Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 92
20. október 2012 LAUGARDAGUR60
➜ Sýningar
15.00 Fyrsta sam-
sýning vetrarins í
Túrbínusal Öruggs
Rýmis, Freyjugötu
19, opnar. Sýning-
in er aðeins opin
þessa einu helgi.
20 listamenn sýna
verk sín og Þór-
unn Hjartardóttir
verður með lím-
bandsinnsetningu
þar sem hún tekst á við verk listamanna
í rýminu.
20.00 Guðmundur Thoroddsen opnar
einkasýningu sína, Fornvinir, í sýningar-
rýminu Kunstschlager að Rauðarárstíg 1.
➜ Umræður
10.30 Páll Vilhjálmsson blaðamaður
verður gestur Framsóknarfélags Reykja-
víkur á opnu laugardagsspjalli að
Hverfisgötu 33. Umræðuefnið verður Er
rétt að hætta viðræðum og kjósa um
ESB núna? Allir velkomnir.
14.00 Hola, félag spænskumælandi á
Íslandi stendur fyrir opnum umræðum í
Heimstorgi, Borgarbókasafni. Umræðan
fer fram á spænsku en er opin öllum.
➜ Leikrit
14.00 Ævintýri
Múnkhásens
verður sýnt í
Gaflaraleikhúsinu.
Meðal leikara eru
Gunnar Helgason
og Ágústa Eva
Erlendsdóttir.
➜ Tónlist
15.00 Leifur Gunnarsson kontrabassa-
leikari heldur eftirmiðdegistónleika í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Yfir-
skrift þeirra er Tónar og ljós og ásamt
honum koma fram þau Ingrid Örk
Kjartansdóttir og Vignir Þór Stefánsson.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
20.00 Útgáfutónleikar The Heavy
Experience verða haldnir í Aðventista-
kirkjunni í Reykjavík, Ingólfsstræti 19.
Kría Brekkan og Just Another Snake
Cult koma einnig fram. Miðaverð er kr.
2.000.
21.00 Útgáfutónleikar Jónasar Sig-
urðssonar og Lúðrasveitar Þorlákshafn-
ar verða haldnir í reiðhöll Þorlákshafnar.
Tónlistarband eldri borgara, Tónar og
Trix koma einnig fram.
21.00 Söng-
konan Elín Ey
heldur tónleika á
Ellefunni. DJ mætir
í búrið að þeim
loknum. Aðgangur
er ókeypis.
22.00 Ljótu
hálfvitarnir halda
tónleika á Café
Rosenberg. Miða-
verð er kr. 2.500.
22.00 Rusty Anderson, aðalgítarleikari
Bítilsins Sir Paul McCartney síðastliðin
ellefu ár, verður með tónleika á Græna
Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr.
3.000.
23.00 Sváfnir Sigurðarson skemmtir
á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Sunnudagur 21. október 2012
➜ Félagsvist/bridge
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
19.00 Bridge tvímenningur verður
spilaður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
15.00 Sovéska stórmyndin Anna
Karenína frá árinu 1967 verður sýnd í
MÍR, Hverfisgötu 105. Myndin er á rúss-
nesku en með enskum texta. Aðgangur
er ókeypis.
15.00 Þjóðminjasafnið sýnir kvikmynd-
ina Björgunarafrekið við Látrabjarg.
➜ Leikrit
17.00 Trúðarnir Skúli og Spæli frá
Snæfellsnesi verða með sýningu á Trúð-
leik í Gaflaraleikhúsinu.
20.00 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir
Sköllóttu söngkonuna í Gaflaraleik-
húsinu.
➜ Tónlist
13.15 Nína Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari og Ari Þór Vilhjálmsson fiðlu-
leikari spila á tónleikaröðinni Klassík
í hádeginu í Gerðubergi. Aðgangur er
ókeypis.
16.00 Útgáfutónleikar Jónasar Sigurðs-
sonar og Lúðrasveitar Þorlákshafnar
verða haldnir í reiðhöll Þorlákshafnar.
Tónlistarband eldri borgara, Tónar og
Trix koma einnig fram.
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af
hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
➜ Leiðsögn
14.00 Sigurjón Pétursson leiðir fólk
um ljósmyndasýningu sína Aðventa á
fjöllum í Þjóðminjasafninu.
14.00 Sumarliði Ísleifsson sagnfræð-
ingur leiðir gesti um sýninguna Ölvuð af
Íslandi sem nú stendur yfir í Listasafni
Íslands við Tjörnina.
15.00 Hafþór Yngvason safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur leiðir gesti um
sýninguna Hreyfing augnabliksins í
Hafnarhúsi.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 20. október 2012