Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGÚlpur & yfirhafnir LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 20122
Dagblöð um alla Evrópu hafa birt myndir af Merkel í „sama“ jakkanum í flestum
mögulegum litum. Þá hefur hún
verið tekin fyrir á vefsíðum undir
orðinu: HÖRMUNG. Blöðin tengja
litaval hennar á jökkum við erindi
hennar víðs vegar um heiminn.
Þannig segir The Guardian að það
hafi ekki verið tilviljun að Angela
Merkel hafi klæðst róandi grænum
lit þegar hún hitti valdamestu menn
í Grikklandi.
„Hún er föst í ákveðnu formi frá
þýska hönnuðinum Bettina Scho-
enbach en Merkel hefur leitað til
hennar frá árinu 2005,“ segir The
Guardian.
The Wall Street Journal sá ástæðu
til að taka viðtal við Bettinu Scho-
enbach og kallar hana ráðgjafann á
bak við jakka Angelu Merkel. Scho-
enbach þykir hafa hlutlausan stíl en
hún segist skilja vel þarfir viðskipta-
vina sinna. „Sumum konum líður vel
í kynþokkafullum fatnaði í vinnunni
en aðrar velja sér þægilegan og lítt
áberandi fatnað. Það veltur á pers-
ónuleika þeirra,“ segir hún. „Að finna
rétta stílinn er ekki alltaf auðvelt en
ég er afar stolt af því að hafa hjálpað
Merkel. Þar sem hún er mjög valda-
mikil kona vekur klæðnaður hennar
að vonum athygli.“
Schoenbach nýtir sér ánægju
Merkel með jakkana en notar ný
efni og liti til að auka safn hennar,
segir blaðið. Merkel, 58 ára, klæðist
svörtum jakka í þýska þinginu, fjólu-
bláum á fundi með forseta Frakk-
lands og brúnum á leiðtogafundi ESB
í Brussel. „Fötin eru notuð í ákveðn-
um tilgangi og þau eiga að undir-
strika að þarna fer valdamikil kona.
Þegar kona kemur inn á fund og eftir
henni er tekið nær hún frekar mark-
miðum sínum,“ segir Schoenbach.
Þegar hinn frægi þýski hönnuður,
Karl Lagerfeld, var spurður um
klæðnað Merkel, svaraði hann:
„OK.“ Og bætti síðan við: „Hún ætti
þó frekar að vera í opnum jakka yfir
fallega skyrtu og sniðið á buxunum
mætti vera betra. Þýska sjónvarpið
tekur oft fram hvernig Angela Merkel
er klædd við hinar ýmsu opinberu
athafnir. Þetta hefur verið gagnrýnt
harkalega og áhorfendur fullyrða að
klæðnaðurinn væri ekki til umræðu
væri hún karlmaður.
Daily Mail segir að Angela Mer-
kel sé kona með mikið sjálfstraust
en með afar sérstakan fatastíl. Hún
kemur fram um allan heim, frá
Berlín og Brussel til Japans, Sydney
og Washington klædd þessum jökk-
um sem hún virðist svo mjög hrif-
in af, sama snið í öllum mögulegu
litum. Það er ljóst að Merkel á mikið
safn af jökkum en enn hefur engum
tekist að fá uppgefið hversu margir
eru í fataskápnum. elin@365.is
Margir litir af jökkum en eitt útlit
Klæðnaður einnar valdamestu konu heims, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur verið umtalaður á síðum margra þekktra
dagblaða. Tekið hefur verið eftir að Merkel er alltaf í beinsniðnum jakka með þremur tölum að framan og hún á þá í mörgum litum.
Ljósgrænn jakki í Aþenu þar sem Merkel
átti fund með forsætisráðherranum,
Antonis Samaras, 9. október sl.
Rauður jakki í Berlín í júní. Merkel tók þar á móti Vladimír Pútín, forseta Rússlands.
Blár jakki í Berlín í júní. Valdakona í bláu
með Jens Stoltenberg og David Cameron.
Bleikur jakki í Berlín í júlí. Þarna tók Merkel á móti
Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Taílands.
Ljós jakki í Berlín nú í október
þegar Merkel tók á móti Abrabuh
Mansur Hadi, forseta Jemens.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s 512-5432
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
HLÝTT FYRIR VOFFANA
Hundar eru ekki undan-
skildir tískunni. Stór iðnaður
er í kringum hundafatnað og
fylgihluti fyrir þá.
Sum fötin eru sérstaklega hlý
og veita gott skjól fyrir kulvísa
hunda, en smáhundum verður
fljótt kalt ef þeir eru úti í köldu
veðri. Silky terrier og chihuahua
eru dæmi um hunda sem
ágætt er að klæða í einhvern
hlífðarfatnað áður en farið er
með þá út í mikinn kulda. Ef
fólk ætlar að kaupa föt á hund
er best að taka hann með í
búðina og máta fötin til að vera viss um að
þau passi og að hundurinn sé sáttur við
að klæðast þeim.
ENDURSKINSMERKI Á HÖNDUM OG FÓTUM
Ökumaður á bíl sér dökklædda manneskju sem gengur um í myrkri án
endurskinsmerkja í 26 metra fjarlægð. Manneskja í ljósum fötum sést í 38
metra fjarlægð. Manneskja
með endurskinsmerki sést
hins vegar í 136 metra
fjarlægð. Að ofansögðu er
ljóst að endurskinsmerktur
fatnaður er gríðarlega
mikilvægt öryggistæki í
umferðinni.
Þó algengt sé að yfir-
hafnir séu með endurskins-
merkjum þá er það því miður ekki algilt. Því er þó hægt að bæta úr sjálfur
og fást ýmiss konar endurskinsmerki í flestum apótekum, stórmörkuðum
og bensínstöðvum. Þá er hægt að kaupa látlausa endurskinsborða sem
hægt er að líma á fatnað í föndur- og vefnaðarvöruverslunum. Best er að
hafa endurskinsmerki fremst á ermum eða neðarlega á buxnaskálmum.
Hreyfing handa og fóta gerir það að verkum að þannig virka þau eins og
blikkljós þegar ljós fellur á þau. Heimild: www.umferdarstofa.is