Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 25.10.2012, Qupperneq 52
25. október 2012 FIMMTUDAGUR36 36 popp@frettabladid.is Hann er þekktur fyrir íhug- ular kvikmyndir sem lík- legri eru til að taka á mildri miðstéttarangist en yfirvof- andi heimsendi af völdum vopnþungra hryðjuverka- manna. Sif Sigmarsdóttir tók leikstjórann Sam Men- des tali og komst að því hvers vegna hann ákvað að leikstýra nýjustu Bond- myndinni. Svarið er að finna í fylleríi. Í hlutverki sínu sem James Bond er leikarinn Daniel Craig fær um ofurmannlegar dáðir. Í nýjustu Bond-myndinni, Skyfall, sem frum- sýnd er á morgun, hristir hann af sér byssukúlurnar eins og regn- dropa og sprengir vopnlaus upp heilu óvinasveitirnar. Afrekin hafa þó fá verið jafnofurmannleg og að sannfæra Sam Mendes um að taka sér hvíld frá kvikmyndum þar sem saga og karaktersköpun eru þunga- miðjan og leikstýra eltingaleikjum og skotbardögum í Bond. „Craig er ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við teymið,“ segir Men- des, sem hefur starfað í Hollywood til fjölda ára og leikstýrt myndum á borð við American Beauty og Revolutionary Road, þar sem hann vann m.a. með þáverandi eigin- konu sinni, leikkonunni Kate Wins- let. „Ég var hrifinn af honum í Cas- ino Royale auk þess sem við erum vinir.“ Samstarfið hófst er þeir hittust í partíi. Craig hafði hvolft í sig nokkrum drykkjum þegar hann vatt sér upp að Mendes, steig gróf- lega út fyrir valdsvið sitt eins og Bond einum er lagið og hóf að reyna að sannfæra Mendes um að taka að sér leikstjórn myndarinnar. Mendes vill þó ekki meina að mikill munur sé á lögmálum Bond og annarra mynda sem hann hefur leikstýrt. „Maður þarf alltaf að tryggja að karakterarnir eigi Kallaði fram strákinn í sér SKYFALL „Ég átti líklega meiri samleið með Bond sem barn og unglingur en ég hef átt síðustu ár,“ segir Sam Mendes, leikstjóri nýjustu Bond-myndarinnar. sér tilfinningalegan veruleika. Manni þarf að þykja vænt um þá. Það er ekki hægt að ganga út frá því að áhorfendur hafi áhuga á þeim eingöngu vegna þess að þeir heita James Bond eða eru Bond- þorparar. Það þarf að réttlæta til- vist hverrar einustu persónu, sér- staklega þeirrar sem fólk telur sig þekkja best.“ Gagnrýnendur eru sammála um að Mendes setji mark sitt á Sky- fall en í myndinni er kafað dýpra í tilfinninga líf Bond en verið hefur, auk þess sem hún þykir drunga- legri en fyrri myndir. Mendes þakkar það því sem hann telur brautryðjenda verk leikstjórans Christopher Nolan, Batman-trí- lógíunni The Dark Knight. „Það gerðist eitthvað í kjölfarið á The Dark Knight þegar kom að stór- myndum. Mér fannst hún stórkost- leg. Hún var drungaleg en samt vinsæl. Vegna hennar er allt í einu orðið auðveldara að fá að fjalla um alvarleg og flókin málefni í dýrum hasarmyndaseríum.“ En Skyfall segir hann þó langt frá því að vera eintóma eymd. „Ég átti meiri samleið með Bond sem unglingur en ég hef átt síðustu ár. Við gerð myndarinnar reyndi ég því að kalla fram þrettán ára strák- inn í mér og rifja upp hvað það var sem kveikti í mér og vakti með mér spennu þegar ég var þrettán,“ segir Mendes, sem er sannfærður um að allir finni eitthvað við sitt hæfi í Skyfall. N O R D IC PH O TO S/ A FP ÁR ERU SÍÐAN hipphopp-mærin Foxy Brown var dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa, tveimur árum fyrr, slegið og sparkað í starfsfólk snyrtistofu í New York. Upphæð reiknings fyrir hand- og fótsnyrtingu var kveikjan að barsmíðunum. 6 Margir mættu til að berja nýja verslun íslenska fatamerkisins Aftur augum á þriðjudaginn. Vöruúrvalið hefur stækkað í samræmi við hús- næðið en ásamt íslenska fatamerkinu, sem er frægt fyrir að endurvinna efni, er þar einnig að finna vel valdar vörur frá erlendum hönnuðum. Búðin er til húsa að Laugavegi 39. Aftur opnar á ný AFTUR-SYSTUR Systurnar Sigrún, Hrafnhildur og Bára eru þekktar sem Aftur-systurnar en nú er það Bára sem hannar og rekur verslunina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLOTTAR Sara María og söngkonan Þórunn Antonía létu sig ekki vanta í teitið. GAMAN Beggi og Gabríela brostu til ljós- myndara. GÓÐIR GESTIR Ásta Kristjánsdóttir með syni sínum Atlas og fatahönnuðinum Munda. Í TÍSKU Dagný, Alexander og Erla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýtt fyrirframgreitt kort Þú sparar með Fékortinu Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni. Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.