Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGÚlpur & yfirhafnir LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 20128 Vetrarúlpurnar eru komnar í Gallerí Sautján og eru þær síðari en undanfarin ár að sögn verslunar- og rekstrar- stjórans Sylvíu Clothier Rúdolfs- dóttur. Þær ná margar hverjar niður á mið læri og eru afar klæði- legar. Þær eru teknar saman í mittið og er hægt að nota sem kápu við gallabuxur og hæla. Þær eru samt sem áður mjög hlýjar og fínar í snjókast og alls kyns úti- veru. Notagildið er því mikið. „Við erum bæði með dún úlpur og úlpur með ekta skinni. Þá erum við með aðra týpu klædda hvítri gæru sem er meira hvers- dags og flott við til dæmis buxur og New Balance- eða Dr. Mart- ins-skó. Litirnir sem ráða ríkjum eru svartur, grár, vínrauður og dökkblár,“ segir Sylvía en vín- rauða litinn segir hún afar vin- sælan þessa dagana hvort sem er í yfirhöfnum eða öðrum fatnaði. Af öðrum yfirhöfnum nefnir Sylvía að sportlegar vatteraðar úlpur í sömu litum séu væntanlegar. „Þá eigum við von á geðveikum kögurjökkum, bæði stuttum og síðum, með kögri á ermum, öxlum og baki.“ Hermannajakkar hafa notið gríðarlegra vinsælda að undanförnu en Sautján fram leiðir eigin hermannajakka sem teknir eru saman í mittið með teygju. Þá hafa hermannajakkar með leður- ermum rokið út og eru þeir upp- seldir. Sylvía segir hins vegar von á ullarjökkum með leðurermum von bráðar svo það er um að gera að fylgjast með. Úlpurnar ná niður á hné. Þær eru teknar saman í mittið og afar klæðilegar. Sylvia segir von á kögurjökkum og ullarjökkum með leðurermum innan skamms. MYND/VILHELM Það ætti að vera auðvelt að finna yfir höfn við hæfi í Smash en þar hefur úrvalið af úlpum, jökkum og vestum sjaldan verið meira. „Við erum alltaf með þessa klass- ísku Carhartt-úlpu með hettu og loðkraga. Hún er vinsælasta úlpan okkar og selst mjög vel enda bæði hlý og flott,“ segir verslunar- stjórinn Ólafur Kristinsson. Þessar úlpur fást bæði fyrir stráka og stelpur en stráka- úlpurnar koma í svörtu, gráu, kóngabláu og ljósbrúnu en stelpuúlpurnar eru svartar, rauðar og vín rauðar. Í versluninni er líka að finna nýja Carhartt-dúnúlpu sem hefur fengið góðar viðtökur. Hún fæst bæði í svörtu og her- mannagrænu. „Þá erum við með margar týpur af jökkum og meðal annars einn flís fóðraðan sem ætti að vera góður í vetur. Sömu leiðis ýmsar tegundir anorakka sem er hægt að fara í þykka peysu undir.“ Ólafur segir vestin koma sterk inn í herralínuna í vetur og fást bæði þykkar og þunnar útgáfur. Þau eru flott yfir skyrtur, peysur og hettupeysur,“ segir Ólafur. Hann segir viðskiptavini verslunarinnar vera frá tólf ára og upp úr. „Eflaust er fólk í grunn- og framhaldsskóla í meirihluta en hingað kemur líka mikið af háskólafólki og allt upp í rígfullorðið fólk enda er úrvalið breitt og höfðar til flestra.“ Mountain Coat-úlpan er flott og klæðileg. Raleigh Jacket- dúnúlpan frá Carhartt heldur svo sannarlega á eigandanum hita. Verslunarstjórarnir Aron Helgason og Ólafur Þór Kristinsson segja úrvalið af yfirhöfnum sjaldan hafa verið meira. MYND/VILHELM Hægt er að velja um dúnúlpu og úlpur með ekta skinni sem og úlpur með hvítri gæru. Hermannajakk- ar hafa verið afar vinsælir og verða það áfram. Hlýtt og klæðilegt Vetraryfirhafnirnar í Gallerí Sautján eru hlýjar en samt sem áður afar klæðilegar. Úlpurnar eru síðari en oft áður en jakkarnir verða margir með kögri og leðurermum. Hermannatískan heldur velli. Sjaldan meira úrval Yfirhafnaúrvalið hefur sjaldan verið meira í Smash. Carhartt- úlpan vinsæla fæst í nýjum litum og vestin koma sterk inn í vetur. Anchorage Parka frá Carhartt er vinsælasta úlpan í Smash. Hún er bæði til í kven- og karlkynsútgáfu. Fjólublái liturinn er vinsæll í ár en hún fæst í mörgum öðrum litum. Vestin koma sterk inn í vetur. Þessi týpa heitir Broom Vest. Bering Parka heitir þessi stórfína vetrarflík frá Car- hartt. Það er mikið úrval af jökkum í Smash. Þessi týpa heitir Hooded Sail Jac- ket.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.