð við drauga, djöfla og nornir. Margir halda veislur í tilefni hrekkjavöku og þá gjarnan helgina áður en hin eigin- lega hrekkjavaka er, beri hana upp á vikudag. Hátíðinni fylgir að skreyta hús með graskerjum sem hafa verið hreinsuð að innan og skreytt andliti. Írskir og skoskir innflytjendur í Bandaríkjunum fluttu með sér siðinn en skiptu rófum út fyrir grasker sem uxu villt í Bandaríkjunum og voru bæði stærri og auðveldari í útskurði en rófurnar. Grímubúningar og grasker á hrekkjavöku ORIGAMI Á BÓKASAFNINU Félagið Origami Ísland kennir japönsk pappírsbrot og bókaverðir verða sérstaklega liprir við að finna skemmtilegar bækur á Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur á morgun klukkan þrjú. 1. Ég er ekki tré, en ber þó blöð. Ég blómstra ekki en ber þó ávöxt. Ég er safalaus þó fóðra ég þig. Ég er líflaus en þó geri ég marga ódauð- lega. Hver er ég? 2. Hvað getur svarað öllum spurningum, og það á öllum tungumálun? 3. Hver er sú sem hleypur án þess að færast úr stað, er skilin án þess að geta talað og er áberandi drukkin á hverjum degi? 4. Hver er sú ein há höll? Hefir hún mikinn grundvöll. Í henni er stólpi stór. Í þeim stólpa tólf tröppur Í hverri tröppu fjögur hreiður. Í hverju hreiðri sjö fuglar. Kallast allir sitthvað. Heita þó allir sama. 1. Bækur. 2. Bergmál. 3. Mjólk. 4. Ár, mánuðir, vikur, dagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.