Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 76
20. október 2012 LAUGARDAGUR44
12
3
45
Þetta voru
engir hálf-
drættingar
hér á Hjarð-
arholti því
þegar Ólafur
pá lét allan
búpening
sinn í eina
röð náði sú
röð óslitið
frá Godda-
stöðum til
Hjarðarholt.
Þ
að eru mörg stór-
býli sem varða leið-
ina á Laxdæluslóðum.
Á mörgum þeirra hafa
ábúendur yfir fleiri forn-
mönnum að státa en þeim
sem koma við Laxdælasögu. Menn eins
og Snorri Sturluson og Þórólfur Mostr-
arskegg blanda sér því í söguna sem
annars er tileinkuð Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur og fóstbræðrunum Kjartani
Ólafssyni og Bolla Þorleikssyni en ein-
vígi þeirra um hjarta Guðrúnar leiddi
til dramatísks dauða Kjartans.
Sælingsdalur
Þúsund árum fyrir daga World Class
hafa Laugar í Sælingsdal verið einn
heppilegasti staðurinn til að hnykla
vöðva og auglýsa sitt líkamlega atgervi
um leið og litið var á föngulega kroppa.
Útrásavíkingarnir, stjörnulögfræð-
ingarnir og föngulegir fjölmiðlamenn
væru þar í lauginni í Sælingsdal ef
málefnum heilsu og hégóma hefði verið
eins háttað og á tímum Laxdælasögu
og nú.
Ekki skemmdi fyrir að bóndadóttirin
á bænum var hin föngulegasta og kven-
skörungur mikill. Hún væri örugg-
lega bæði í kvennalandsliðinu í knatt-
spyrnu, með vinsælan dægurmálaþátt
á Stöð 2 og virk í stjórnmálum landsins
ef hennar nyti við í dag. Þetta er hún
Guðrún Ósvífursdóttir, dóttir Ósvífurs
Helgasonar, Óttarssonar, Bjarnasonar
hins austræna, Ketilssonar flatnefs en
flatnefur sá er sá fyrsti sem nefndur
er í Laxdælu.
Blaðamaður brá tánum í gömlu
sundlaugina í Sælingsdal, en hún
var mannlaus, á meðan ungir sem
aldnir fjölmenntu í nýju sundlaugina
í Laugar skóla. Laugin er í hlíðinni svo
gott er að virða fyrir sér Hvamms-
fjörðinn úr henni. Ekki sést þó til
Hjarðarholts þar sem þeir Kjartan og
Bolli slitu barnsskónum.
Í Hvammi
Það er enginn skortur á kvenskör-
ungum í Laxdælu. Unnur djúpúðga,
sjálf ættmóðir Laxdæla, nam land í
Hvammsfirði. Hún lét reisa sér ból í
Hvammi svo blaðamaður ákveður að
taka tær úr laug, hnýta skóþveng sinn
og halda til Hjartar Sveins Sveins-
sonar, ábúanda í Hvammi.
Þegar Unnur djúpúðga var búin að
koma Ólafi feilan, sonarsyni sínum, í
hnapphelduna og halda honum brul-
laup mikið fór hún til rekkju sinnar og
sofnaði sínum hinsta svefni. Brullaup
stóðu lengi í árdaga en herleg heitunum
var þó lokið þegar blaðamann bar að
garði í Hvammi og Hjörtur tekur á
móti honum á hlaðinu. „Karl faðir
minn kunni skil á þessu öllu saman,“
segir hann þegar staðið er fyrir neðan
bæinn og horft upp í Krossgil.
En þegar talið berst að bóli Unnar
versnar í því. „Það mun hafa verið
þarna niður við ána,“ segir Hjörtur
og bendir niður í fjöru. Þar eru tóftir
nokkrar sem taldar eru vera af land-
námsbænum. „Þetta tilheyrir reyndar
ekki lengur landi Hvamms heldur
Skerðingsstaða,“ segir Hjörtur svo
ekki var hægt að biðja hann um að
leiða sig í Unnarból. En Hjörtur hefur
yfir nægum fornmönnum að státa, þótt
Unnur sé flutt í Skerðingsstaði, því í
Hvammi bjó Sturla, Hvamm-Sturla
sjálfur, og þar fæddist því Snorri
enda hefur honum verið reist fagurt
minnis merki í Hvammi. Ábúendur
á Skerðingsstöðum voru hins vegar
ekki heima þegar blaðamaður ætlaði
að biðja þá um að leiða sig til land-
námsbæjar Unnar. Ekki var því annað
að gera en halda í Hjarðarholt þar
sem Ólafur pá reisti sér bæ. Þar ólst
Kjartan sonur hans upp eins og Bolli
Þorleiksson, frændi hans og fóst bróðir,
sem síðar átti eftir að vinna dramatís-
kasta verknað Íslendingasagna með
bölvuðum Fótbít sínum.
Í Hjarðarholti
Þau Ágúst Pétursson og Björk Baldurs-
dóttir voru óvopnuð þegar blaðamann
bar að garði. Honum er boðið kaffi
inni í eldhúsi að íslenskum sið og þar
berst talið að óþokkanum Víga-Hrappi.
Hann var ódæll mjög, jafnt lífs sem lið-
inn því hann gekk aftur og gerði Ólafi
pá upphafsárin í Hjarðarholti örðug
með draugagangi sínum. Varð Ólafur
reyndar að láta grafa Víga-Hrapp upp
og brenna til að binda enda á reim-
leikana. Blaðamanni lék forvitni á að
vita hvort það hefði dugað og spurði
hvort Hrappur væri enn á ferð. „Já, já,
hann var hérna síðast í dag, við buðum
honum í kaffi,“ segir Björk og andlit-
ið dettur af blaðamanni. „Já, þetta
er hinn mesti öðlingur,“ bætir Ágúst
við. „Nú, svo við erum ekki að tala um
Víga-Hrapp?“ spyr blaða maður. „Nei,
þetta er hann Gilbert vinur okkar
Elísson,“ segir Björk. „En hann tók
sér nafnið Hrappur við fermingu og
skeytti því inn í sitt fulla nafn svo þú
sérð að við erum ekki alveg búin að
gleyma Laxdælu hér í Dalasýslu.“
„Mér finnst þó að þeir mættu láta
meira með hana,“ segir Ágúst, sem er
frá Flateyri og fékk heldur betur að
kynnast stolti Dýrfirðinga yfir Gísla
sögu Súrssonar þegar hann var við
nám í gamla Héraðsskólanum á Núpi.
Farið um Laxárdal
Eftir að hafa sötrað kaffi stingur Björk
upp á því að blaðamaður sé tekinn
með í Laxárdalsferð. Hann hnýtir því
aftur skóþveng sinn en úti á hlaði bíður
svartur og mikill jeppi sem er líklega
nútímaútgáfa af uxanum Harra sem
Ólafur pá hafði í Hjarðarholti. „Sjáðu,
þarna er Harraból, þar átti uxinn sitt
ból, hann hefur bitið þetta vel því
sprettan er alltaf góð á þessum reit,“
segir Ágúst og bendir á reit neðan við
bæinn.
Þegar komið er upp á Hjarðarholts-
hálsinn benda þau hjón á skáldaleyfi
höfundar Laxdælu. Sagt er að þeir fóst-
bræður, Kjartan og Bolli, hafi horft
agndofa frá Hjarðarholti á Guðrúnu í
lauginni sinni á Laugum. Hins vegar
sést engan veginn frá Hjarðarholti að
Laugum, hvernig sem menn bera sig
að, en höfundi er þetta fúslega fyrir-
gefið.
Ekið er á fjórhjóla Harra inn Lax-
árdalinn en þegar Goddastaðir koma
í ljós segir Björk: „Þetta voru engir
hálfdrættingar hér í Hjarðarholti því
þegar Ólafur pá lét allan búpening
sinn í eina röð náði sú röð óslitið frá
Goddastöðum til Hjarðarholts.“ Svo
snýr hún sér að bónda sínum og mælir:
„Hvað heldur þú að kindurnar okkar
næðu langt, Ágúst, ef við settum þær í
Hrappur heldur til í Hjarðarholti
Laxdæla er saga mikilla höfðingja þannig að kot eru ekki meðal þeirra staða sem koma þar mest við sögu. En hvað segja ábúend-
ur nú um þetta sögufræga fólk sem bjó á bæ þeirra fyrr á öldum og setti svip á þá Íslendingasögu sem sker sig nokkuð úr vegna
drama og riddaraskapar. Jón Sigurður Eyjólfsson tók hús á nokkrum ábúendum og heyrði til dæmis af Hrappi sem er enn á ferli.
eina röð?“ Ágústi líst ekkert á þennan
saman burð, en þó eiga þau 670 ær.
En fyrsti ábúandinn á Godda stöðum
er ekki langt undan því skammt frá
bakka Laxár er laut allmikil. „Ein-
hvers staðar í þessari laut er steinn
sem á stendur Goddi, og ártalið 930,“
segir Björk. Það er nokkuð farið að
rökkva og ekki hlaupið að því að finna
þennan stein svo haldið er fram hjá
lautinni.
Harri hinn fjórhjóla fer létt með að
koma okkur yfir ána en þá mætum við
liði miklu sem kemur ríðandi út dal-
inn. Ekki er tilefni til að grípa til vopna
því þarna er Harald Ó. Haraldsson frá
Svarfhóli á ferð með börnum sínum í
útreiðartúr. Harald hefur þó ekki alltaf
farið óvopnaður um Laxárdal því fyrir
nokkrum árum fann hann 30 sentí-
metra langan spjótsodd frá miðöldum
skammt frá Svarfhóli. Nú má líta þá
gersemi á Þjóðminjasafninu.
Þegar við ökum meðfram ánni segir
Björk: „Þú hefðir þurft að hitta á hann
pabba,“ en Baldur heitinn Þórðar-
son faðir hennar þekkti Laxdælu eins
og lófann á sér og kunni nánast sögu
hvers hóls í Laxárdalnum og víðar þar
sem sagan teygir anga sína. En eftir
því sem á leið rifjaðist meira og meira
upp í hugum þeirra hjóna. Má þar
nefna lækinn þar sem Höskuldur kom
að Melkorku á tali við Ólaf son þeirra.
Þótti þetta undrun sæta þar sem Mel-
korka átti að vera mállaus en reyndist
svo málfær mjög og konungsdóttir í
þokkabót.
Í Svínadal
Þau Hvammshjón höfðu í hyggju að
halda vestur á firði nokkrum dögum
síðar, á heimaslóðir Ágústs. Þar
með þurftu þau að aka um Svínadal
og eflaust sáu þau þá fyrir sér hvar
Kjartan ríður inn dalinn og Ósvífurs-
synir sitja fyrir honum í Hafragili
ásamt Bolla fóstbróður hans. Þau sjá
eflaust líka fyrir sér hvar Kjartan
mælir til Bolla, eftir að hafa varist
vel og vegið marga í liði þeirra Laug-
dæla, að nú skuli hann láta til sín taka
með Fótbít sinn og berjast annaðhvort
með sér eða á móti. Þeim sem lifa sig
inn í söguna vöknar eflaust um augun
þar sem þeir sjá Kjartan fyrir sér falla
dauðan í fang fóstbróður síns eftir
banasárið frá Fótbít.
Á Helgafelli
Á heimleið af Laxdæluslóðum átti
blaðamaður erindi í Stykkishólm. Á
leiðinni þangað er komið að afleggjara
að Helgafelli. Ekki var annað hægt en
gera sér leið þangað og banka upp á hjá
Hirti Hinrikssyni og spyrja um hana
Guðrúnu Ósvífursdóttur sem hvílir
þar í túninu hjá honum. Ein fleyg-
ustu orð Íslendingasagna voru mælt á
Helgafelli þegar Bolli sonur Guðrúnar
tók hús á henni og vildi gera upp ásta-
feril hennar og komast að því hverjum
hún unni mest og hún svaraði: „Þeim
var ég verst er ég unni mest.“
Synir Hjartar, þeir Óskar og Hin-
rik, voru að vinna að endurbótum á
kirkjunni á Helgafelli þegar blaða-
mann bar að garði enda undir mikilli
pressu að kristnihaldið sé með besta
móti þar sem bein hinnar rammkaþ-
ólsku Guðrúnar hvíla. Auk Guðrúnar
hvílir Ósvífur faðir hennar á Helga-
felli sem og Gestur Oddleifsson spaki
frá Haga á Barðaströnd en hann réð
draum Guðrúnar í lauginni forðum en
sú draumráðning fer eins og undir alda
í sögunni allri. En það er ekki aðeins
fjölmennt meðal framliðinna á Helga-
felli því gestkvæmt er hjá Hirti af
Guðrúnar sökum.
„Ætli það komi ekki um nokkur
hundruð manns á dag að skoða leiðið
hennar,“ segir Hjörtur. „En við fáum
enga peninga til þess að gera henni
hátt undir höfði, það þyrfti að gera
hér göngustíga og frekari merkingar
en það fæst ekkert til þess.“
Hjörtur er vissulega stoltur af sinni
fornkonu og voru þeir Óskar og Hin-
rik ekki háir í loftinu þegar þeir voru
leiddir í allan sannleika um Guðrúnu
og afdrif hennar. En þó er honum
önnur saga hjartfólgnari. „Annars er
nú Eyrbyggja okkar saga,“ segir hann.
Í henni segir að Þórólfur Mostrar-
skegg hafi lagt átrúnað á Helgafellið
sjálft, sem er norðan við bæinn, og
mátti enginn óþveginn horfa á það
enda trúði hann því að þangað myndi
hann hverfa er jarðlífi lyki. „Það er
sagt að gangi menn upp á fellið án
þess að mæla orð frá munni eða líta
aftur geti þeir farið inn í grjótbyrgið
sem er þar uppi og fengið þrjár óskir
uppfylltar.“ Hjörtur hvetur menn þó
til að hugsa sig vel um áður en þeir
ganga þegjandi á Helgafell. Það er um
að gera að vanda sig við óskirnar því
þær er aðeins hægt að fá uppfylltar í
eitt einasta sinn. Ef lesandi hefur haft
gaman af þessari grein má fullyrða að
þetta virkar ágætlega.
5
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
4
5
5
3 21
HJÓNIN Í HJARÐARHOLTI Á FJÓR-
HJÓLA HARRA Hér eru þau Ágúst
Pétursson og Björk Baldursdóttir á
Harra á leið um Laxárdal.
GAMLA LAUGIN Í SÆLINGSDAL Hér var
best að sýna sitt líkamlega atgervi og
skoða föngulega kroppa þúsund árum
fyrir daga World Class.
HJÖRTUR HINRIKSSON Á HELGAFELLI
Hann heldur sögunni um Guðrúnu vel
til haga þó Eyrbyggja sé hans saga.
MINNISVARÐI UM SNORRA
STURLUSON Skáldið hefur
stolið senunni í Hvammi enda
Unnur flutt á næsta bæ.
LEIÐI GUÐRÚNAR Á HELGAFELLI Á
Helgafelli hvílir sú sem reyndist þeim
verst sem hún unni mest.
HARALD MEÐ SPJÓTSODDINN Hvaða
kappi skyldi hafa verið búinn þessu
vopni sem Harald fann svo öldum
síðar?
Björk
Baldursdóttir,
Hjarðarholti
Snæfellsjökull
Hvammsfjörður