Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 34
20. október 2012 LAUGARDAGUR34 J æja strákar, segið mér nú frá plötunni, er hún jafn góð og Undraland? Valdimar: Hún er miklu betri (hlær). Þetta er ekki nein systurplata Undra- lands heldur stendur hún alveg sjálf og er uppfull af nýjum hugmyndum. Ásgeir: Það er meira að gerast á þessari og alls konar tilrauna- starfsemi í gangi. Ég tók mér kannski heilan dag í að taka upp 30 sekúndur, eða bara þar til ég var fullkomlega sáttur við hljóminn. Það var hægt núna því við unnum hana svo mikið sjálfir og þurftum minna að vinna eftir klukkunni. Hún er sem sagt heimatilbúin að miklu leyti? Ásgeir: Já, við tókum hana mikið til upp sjálfir og sömdum hana alla. Núna var síðasta plata öll á íslensku og þessi er það líka. Eruð þið ekkert að eltast við heimsfrægð? Ásgeir: Jú, jú, við héldum bara að við gætum orðið frægir á íslensku. Valdimar: Já, fyrst Sigurrós gat það sáum við ekkert því til fyrir- stöðu að við gætum það líka. Við erum samt smám saman að átta okkur á að við erum ekki Sigurrós. Ásgeir: Það kemur að því að við reynum við útlönd. Við erum bara ekki búnir að ákveða hvenær eða hvernig enn þá. Þið hafið ekkert haft áhyggjur af ruglingi með að nefna bandið í höf- uðið á aðalsöngvaranum? Ásgeir: Mér fannst þetta rosa- lega hnyttið og skemmtilegt til að byrja með, en svo varð þetta bara vesen. Þegar við fórum að velta upp nöfnum fór ég að hugsa um þessi keflvísku bönd sem hafa verið að gera það gott, Hljómar og Hjálmar, og sá að þessi -mar end- ing var greinilega að gera sig. Okkur fannst Valdimar því augljóst val. Við höfum held ég sannað enn og aftur að þessi ending virkar vel fyrir okkur Keflvíkingana. Valdimar: Þá erum við búnir að Valdimar var augljóst val Hljómsveitin Valdimar gefur út sína aðra breiðskífu, Um stund, á miðvikudaginn en hún kom í forsölu á netinu á fimmtudag. Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar, og Ásgeir Aðalsteinsson gítarleikari settust niður með Tinnu Rós Steinsdótt- ur og fóru yfir nýju plötuna og breytingarnar sem hafa orðið frá því að fyrsta plata þeirra, Undraland, kom út fyrir tveimur árum. VINIR FRÁ ÞVÍ Í GRUNNSKÓLA Þeir Valdimar og Ásgeir hafa verið vinir frá því í grunnskóla. Þeir félagar sömdu bróðurpartinn af nýju plötunni, Um stund, sem er öll samin af hljómsveitinni sjálfri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VALDIMAR Hljómsveitin Valdimar samanstendur af sex manns, þeim Högna Þorsteinssyni gítarleikara, Kristni Evertssyni hljómborðsleikara, Valdimar Guðmundssyni söngvara, Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Þorvaldi Halldórssyni trommara og Guðlaugi Guðmundssyni bassaleikara. Söngvarinn Valdimar segist ekki muna til þess að hafa nokkurn tíma verið grannur. Það var eftir að hann sá sjálfan sig í þættinum Hljómskálanum á RÚV að hann segist hafa áttað sig á hversu feitur hann var orðinn og ákvað í kjölfarið að gera eitthvað í sínum málum. 210 kíló Valdimar var orðinn 210 kíló um áramótin en hefur nú misst rúm 30 kíló. Hann segist enn eiga langt í land en vonast til að komast í kjör- þyngd einn daginn. „Ég er ekkert að stressa mig á neinni tölu eða tíma þó ég sé kannski með ein- hver ímynduð markmið sem væri gaman að ná. Þetta snýst að svo miklu leyti um viðhorfsbreytingu.“ Skynsemiskúrinn Aðspurður hvaða leiðir hann noti til að léttast segist hann vera á skynsemiskúrnum. „Ég byrjaði á að kaupa mér minna nammi, svo hætti ég að drekka Pepsi Max og tók þetta bara í skrefum.“ Valdimar fær í dag aðstoð frá Íslensku vigtarráðgjöfunum og borðar mat frá heilsustaðnum Karma í Keflavík. Þar að auki byrjaði hann í einka- þjálfun fyrir tveimur mánuðum. Má ekki stoppa „Þó ég sé vissulega búinn að ná ágætis árangri þá á ég ennþá slatta eftir. Það þýðir ekkert að hætta núna og fara að hreykja sér yfir árangrinum þegar þetta er bara rétt að byrja,“ segir Valdimar og segist í raun bara vera farinn að haga sér eins og venjulegur maður. „Þetta eru engin geimvísindi, maður borðar bara minna en maður brennir. Þó það sé kannski erfiðara en það hljómar.“ 30 kíló farin en enn langt í land leka leyndarmálinu og nú fara öll bönd frá Keflavík að heita nafni sem endar á -mar, vel gert Ásgeir. Já, samkeppnin fer kannski að aukast í kjölfarið. En þið hafið nú náð ágætis stöðu á markaðnum á þessum tveimur árum. Þegar Undraland kom út þekktu ykkur fáir, en aðra sögu er að segja í dag. Er öðruvísi að standa í plötuútgáf- unni núna en það var síðast? Valdimar: Það er auðvitað tölu- vert auðveldara að koma sér á framfæri núna. Síðast vissi enginn hverjir við vorum og því enginn að bíða eftir plötunni. Ásgeir: Núna getum við sent fólki póst og sagt „Hey, við vorum að gefa út plötu, finnst þér það ekki merki- legt“ – og þeim finnst það raunveru- lega merkilegt. Valdimar: Þetta var meira puð síðast. Ég man að Ágúst Bogason var fyrstur til að gefa okkur séns. Þegar X-ið fór svo að spila lagið Yfirgefinn á fullu og ég söng í Okkar eigin Ósló fór þetta að ger- ast fyrir alvöru. Ætli við getum ekki þakkað Memfismafíunni velgengn- ina að einhverjum hluta. Hljómsveitin hefur líka breyst á síðustu tveimur árum og nýr með- limur bæst í hópinn, ekki satt? Valdimar: Jú, jú, við erum orðnir sex núna. Þegar Ásgeir fór út fengum við Högna inn í afleysingar. Svo fannst okkur hann bara svo skemmtilegur gaur að við gátum ekki hugsað okkur að láta hann fara þegar Ásgeir kom aftur. Ásgeir: Já, hann er ekkert spes gítarleikari, bara svo skemmti legur gaur. (hlær) Valdimar: Hann er sólargeislinn okkar. Ásgeir: Á þessari plötu tókum við svo öll lögin upp með tveimur gíturum svo ég neyddist til að flytja heim svo við þyrftum ekki að finna annan staðgengil. Ætlið þið að fylgja plötunni eitt- hvað eftir? Ásgeir: Já, við verðum með hlust- unarpartí á Faktorý á þriðjudag- inn, verðum fyrir norðan um næstu helgi og fyrir austan helgina eftir það. Svo verðum við að spila heilan helling á Airwaves og verðum með útgáfutónleika í Gamla bíói 16. nóvember. Valdimar: Svo er ég einn af gest- unum í Jólagestum Björgvins í ár, svo það er nóg fram undan. En að lokum, eigið þið ykkur uppáhaldslag á plötunni? Valdimar: Ég er alltaf að skipta um skoðun hvaða lag það er, þetta er svo góð plata. Titillag plötunnar, Um stund, er samt í mestu uppáhaldi hjá mér núna. Lagið hans Ásgeirs. Ásgeir: Oh, en fallegt. Ætli ég verði þá ekki að velja eitt af þínum lögum (hlær). Nei, það vill reyndar svo til að Valdimar á mitt uppá- haldslag, enda er hann uppáhalds- lagahöfundurinn minn. Það er lagið Ég man. Það er öðruvísi en hin lögin og mér þykir rosalega vænt um það. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.