Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 102
20. október 2012 LAUGARDAGUR70
sport@frettabladid.is
RÚNAR MÁR SIGURJÓNSSON, landsliðsmaður, leikmaður Vals og leikmaður ársins í Pepsi-deildinni hjá Fréttablaðinu,
mun á næstunni æfa með danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE en þetta kom fyrst fram á Fótbolti.net. Hann gerði nýjan
þriggja ára samning við Val í fyrradag en stefnir engu að síður að því að komast að hjá erlendu félagsliði. Hallgrímur Jónasson
og Eyjólfur Héðinsson eru báðir á mála hjá SönderjyskE.
Viðhorf leik-
manna er
sérstaklega
gott og helst
að það hafi
komið mér
þægilega á
óvart.
LARS
LAGERBÄCK
LANDSLIÐSÞJÁLFARI
FÓTBOLTI Rétt rúmt ár er síðan Lars
Lagerbäck var kynntur til sög-
unnar sem nýr þjálfari íslenska
landsliðsins í knattspyrnu. Þó svo
að biðin eftir fyrsta sigrinum hafi
verið löng hefur margt jákvætt
einkennt landsliðið sem fékk til að
mynda sex stig úr fyrstu þremur
leikjum sínum í undankeppni HM
2014. Er það besta byrjun Íslands í
undankeppni stórmóts frá upphafi.
Væntingar voru því miklar
þegar sterkt lið Sviss kom í heim-
sókn. Ísland tapaði, 2-0, og von-
brigðin mikil eftir því – ekki síst
hjá landsliðsþjálfaranum sjálfum.
„Mér finnst alltaf betra að sætta
mig við tap þegar andstæðingur-
inn var án nokkurs vafa betri
aðilinn í leiknum,“ segir Lars en
Fréttablaðið ræddi við hann yfir
kaffibolla á Hótel Hilton í vikunni.
Þar býr Lagerbäck þegar hann
dvelur hér á landi. Bækistöðvarn-
ar eru heima í Stokkhólmi.
„Það tekur mig fjóra, fimm eða
sex daga til viðbótar að ná þessu
úr mér. Svo byrjar þetta aftur upp
á nýtt og við hefjum undirbúning
fyrir vináttuleikinn við Andorra,“
segir hann en Ísland mætir smá-
ríkinu úr Pýreneafjöllunum um
miðjan næsta mánuð.
Mörg stig innan seilingar
Lagerbäck segir að þó svo að
árangurinn hafi verið góður hing-
að til hafi liðið verið svo nálægt
því að gera enn betur.
„Það hefur margt jákvætt
gerst og við Heimir [Hallgríms-
son aðstoðarþjálfari] ræddum það
þegar við fórum yfir leikinn. Við
töpuðum með einu marki í vináttu-
leikjum gegn Svíþjóð og Frakk-
landi. Við höfum líka spilað við
Noreg og Sviss sem eru meðal 25
sterkustu liða heims. Við unnum
Noreg og vorum næstum því betri
aðilinn gegn Sviss,“ segir hann.
„Það er mikilvægt að koma
þeim skilaboðum til leikmanna að
við erum að færast nær markmið-
um okkar. Þessir ungu leikmenn
bæta sig með hverjum mánuði
sem líður. Ef allir halda heilsu og
við hættum að safna gulum spjöld-
um tel ég góðan möguleika á því
að safna mörgum stigum á næsta
ári.“
Leikmenn þurfa að spila meira
Ísland á ungt og efnilegt landslið
og er framtíðin björt. Lagerbäck
segir að næsta skref sé að þetta
unga lið sýni meiri stöðugleika.
„Næsta skref hjá okkur er að
spila vel í 90 mínútur. Þetta hefur
verið of kaflaskipt hjá okkur hing-
að til,“ segir hann og bendir á að
vandamálið gæti stafað af því að
of margir leikmenn í íslenska
landsliðinu eru í aukahlutverkum
í sínum félagsliðum.
„Í okkar liði eru leikmenn sem
eru ekki að spila í hverri viku
með sínum félagsliðum. Það vill
oft valda því að við erum að gera
of mikið af smávægilegum mis-
tökum sem geta reynst dýrkeypt.
Af því þurfum við að
læra. Leikmenn þurfa að
finna hvatninguna til að
standa sig vel með sínum
félagsliðum og gefa allt
í hverja einustu æfingu.
Þeir þurfa margir hverj-
ir að spila fleiri góða og
stóra leiki en þeir gera
nú.“
Ferðalögin erfið
Lagerbäck er ánægður
í starfi sínu hjá KSÍ og
segir að fátt hafi komið
sér á óvart.
„Almennt séð hefur
þetta fyrsta ár geng-
ið vel. Leikmenn hafa
hagað sér mjög fag-
mannlega og lagt mjög mikið á sig.
Viðhorf leikmanna er sérstaklega
gott og helst að það hafi komið mér
þægilega á óvart. Þeir hafa virki-
lega mikinn metnað til að standa
sig vel.“
Hann segir samstarf sitt við
aðra starfsmenn KSÍ ganga vel og
að umhverfið sé gott. Lagerbäck
starfaði lengi hjá sænska knatt-
spyrnusambandinu og svo því
nígeríska, áður en hann kom til
starfa hér á landi.
„Ég vissi fyrir fram að
fjárhagur KSÍ væri ekki
jafn mikill og í hinum
löndunum. Til að mynda
eru ferðalögin erfið
vegna þess að við höfum
ekki efni á því að taka
leiguflug beint á áfanga-
stað. Ferðalögin eru því
löng með tilheyrandi bið
á flugvöllum. En ég vissi
líka fyrir fram að það
yrði raunin.“
Ég vona að Heimir taki
við landsliðinu
Hann hefur áður greint
frá því að hann hafi tekið
að sér landsliðsþjálf-
arastarfið vegna þess
að Ísland eigi ungt og spennandi
landslið. Margir hafa bent á að það
sé raunhæft fyrir íslenska lands-
liðið að stefna á úrslitakeppni EM
2016 enda munu 24 lið taka þátt í
henni, ekki sextán eins og hefur
verið hingað til.
„Ég vona að við komumst í
úrslitakeppni HM í Brasilíu,“ segir
hann, sposkur á svip, spurður hvort
það heilli ekki að halda áfram þjálf-
un liðsins að lokinni núverandi und-
ankeppni. „Sviss er með gott lið en
við erum mjög vel staddir í barátt-
unni um annað sæti.“
Samningur Lagerbäck rennur
út í lok núverandi undankeppni
og vill hann lítið gefa út um fram-
haldið. „Ég vona bara að þessi
maður taki við – hvenær sem það
verður,“ segir hann um leið og
Heimir Hallgrímsson heilsar upp
á okkur. „Ég held að hann muni
taka við, þú mátt endilega skrifa
það.“
Hann neitar því þó ekki að það
væri spennandi tilhugsun að fá að
þjálfa þetta lið næstu árin. „Þess
vegna sagði ég já á sínum tíma.
Liðið er mjög athyglisvert og ef
allir þessir ungu leikmenn halda
áfram að spila og bæta sig verð-
ur mjög svo athyglisvert að fá að
þjálfa þetta lið eftir 2-3 ár. Við
eigum líka fleiri góða unga leik-
menn sem eru að koma upp – eins
og Aron Jóhannsson í AGF og leik-
menn úr U-17 liðinu sem keppti á
EM í vor. Ég ætla að fylgjast með
liðinu næstu árin.“
eirikur@frettabladid.is
Þurfum að spila vel í 90 mínútur
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er ánægður með sitt fyrsta ár í starfi hjá KSÍ. Hann segir að
landsliðið standi vel í baráttunni um að komast í úrslitakeppni HM 2014 og að framtíð þess sé afar björt.
HANDBOLTI Fram-stelpur eru brattar fyrir leik-
ina gegn Tertnes í Evrópukeppni félagsliða um
helgina en þeir fara fram í dag og á morgun
klukkan 16.00. Báðir leikir fara fram í Safa-
mýrinni.
„Þetta er mjög gott lið sem við erum að mæta
og við vitum að við þurfum að spila vel til að
eiga möguleika. Við höfum séð myndbönd af
leik þeirra og ég tel okkar eiga möguleika í
þessum leikjum. Ef við fáum góðan stuðning
frá okkar fólki þá held ég að við eigum enn
meiri möguleika. Stefnan er að komast áfram,“
sagði stórskytta Fram-liðsins, Stella Sigurðar-
dóttir.
Fram og Valur hafa verið í sérflokki í íslensk-
um kvennahandbolta undanfarin ár og því ekki
mikið um erfiða leiki hjá þeim. „Þar sem við
fáum ekki oft erfiða leiki er þeim mun skemmti-
legra að spila í Evrópukeppninni. Okkar lið er
komið með fína Evrópureynslu og þetta eru
skemmtilegustu leikirnir fyrir okkur.“
Stella segir að það sé öðruvísi bragur yfir
öllu í Evrópuleikjum og liðið þjappi sér betur
saman.
„Við gerum margt saman. Förum út að borða
saman og svo munu mömmurnar elda ofan í
okkur fyrir leik uppi í Fram-heimili. Það er
ekki verra að fá mömmumat fyrir leiki,“ sagði
Stella létt en stelpurnar hafa safnað peningum
fyrir þátttökunni í keppninni með því að selja
gulrætur, flatkökur og annað hefðbundið.
- hbg
Kvennalið Fram leikur tvo leiki gegn norska liðinu Tertnes Bergen um helgina í Evrópukeppninni:
Mömmurnar elda ofan í stelpurnar fyrir leik
ÆTLA ÁFRAM Stella er brött fyrir leikina um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Á HEIMAVELLI Lars Lagerbäck, fyrir miðju, stýrir hér landsliðsæfingu á Laugardalsvellinum. Hann gjóir augum til aðstoðar-
þjálfarans Heimis Hallgrímssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Lars Lagerbäck minnist reglulega á fjarveru Kolbeins
Sigþórssonar og að íslenska landsliðið sakni hans krafta.
Kolbeinn er nú frá vegna axlarmeiðsla en Lagerbäck
sagði á blaðamannafundi á dögunum að Kolbeinn hefði
burði til að verða einn besti framherji Evrópu.
„Kolbeinn er sterkur strákur. Hann er kannski ekki
sá sneggsti en hann er með mikinn styrk. En helsta
ástæðan fyrir því að ég tel að hann geti náð langt er gott
viðhorf og hversu klókur hann er í hreyfingum. Ég get
borið hann saman við Henrik Larsson því hans helsti
kostur var hvernig hann hreyfði sig og staðsetti. Kolbeinn
hefur sýnt hversu klókur hann er fyrir framan markið og
þegar menn skora jafn mikið og hann hefur gert í fáum
leikjum þá hafa þeir eitthvað sérstakt,“ segir Lagerbäck.
„Kolbeinn minnir mig á Henrik Larsson“
FÓTBOLTI Íslenskir knattspyrnu-
menn sem hafa atvinnu af sínu
fagi í Noregi eru margir hverjir
á forstjóralaunum. Norskir fjöl-
miðlar birtu yfirlit yfir laun leik-
manna í efstu deild í gær.
Veigar Páll Gunnarsson, sem
í dag leikur með Stabæk, er með
hæstu tekjurnar af íslensku leik-
mönnunum en hann var með um
4,5 milljónir kr. í laun á mánuði.
Árstekjur Veigars voru um 54
milljónir króna en hann greiddi
24,6 milljónir króna í skatt.
Engar upplýsingar liggja fyrir
um árslaun hjá Birni Bergmanni
Sigurðarsyni sem var á mála
hjá Lilleström. Björn er leik-
maður Wolves á Englandi. Stein-
þór Þorsteinsson hjá Sandnes
Ulf og Andrés Már Jóhannesson
hjá Haugesund eru ekki á þess-
um lista þar sem um er að ræða
tekjur frá árinu 2011. - seth
Tekjur íslenskra leikmanna
í efstu deild í Noregi 2011:
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann:
Mánaðarlaun 2,8 milljónir kr.
Árstekjur 33,2 milljónir kr., skattur 14,4 milljónir
Indriði Sigurðsson, Viking:
Mánaðarlaun 3 milljónir kr.
Árstekjur 35,9 milljónir kr., skattur 16,5 milljónir
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk:
Mánaðarlaun 4,5 milljónir kr.
Árstekjur 54 milljónir kr., skattur 24,6 milljónir
Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk:
Mánaðarlaun 1,3 milljónir kr.
Árstekjur 15,5 milljónir kr., skattur 6,2 milljónir
Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss:
Mánaðarlaun 1,5 milljónir kr.
Árstekjur 17,6 milljónir kr., skattur 7,4 milljónir
Pálmi Rafn Pálmason, Lilleström:
Mánaðarlaun 2,3 milljónir kr.
Árstekjur 27,5 milljónir kr., skattur 11,8 milljónir
Stefán Logi Magnússon, Lilleström:
Mánaðarlaun 1,5 milljónir kr.
Árstekjur 17,9 milljónir kr., skattur 7,2 milljónir.
Norska úrvalsdeildin:
Veigar Páll fékk
mest borgað
VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Fékk 4,5
milljónir á mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON