Fréttablaðið - 20.10.2012, Blaðsíða 24
20. október 2012 LAUGARDAGUR24
VIÐ SJALDSÉÐAN GLUGGA Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður hefur verið með vinnustofu í verbúðunum við Grandagarð í nokkur ár. „Það er sífellt að færast meira líf hingað út á Grandann sem er alveg
frábært,“ segir Ragnheiður sem hefur opið á verslunartímum á vinnustofu sinni. „Ég er ein af fáum sem hef glugga í götuhæð á rýminu sem ég leigi, þannig að fólk sér að ég er við. Annars á fólk bara að
vera ófeimið að taka í hurðarhúnana, hér er margt á seyði bak við bláu dyrnar.“
FRAMHALD AF SÍÐU 22 Fleiri myndir á Vísi
SAKNAR NEFTÓBAKSKARLANA „Ég hef unnið hér úti á Granda síðan 1993 og breytingarnar eru
gríðarlegar. Þá var höfnin miklu stærri og Slippurinn sömuleiðis. Hér voru þá neftóbakskarlar og allt
iðandi af lífi við höfnina, ég sakna þess,“ segir Sveinn Kristján Sveinsson sem ásamt félögum sínum
hjá Brimrúnu, þeim Eiríki Þórarinssyni og Herði Vilberg, var við prófanir á gervihnattabúnaði.
YNDISLEGT Sigga Heimis hönnuður flutti vinnustofuna sína út á Grandagarð fyrir ári síðan. „Það
er frábært að vera hérna. Ég reyni að hafa opið hér hjá mér fjóra daga í viku enda gert ráð fyrir því
að starfsemin í verbúðunum sé opin gestum og gangandi. Ég er hér með sýnishorn af verkunum
mínum til sölu,“ segir Sigga sem meðal annars hefur hannað fyrir Ikea.
LÖGMÁL MARKAÐARINS
Guðlaugur Gunnarsson
hefur dagana á Fiskmarkaðn-
um við Grandagarð en hann
flytur fisk út á fiskmarkaði
í Bretlandi. „Maður græðir
stundum og tapar stundum,“
sagði Guðlaugur sem var á
þönum þegar Fréttablaðið
bankaði upp á. „Annars er
ekki meira að gerast hér á
fimmtudögum, fyrri hluti
vikunnar er fjörugri, þið
ættuð að vera á ferðinni þá.“