Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 40
20. október 2012 LAUGARDAGUR40
1. Rófusúpa með beikoni
Þessi súpa er góð bæði heit og köld.
Ef beikoninu er sleppt er gott að
bæta við aðeins meira kryddi.
900 g rófur – um 3 stk. meðalstórar
rófur
100 g pancetta/beikon
4–5 msk. ólífuolía
150 g laukur
1 l kjúklingasoð/grænmetissoð
1 tsk. kúmínfræ
40–50 ml hvítvín
½ tsk. túrmerik
¼ tsk. cayenne-pipar
½ tsk. hvítur malaður pipar
1–2 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
120 ml rjómi
stökkt beikon ef vill
1 lárviðarlauf
Skerið rófurnar í bita, veltið upp úr
ólífuolíu og stráið yfir þær örlitlu
sjávarsalti. Bakið í ofni við 180–190
gráður í 45–60 mínútur, eða þar til
þær eru farnar að taka lit og orðnar
vel mjúkar. Pancettan/beikonið er
skorið í litla bita og steikt í potti þar
til það er orðið stökkt.
Takið það úr pottinum og setjið
smátt saxaðan laukinn í pottinn.
Leyfið honum að malla á lágum hita
í beikonfitunni í 6–7 mínútur, þar til
hann er orðinn glær. Bætið hvítvíninu
í og leyfið að gufa aðeins upp áður
en soðið fer út í. Setjið loks rófurnar
út í ásamt lárviðarlaufi og svörtum
pipar. Látið malla í um 10 mínútur og
maukið síðan súpuna.
Kúmínfræin eru ristuð vel á þurri
pönnu en gætið þess að þau brenni
ekki. Þau má síðan mala í mortéli
eða hafa heil í súpunni. Hellið
súpunni aftur í pottinn, kryddið með
túrmerik, cayenne-pipar og kúmín-
fræjunum. Saltið og piprið ef þurfa
þykir. Bætið rjómanum saman við
og látið súpuna hitna að suðu.
Berið fram með stökku beikoninu og
nokkrum kúmínfræjum ofan á.
2. Rófufranskar
Rófurnar skornar niður, velt upp úr
ólífuolíu og saltaðar. Bakaðar í ofni
við 180 gráður og hrært í reglulega.
Salthnetusúpa með
norðurafrísku ívafi
Fyrir 3-4
2–3 msk. ólífuolía
200 g laukur
2 hvítlauksrif
fersk engiferrót – þumlungsstór biti
½–1 rauður chilipipar
300 g sætar kartöflur
500–600 ml kalkúnasoð/kjúklinga-
soð
400 g/1 dós tómatar
300 g hnetusmjör – gróft eða fínt
½–1 tsk. cayenne-pipar
1 tsk. kóríander
hvítur pipar
sjávarsalt
200–300 g eldaður kalkúnn/kjúk-
lingur
Skerið laukinn í þunnar sneiðar
og setjið í pott ásamt ólífuolíunni.
Látið malla í 4–5 mínútur áður en
hvítlauk, engiferrót og chilipipar
er bætt saman við, allt skal þetta
vera saxað smátt. Látið malla í 2–3
mínútur, áður en krafturinn er settur
út í ásamt tómötum, hnetusmjöri og
cayenne-pipar.
Brytjið sætu kartöflurnar
fremur smátt og bætið
þeim út í ásamt
möluðum kóríander.
Saltið og piprið.
Þegar sætu kartöfl-
urnar eru fullsoðnar
er kjötið skorið í bita og
sett saman við, súpan smökkuð til og
krydduð meira ef vill.
S
úpur eru í uppáhaldi
hjá mér og eins og
nafn bókarinnar minn-
ar gefur til kynna þá
elda ég þær allt árið
um kring og raunar
oft í miklu magni, það hentar vel
að frysta súpur og eiga þegar lít-
ill tími er til eldamennsku,“ segir
Sigurveig Káradóttir matgæðing-
ur, kokkur, bloggari og höfund-
ur. Bókin hennar, Súpur allt árið,
kom út í síðustu viku og segir Sig-
urveig viðtökurnar mjög ánægju-
legar. „Ég hef fengið mikil við-
brögð, lesendur hafa hringt í mig
og þakkað mér fyrir bókina.“ Sig-
urveig tekur gjarnan mið af hrá-
efnum árstíðarinnar þegar hún
eldar og féllst fúslega á að deila
uppskrift að rófusúpu enda rófur
ódýrt og hollt hráefni. „Ég elda oft
úr rófum, nota þær bæði sem með-
læti og uppistöðu í rétti eins og í
rófusúpunni.“ Sigurveig bjó líka
til rófufranskar en þær ber hún
ýmist fram sem meðlæti eða smá-
rétt með avókadómauki.
Súpur í uppáhaldi
Rófur eru ódýrt og gott hráefni sem meðal annars má nota í súpur með
góðum árangri segir Sigurveig Káradóttir sem eldaði dýrindis rófusúpu með
beikoni fyrir lesendur Fréttablaðsins. Hún benti Sigríði Björgu Tómasdóttur á
fleiri leiðir til að nýta hráefnið sem er ódýrt og bráðhollt. Sigurveig, sem ný-
verið gaf út bókina Súpur allt árið, gefur hér líka uppskrift að salthnetusúpu.
ELDHÚSIÐ Í UPPÁHALDI Sigurveig Káradóttir er mikið í eldhúsinu að fást við mat.
Hún heldur úti matarblogginu sigurveigkaradottir.wordpress.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
■ Ræktun á rófum hófst á megin-
landi Evrópu á 17. öld og barst
fljótlega til Norðurlanda þaðan.
Rófur eru harðgerar og náðu því
fljótlega útbreiðslu og vinsældum
á norðurhjara veraldar en þær eru
víða álitnar skepnufóður annars
staðar.
■ Rófur eru yfirleitt soðnar hér á
landi og borðaðar með til dæmis
saltkjöti eða soðnu lambakjöti.
Þær fara vel í kjötsúpu og þá er
rófustappa vel þekkt meðlæti
með sviðum svo dæmi sé tekið.
■ Rófur eru C-vítamínríkar og ríkar
að steinefnum. Þær hafa verið
kallaðar sítrónur Norðurlanda.
■ Kílóverð af rófum var 280-285
krónur við athugun í gær.
SÍTRÓNUR NORÐURLANDA ÁLITNAR SKEPNUFÓÐUR VÍÐA
1 2
Heimild:
Nanna
Rögnvaldar dóttir:
Matarást