Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 94
20. október 2012 LAUGARDAGUR62 lifsstill@frettabladid.is Bassaleikarinn Hólmkell Leó Aðalsteinsson skartar 30 millimetra kefli í eyrna- sneplunum og viðurkennir að móðir sín sé ekki hrifin af uppátækinu. TÍSKA „Þetta var mjög vont til að byrja með en svo venst þetta. Eyrnasneplarnir er svo teygjan- legir,“ segir Hólmkell Leó Aðal- steinsson, bassaleikari í hljóm- sveitinni Endless Dark, sem er með 30 millimetra kefli í eyrun- um, eða svokölluð „tunnel“. Hólmkell hefur vakið athygli fyrir stærð gatanna í eyrnasneplun- um enda eru þau óvenju stór. Hann kveðst oft hafa verið stoppaður úti á götu og finnur að fólk glápir á sig en kippir sér ekki mikið upp við það. Hólmkell hóf stækkunarferlið á gatinu árið 2010 með því að fá sér venjulegt gat í eyrað. „Ég byrj- aði á því að fá mér gat í eyrað og svo stækkaði ég það jafnt og þétt. Fyrstu 10 millimetrarnir voru sárs- aukafyllstir.“ Ekki þykir æskilegt að stækka gatið nema um 2 millimetra í einu og verða að líða að minnsta kosti tvær vikur á milli stækkunar. „Maður verður að leyfa bólgunni að hjaðna inn á milli því ef maður gerir það ekki þá kemur bara blóð og vesen. Þetta er þolinmæðisverk,“ segir Hólmkell og kveðst ekkert finna fyrir gatinu núna. „Þetta verður auðveldara því þyngri sem lokkarnir verða en nú er ég hætt- ur að stækka í bili. Það samt kitlar alltaf að gera gatið aðeins stærra.“ Bassaleikarinn viðurkennir að fjölskyldan sé ekki alltof hrifin af uppátækinu og þá sérstaklega móðir hans. „Ég var með útstæð eyru sem barn og fór í aðgerð til að laga það á sínum tíma. Mömmu finnst synd að ég skuli vera að eyðileggja á mér eyrun.“ Hólmkell þarf einmitt að fara í lýtaaðgerð til að laga gatið ef hann ákveður að fjarlægja keflið úr eyranu í framtíðinni. „Það fer náttúrulega eftir því hvað maður tekur sér fyrir hendur í framtíð- inni en ég held að ég láti nú laga á mér eyrum eftir svona tíu ár eða þegar ég verð pabbi.“ alfrun@frettabladid.is Maður verður að leyfa bólgunni að hjaðna inn á milli því ef maður gerir það ekki kemur bara blóð og vesen. Þetta er þolinmæðis- verk. HÓLMKELL LEÓ AÐALSTEINSSON BASSALEIKARI ENDLESS DARK EYRNASNEPLARNIR TEYGJANLEGIR EKKI VONT LENGUR Bassaleikarinn Hólmkell Leó Aðalsteinsson er með 30 millimetra kefli, eða „tunnel“ í eyrunum sem hefur vakið athygli vegna stærðarinnar en hann skartar einnig um tuttugu húðflúrum víðs vegar um líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PRÓSENT AF TRÖNUBERJUM eru notuð í matarframleiðslu en berin þykja oft of römm til að borða ein og sér. Trönuber innihalda mikið af C-vítamíni og steinefnum og þykja sérstaklega góð gegn blöðrubólgu. 95 TÍSKA Grace Coddington, list- rænn stjórnandi hjá bandaríska Vogue, hefur ritað sjálfsævi- sögu sem bókaforlagið Random House gefur út þann 20. nóvem- ber. Í bókinni segir Codding- ton meðal annars frá árunum sem hún starfaði sem fyrirsæta. Móðir hennar var vön að klippa út myndir sem hún hélt að væru af dóttur sinni en voru í raun af öðrum fyrirsætum. „Þegar ég leiðrétti hana sagði hún aðeins: „Nú jæja. Þetta er falleg mynd þrátt fyrir það,“ og svo setti hún myndina aftur í úrklippubókina.“ Coddington er mikill kattavin- ur og tileinkaði hún köttum heil- an kafla í bókinni, þar á meðal Choupette, kettlingi hönnuðarins Karls Lagerfeld. Talið er að Ran- dom House hafi keypt útgáfurétt bókarinnar á litlar 150 milljónir króna. Heill kafli um ketti SEGIR FRÁ Grace Coddington skrifar ævisögu sína. Bókin er væntanleg í nóvember. NORDICPHOTOS/GETTY PHEED Samskiptavefurinn hefur laðað að sér margar stjörnur. TÆKNI Samskiptavefurinn Pheed hefur laðað að sér margar stjörnur aðeins einni viku eftir að hann fór í loftið. Paris Hilton, Miley Cyrus, Chris Brown og Slash eru á meðal þeirra sem nota vefinn. Þar geta meðlimir rukkað fyrir aðganginn að síðunni sinni, annað hvort með áskrift eða með því að rukka fyrir staka viðburði. Þeir sem nota Pheed geta sett inn texta, myndir, myndbönd og tónlist inn á síðuna sína og jafnvel beinar útsendingar. „Að láta fólk borga ákveðna upphæð fyrir mynd- band eða lag er orðið frekar úrelt. Samskiptamiðlar í dag snúast um að selja hluta af lífi fólks,“ sagði einn af stofnendum síðunnar, O.K. Kobo, í samtali við The Telegraph. Stjörnur nota Pheed HREINLÆTI 33% karlmanna og 20% kvenna þvo sér ekki um hendurnar eftir að hafa lokið sér af á sal- erninu ef marka má könnun sem pappírsfyrirtæk- ið SCA framkvæmdi á landsvísu í Bandaríkjunum. Enn færri karlmenn reyndust þvo sér um hendurnar eftir að hafa hnerrað, hóstað eða meðhöndlað sorp. Handþvottur er þó afar nauðsynlegur. Það að skella sápu á hendurnar og smeygja þeim undir vatnsbunu í 20 sekúndur minnkar hættu á að dreifa sjúkdómum á við niðurgang og lungna- bólgu. Auk þess dregur það úr líkum á sýkingu í húð og augum og áhættu á innvortis ormum eða flensu. Rannsóknir hafa meira að segja leitt í ljós að reglulegur handþvottur hefur haft áhrif á alnæmissjúklinga og hjálpar þeim að halda betri heilsu. Handþvottur nauðsynlegur 1. Settu sápu á hendurnar og stingdu þeim undir vatn. Það má vera hvort heldur sem er, heitt eða kalt. 2. Nuddaðu höndunum saman í 20 sekúndur. Passaðu að nudda alla hluta handar- innar, líka á milli fingranna og handar- bakið. 3. Skolaðu hendurnar vel undir vatns- bununni. 4. Þurrkaðu hendurnar með hreinu hand- klæði eða bréfi. HVERNIG Á AÐ ÞVO HENDUR MIKILVÆGT Rann- sóknir sýna að alltof margir yfirgefa salernið án þess að þvo sér um hendurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.