Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 27

Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 27
| FÓLK | 3TÍSKA HANDVERK OG HÖNNUN ■ Íslenskt handverk, listiðn- aður og hönnun verður til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 1.-5. nóvember þegar HAND- VERK OG HÖNNUN verður haldin í níunda skiptið. Á sýn- ingunni munu 57 þátttakendur sýna verk sín en þeir koma úr öllum landshlutum. Lista- mennirnir verða á staðnum á meðan sýningin stendur yfir og eins og venjulega verða fjölbreyttar vörur til sýnis, meðal annars skart úr ólíkum hráefnum, keramik, fatnaður og fleira. Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN var fyrst haldin árið 2006 og hefur verið haldin á hverju ári síðan. Aðsókn á hana hefur aukist með hverju árinu en í ár eru haldnar tvær sýningar. Framvegis verða haldnar tvær sýningar, sú fyrri á vorin og sú síðari um haustið. Meginmarkmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR er að stuðla að eflingu handverks, listiðn- aðar og hönnunar auk þess að auka skilning almennt á menn- ingarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi. Nánari upplýsingar má finna á www. handverkoghonnun.is. Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, vakti mikla athygli landa sinna þegar hún mætti í gala-kvöldverð í brúðkaupi prinsins af Lúxemborg í hálfrar milljónar króna kjól frá Pucci. Kjóllinn er dökkrauður með glitrandi mynstri. Brúðkaupið fór fram um síðustu helgi og þar var öll norska konungs fjölskyldan viðstödd fyrir utan tengda soninn, Ari Behn. Mette-Marit var með krullur í hárinu og hárspöng skreytta demöntum sem hún bar einnig í brúð- kaupi hennar og Hákonar krónprins árið 2001. Kjóllinn er dragsíður með svokölluðu hafmeyjuútliti. Þótti hún bera af öðrum prinsessum þetta kvöld. Mette-Marit hefur áður klæðst kjól frá ítalska tískufyrirtækinu Emilio Pucci. Það var Guillaume prins af Lúxemborg sem kvæntist Stéphanie de Lannoy greif- ynju frá Belgíu og voru fjöldamargir konung bornir evrópskir gestir viðstaddir. Brúðkaupið stóð yfir í tvo daga og var íburðarmikið, enda talið að það hafi kostað 500 þúsund evrur, eða 80 milljónir íslenskar. TÍSKUTÁKN ■ VAKTI ALLTAF ATHYGLI Á þeim tíma sem Jackie Kennedy gegndi hlutverki for- setafrúar Bandaríkjanna varð hún tískutákn. Hún klædd- ist aðallega hönnun eftir Givenchy, Chanel og Dior. Auk þess var hönnuðurinn Oleg Cassini vinur hennar og hann gerði fötin sem hún klæddist í kosningabaráttu eiginmanns- ins. Hún varð þekktust fyrir hatta sína, hnésíðar pilsdragtir, jakka með stuttum ermum (3/4 hluta ermum) og klassíska, erma- lausa, A-sniðna kjóla. Allar þessar flíkur höfðu varanleg áhrif á tískubransann, allt til dagsins í dag. Eftir að tímanum í Hvíta húsinu lauk breytti Jackie um stíl. Hún sást oft með klúta um höfuðið og stór, kringlótt, dökk sólgleraugu. Einnig var hún oft í ein- faldri, svartri rúllukraga- peysu og víðum buxum. Í RAUÐU Í LÚXEMBORG Því ekki að bera af? Nýtt High Impact Extreme Volume Mascara. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. Bottom Lash Mascara Long-Wearing Formula var verðlaunaður af Insiders Beauty Award 2012 gefur neðri augnhárum fullkomið útlit.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.