Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 53

Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 53
FIMMTUDAGUR 25. október 2012 37 Taylor Swift óttast að hún muni aldrei enda í ástarsambandi sem getur varað að eilífu. Hin 22 ára söngkona, sem hefur verið með John Mayer og Jake Gyllenhaal, telur að erfitt geti verið að við- halda töfrunum í samböndum. „Fiðrildin í maganum, dag- draumarnir og ástin. Mér þykir svo vænt um þetta allt saman en ég óttast að þetta hverfi einn góðan veðurdag. Ég hef aldrei verið í löngu ástarsambandi. Þau byrja alltaf og enda svo,“ sagði Swift við The Guardian. Einnig segist hún ekki vera hrædd við að eldast og fá hrukkur. Hún leggur meiri áherslu á að vera ung í anda. „Við missum stundum tengslin við barnið í sjálfum okkur. Mér er sama þótt ég verði ekki ung að eilífu en ég vil halda áfram að vera ung í anda.“ Vill ástina að eilífu VILL MEIRI ÁST Taylor Swift leitar að hinni einu sönnu ást. NORDICPHOTOS/GETTY Breska söngkonan Adele og unn- usti hennar Simon Konecki eign- uðust son um helgina. Talsmaður Adele staðfesti gleðifregnirnar í samtali við People og segir nýbökuðu foreldrana í skýjunum yfir guttanum. Þetta er fyrsta barn parsins, en söngkonan sigursæla dró sig út úr sviðsljósinu á meðan á með- göngunni stóð. Adele bað fjöl- miðla og aðdáendur vinsamleg- ast að virða sitt einkalíf er hún opinberaði óléttuna í júní. Eitt ár er síðan söngkonan og Konecki byrjuðu saman. Eignaðist son ORÐIN MAMMA Adele eignaðist son um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY Bíó ★★★ ★★ Frankenweenie Leikstjórn: Tim Burton. Leikarar: Charlie Tahan, Winona Ryder, Catherine O‘Hara, Martin Short, Martin Landau, Robert Capron, Frank Welker og Atticus Shaffer. Það er dugnaður í Tim Burton og aðeins hálfu ári eftir Dark Shadows færir hann okkur Frankenweenie, hrollvekjandi stop- motion fjölskyldumynd í svarthvítri þrívídd. Myndina byggir hann á samnefndri stutt- mynd sinni frá árinu 1984, og segir frá Að duga eða drepast að hætti fortíðar FRANKENWEENIE „Burton vísar í gamlar skrímsla- myndir eins og hann eigi lífið að leysa og fyrir spek- inga í hryllingsfræðum er þetta þrælskemmtilegt,“ segir í gagnrýni um nýjustu mynd Tims Burton. ungum dreng sem vekur dauðan hund sinn til lífsins að hætti vísindaskáldsagna fortíðar. Þessi vandaða mynd inniheldur öll helstu höfundareinkenni leikstjórans og því ætti það ekki að koma á óvart að yngstu börnin gætu orðið skelkuð á köflum. Burton vísar í gamlar skrímslamyndir eins og hann eigi lífið að leysa og fyrir spekinga í hryllings- fræðum er þetta þrælskemmtilegt. Á köflum er samt eins og Disney (framleiðandi mynd- arinnar) hafi skipt sér of mikið af. Fyrst þeir samþykktu litleysið fannst mér ég geta átt von á hverju sem er, en Franken weenie held- ur sig mestmegnis á troðnum slóðum. Útfærsla leikbrúðanna og öll listræn stjórnun er til fyrirmyndar. Þetta þykja seint tíðindi þegar um þennan leikstjóra er að ræða, en ég hafði gaman af því að sjá glitta í grófleika hér og þar, en mér hefur þótt Burton helst til slípaður í seinni tíð. Tón- listin eftir Danny Elfman (nema hvað) olli þó vonbrigðum og líkt og þegar börn masa í kennslustund finnst mér einhver þurfa að stía þeim kumpánum í sundur. Af nokkrum minniháttar göllum var fyrir- sjáanlegur endirinn samt það eina sem angr- aði mig virkilega. Burton virtist stefna í að brjóta eina stærstu óskrifuðu reglu barna- myndanna, en sneri svo við rétt við mark- línuna. Svekkjandi. Þetta hefði getað orðið frábær mynd. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Fyndin, falleg, en skortir hugrekkið sem þarf til að verða frábær. ELDBORG HÖRPU 1. DESEMBER KL. 20:00 HOFI AKUREYRI 7. DESEMBER KL. 19:00 2.990 – 5.490 KR. UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA: MIDI.IS, HARPA.IS OG Í SÍMA. 528 5050 25% AFSLÁTTUR TIL VIÐSKIPTAVINA ÍSLANDSBANKA 5.490 KR. UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA: MENNINGARHUS.IS OG Í SÍMA 450 1000 Páll Rósinkrans Sérstakur gestur í Hörpu Sérstakur gestur í Hörpu Helga Möller Ágústa Eva Pálmi Gunnars Raggi BjarnaStefanía Svavars Unnsteinn Manuel Söngvarar sem sungið hafa inn jólin undanfarna áratugi ásamt yngri kynslóð söngvara koma saman í ógleymanlegri jólastund í upphafi aðventunnar og flytja sín uppáhalds jólalög. Hljómsveit undir stjórn hins eina, sanna Jóns Ólafssonar leikur undir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.