Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 36
20. október 2012 LAUGARDAGUR36 Þ rír hafa hlotið fangels- isdóma fyrir afbrot tengd bankahruninu. Þessir þrír dómar eru samtals ellefu ár að þyngd og ef til vill vísbending um það sem koma skal í þeim sakamálum sem þegar hafa ratað til dómstóla og öllum þeim sem enn eru ekki komin svo langt. Það gekk ekki þrautalaust að hefja sakamálarannsóknir tengdar bankahruninu. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað með lögum í desember 2008 en fyrsta atrenna að því að ráða manneskju yfir emb- ættið bar ekki árangur. Það sótti einfaldlega ekki nokkur maður um. Þá voru góð ráð dýr; yfirvöld fóru á stúfana og fengu loks sýslumann ofan af Akranesi til að gefa kost á sér. Ólafur Þór Hauksson hét sá og hann hefur síðan verið meðal mest áberandi manna í íslensku þjóðlífi. Ólafur fékk til liðs við sig sak- sóknara og starfsfólk – ekki margt í upphafi en því hefur fjölgað gríð- arlega í nokkrum áföngum. Og stjórnvöld fengu honum til ráðgjaf- ar norsk-franska rannsóknardóm- arann Evu Joly, sem komst hálf- partinn í dýrlingatölu á Íslandi, ekki síst vegna þess hversu opin- skátt hún leyfði sér að tala um glæpina sem hún fullyrti að hér hefðu verið framdir. Rassíur, varðhöld og dómar Fimm mánuðum síðar, í maí 2009, var ráðist í fyrstu stóru aðgerðina. Leitað var á tólf stöðum og tutt- ugu voru yfirheyrðir vegna lána Kaupþings til sjeiksins Al Thani frá Katar. Það mál leiddi til ákæru í sumar. Síðan hefur hver rassían rekið aðra og varla til sá íslenski banka- og fjármálajöfur sem ekki hefur gefið skýrslu í húsakynnum embættisins. Sérstakur saksóknari hefur einnig talið nauðsynlegt að beita þvingandi úrræðum á borð við far- bann og gæsluvarðhald. Sá fyrsti sem sætti slíkri meðferð var Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sem var úrskurðaður í farbann í desemb- er 2009 vegna rannsóknar Exeter- málsins. Síðan hafa fyrrverandi hæstráðendur Kaupþings og Lands- bankans, meðal annarra, sætt varð- haldi og farbönnum. Fyrsti dómur í máli sérstaks sak- sóknara féll í fyrravor, þegar Bald- ur Guðlaugson, sem áður var einn æðsti embættismaður landsins, var dæmdur í fangelsi fyrir innherja- svik. Raunar hafa bara tvö mál embættisins verið tekin til dóms, og bæði endað með sakfellingu – það síðara þurfti reyndar kollvörp- un Hæstaréttar til. Stöndum Frökkum á sporði Embættið hefur vaxið gríðarlega. Í upphafi voru þar innan við tíu manns, en síðan hefur þeim fjölg- TÍMAMÓT Það markaði þáttaskil í starfsemi sérstaks saksóknara þegar Hreiðar Már Sigurðsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald vorið 2010 ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Þeir hafa nú báðir verið ákærðir fyrir svik og pretti í málinu kenndu við katarska sjeikinn Al Thani. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Baldur í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra, í fyrra- vor í tveggja ára fangelsi fyrir innherja- svik með bréf í Landsbankan- um. Hæstiréttur staðfesti dóm- inn. Aldrei fyrr hafði verið sakfellt fyrir innher- jasvik á Íslandi. Byrsmenn fá þungan dóm Hæstiréttur sneri í sumar dómi héraðsdóms og dæmdi Jón Þor- stein Jónsson og Ragnar Z. Guð- jónsson, fyrrverandi hæstráð- endur Byrs, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svokölluðu Exeter-máli. Örlög Styrmis Þórs Bragasonar, for- stjóra MP banka, eru enn óráðin. Ákært í Vafningsmáli Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, sem var yfirmaður í bankanum, voru í árslok 2011 ákærðir fyrir tíu milljarða lán til Milestone í svokölluðu Vafnings- máli. Al Thani-fléttan Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Ein- arsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru í sumar ákærðir fyrir 30 milljarða lán- veitingu til Ólafs og katarska sjeiksins Al Thani. Blekkingar í Existu Lýður Guðmundsson og lögmað- urinn Bjarnfreður Ólafsson voru nýverið ákærðir fyrir að borga bara milljarð, fenginn að láni, fyrir það sem þeir kölluðu fimm- tíu milljarða hlutafjáraukningu. Bankahrunið var þjóðinni og okkur öllum mikið áfall. Sumarið 2008 sýndu bankarnir góðan hagnað og töldu sig eiga rekstrarfé út árið 2009. Við höfðum fylgst með íslenskum viðskiptamönnum fara með himinskautum erlendis í fjárfestingum og séð einkaflug- vélar og glæsieignir þeirra í séð-og-heyrt-miðlum landsins. Íslenska efnahagsundrið breyttist svo í íslensku martröðina á einni nóttu. Einstaklingar áður nánast í guðatölu breyttust umsvifa- laust í skúrka og reiðin sauð niðri í þjóðinni. Um það bil 20-30 einstaklingar úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni voru stimplaðir sem sökudólgar og Rannsóknarskýrslan tók undir almannaróm og benti jafnframt á veikleika í fjármála- og stjórnkerfinu. Sérstakur saksóknari var settur á legg og hefur ekki setið auðum höndum. Fjöldi starfsmanna hefur nálgast hundraðið og málafjöld- inn mælst í tugum og fjöldi grunaðra vel á annað hundrað. Nokkrir hafa þegar verið ákærðir og dæmdir og tugir bíða enn örlaga sinna. Varla finnst nokkurt land í heiminum sem tekið hefur á kreppunni með viðlíka hætti enda á bankahrunið okkar vart sinn líka í sam- tímanum. Hugmyndafræðin sem keyrði okkur fram að hengifluginu hefur þó fengið minni athygli en efni standa til. Trúin á markaðinn frjálsa sem leiðréttir sig sjálfur og á afskiptalítið ríkisvald plægði jarðveginn fyrir ófarir okkar á sama tíma og aðgangur að lánsfé var nánast ótakmarkaður erlendis. Fjárfestar nýttu sér hið hagstæða umhverfi út í ystu æsar til ævintýralegra fjárfestinga sem hrundu síðan eins og spilaborg framan í okkur í upphafi alþjóðlegu lánsfjárkreppunnar. Barnsleg trú á yfirburði óheftrar markaðshyggju getur þó aldrei réttlætt siðlausa og saknæma háttsemi viðskiptajöfra sem reyndu hvað þeir gátu að bjarga fjármálastofnunum sínum og eigin skinni á síðustu metrum gullæðisins. Sviptivindar á alþjóðamarkaði duga heldur ekki sem afsökun. Til þess hafði verið teflt of djarft og tjón saklausra vegfarenda of stórt. Dómstólar eiga þó síðasta orðið. Von- andi verða þeir vandanum vaxnir hvernig sem fer að lokum. Sönn og sérstök sakamál Sakamál tengd bankahruninu eru orðin allnokkur og þeim á enn eftir að fjölga. Hæpið er að áætlanir sérstaks saksóknara um að þau verði öll um garð gengin í árslok 2014 standist. Þrír hafa hlotið fangelsisdóma í hrunmálum og tugur annarra ákærður. FJÖGUR ÁR FRÁ EFNAHAGSHRUNI – SJÖUNDA GREIN Stígur Helgason stigur@frettabladid.is ■ HELSTU DÓMSMÁL SÉRSTAKS SAKSÓKNARA Að loknu gullæði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur skrifar að stig af stigi og eru nú orðnir ríf- lega hundrað talsins. Eva Joly lét hafa eftir sér að embættið væri orðið jafnöflugt og franska efna- hagsbrotalögreglan í París. Áætlanir þess um útgefnar ákærur hafa hins vegar ekki geng- ið eftir. Til stóð að reyna að gefa út níu ákærur árið 2010 og 81 á árunum 2011 til 2013. Enn hefur hins vegar ekki verið ákært nema í átta málum sem tengja má banka- hruninu. Við það bætist þó fjöld- inn allur af ákærum, einkum fyrir skattalagabrot, í málum sem emb- ættið fékk í fangið þegar það sam- einaðist efnahagsbrotadeild Ríkis- lögreglustjóra. Fjöldi hrunmálanna sem er til rannsóknar hefur risið hratt og er nú yfir eitt hundrað. Bæði eru jafnan fleiri en einn sakborningur í hverju máli og margir sakborn- inganna tengjast fleiri en einu. Niðurstaðan er sú að sakborning- arnir eru líka rúmlega hundrað. Ásakanir um ofstæki og leti Embættið hefur ekki farið varhluta af gagnrýni, einkum þeirra sem sæta rannsóknum og ákærum og verjendum þeirra. Saksóknara er legið á hálsi að beita óþarfri hörku, vinna hægt miðað við mannafla, hafa ekki næga þekkingu á við- fangsefnum sínum og láta stjórn- ast af almenningsálitinu. Stór hluti gagnrýninnar hefur svo snúið að helsta þyrninum í augum þessara sömu manna: Evu Joly. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að öllum málarekstri sér- staks saksóknara vegna banka- hrunsins yrði lokið árið 2014. Það er ljóst að eigi það að takast þarf allt að ganga upp – og gott betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.