Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.11.2012, Qupperneq 4
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Í frétt um íslenska geitastofninn í gær var minnst á málþing um íslensku geitina. Það skal árétta að Erfðanefnd landbúnaðarins stendur fyrir þinginu, sem er haldið í Þjóðminjasafninu á morgun og hefst klukkan 13. Augu Líru eftir Evu Joly og Judith Perrignon. Æsispennandi skáldsaga úr undirheimum fjármálalífsins, þar sem Eva Joly þekkir hvern krók og kima. ÓGNVEKJANDI! SKRUDDA www.skrudda.is HALDIÐ TIL HAGA Í tilefni af frétt um nýtt vöruvalskerfi ÁTVR í Fréttablaðinu á mánudaginn vill ÁTVR koma því á framfæri að stofn- unin rekur sérstakt vefsvæði fyrir birgja þar sem allar breytingar á verklagi stofnunarinnar eru kynntar. DÓMSMÁL Einn sakborninganna tíu úr sakamálinu sem kennt er við Annþór Karlsson og Börk Birgisson hefur verið ákærður á nýjan leik, nú fyrir tvær líkams- árásir og fleiri afbrot. Maðurinn, sem er 24 ára, er ákærður ásamt Annþóri og Berki fyrir eina af líkamsárásunum þremur sem eru undir í því máli. Saksóknari fór fram á þriggja og hálfs árs fangelsi yfir honum. Í gær var svo þingfest ákæra á hendur honum fyrir að skalla tönn úr manni í Bryggjuhverfinu í fyrrasumar og ráðast á starfs- mann Lyfju eftir að hafa stolið úr versluninni. Þá er honum gefið að sök að hafa í tvígang ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn fékk árs fangelsi fyrir líkamsárás og fleira, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í febrúar síðastliðnum. - sh Tíður gestur í dómsölum: Ákærður fyrir tvö ofbeldisverk DÓMSMÁL Líkamsárásarmál frá því í maí 1997 var flutt í Hæsta- rétti í gær. Málið snýst um lík- amsárás fyrir utan skemmtistað- inn Vegas sem leiddi til dauða fórnarlambsins. Sigurþór Arnarsson var fundinn sekur um að hafa orðið manninum að bana í Hæstarétti vorið 1998 og var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hann hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi. Sigurþór taldi að brotið hefði verið gegn réttlátri málsmeðferð þar sem ekki voru teknar nýjar skýrslur af sakborningum og vitnum fyrir Hæstarétti. Hann fór með málið til Mannréttindadóm- stóls Evrópu, sem féllst á sjónar- mið hans og lagði fyrir Hæstarétt að rétta aftur í málinu. Það var gert í gær. - sh Vegas-málið fyrir Hæstarétti: Fluttu fimmtán ára gamalt mál DANMÖRK Vélhjólaglæpagengin Hells Angels og Bandidos vinna nú að því að skipta Danmörku upp í sitt hvort áhrifasvæðið. Þetta segir í frétt B.T. og er vísað til heim- ilda innan lög- reglu og gengj- anna. Lögreglan hefur höggvið stór skörð í raðir hópanna síðustu misseri með beinskeytt- um aðgerðum, en þeir bregðast nú við með því að draga úr árekstrum sín á milli með þessum hætti. - þj Vélhjólaklíkur í Danmörku: Skipta landinu upp á milli sín VÍTISENGLAR Vélhjólaklíkurnar í Danmörku hafa mátt þola ítrekuð afskipti lögreglu að undanförnu. MENNING Nýr þjóðskjalavörður Eiríkur G. Guðmundsson hefur verið skipaður í embætti þjóðskjalavarðar til næstu fimm ára. Eiríkur hefur starfað í Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 2001, lengst af sem sviðsstjóri upplýsinga- sviðs, en hann hefur verið settur þjóð- skjalavörður síðastliðið eitt og hálft ár. MENNING Hressingarhælið í Kópavogi hefur verið friðað af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Fram kemur á heimasíðu Kópavogsbæjar að þar með hafi tvö hús verið friðuð í bænum því gamli Kópavogsbærinn hafi verið friðaður í síð- asta mánuði. Bæði húsin eru á Kópavogstúni og hafa verið í mikilli niðurníðslu en bæjar stjórnin ákvað nýverið að hefja endurbætur á þeim. Á vef bæjarins segir að Kvenfélagið Hringur- inn hafi fengið landspildu úr Kópavogsjörðinni árið 1925 og reist þar vinnu- og hressingarhæli eftir uppdrætti Guðjóns Samúelssonar. Kristinn Sigurðsson múrarameistari hafi byggt húsið. Vitnað er til Húsafriðunarnefndar sem segir Hressingarhælið hafa afar mikið menningar- sögulegt gildi sem vitnisburður um framlag Hringskvenna til íslenskra heilbrigðismála og vegna starfseminnar í húsinu. „Byggingin hefur jafnframt mikið listrænt gildi sem heillegt dæmi um verk Guðjóns Samú- elssonar, eins merkasta arkitekts þjóðarinnar á 20. öld. Þá hefur byggingin einstakt sögulegt og umhverfislegt gildi fyrir Kópavogsbæ. Hælið er ein elsta og merkasta byggingin í bæjar- félaginu, sem byggðist að mestu eftir seinni heimsstyrjöld,“ segir Húsafriðunarnefnd. - gar Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra friðar annað húsið á Kópavogstúni á tveimur mánuðum: Hressingarhæli Hringsins friðað HRESSINGARHÆLIÐ Vígt árið 1926 og er með elstu húsum í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 110% leið Sértæk skuldaaðlögun Heildarkostnaður 50 milljarðar Hlutur lífeyrissjóða 460 milljónir Hlutur lífeyrissjóða 240 milljónir Heildarkostnaður 7 milljarðar ➜ Kostnaður við aðgerðir vegna skuldavanda* STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin segir hugmyndir lífeyrissjóðanna um niðurfærslu íbúðalána skuldara með veð í eignum annarra, láns- veð, ekki koma að gagni. Kostn- aður við hana myndi vart svara kostnaði miðað við hve fáir myndu njóta hennar. Fjórir ráðherrar hafa skrifað lífeyrissjóðunum bréf þar sem forysta lífeyrissjóðanna er beðin um að taka formlega afstöðu til tillagna sem fulltrúar lífeyris- sjóðanna lögðu fram, en þær má sjá hér til hliðar. Undir bréfið skrifa Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Katrín Júlí- usdóttir fjármálaráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra. „Ríkisstjórnin leggur þunga áherslu á að hægt verði að ná fram skuldaleiðréttingu fyrir þann hóp sem hér um ræðir. Það verður hins vegar ekki gert nema lífeyrissjóðirnir taki þátt í þessu mikilvæga verkefni með ríkinu,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir skrifuðu 3. des- ember 2010 undir viljayfirlýs- ingu um víðtækar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Stjórn- völd og lífeyrissjóðirnir hafa átt í viðræðum um hvernig komið verði til móts við skuldara. Eins og sést til hliðar nemur hlutur lífeyrissjóðanna í aðgerð- um vegna skuldavanda 1,23 pró- sentum. kolbeinn@frettabladid.is Ríkisstjórnin hafnar leið lífeyrissjóðanna Ríkisstjórnin óskar þess að lífeyrissjóðirnir gangi lengra í niðurfellingu skulda lánsveðslána. Segja lífeyrissjóðina hafa notið góðs af niðurfærslu Íbúðalánasjóðs og fjármálafyrirtækja. Hlutdeild sjóðanna í heildarniðurfellingu nemur 1,2%. Skuldurum, þar sem staða veðlána sem tekin voru til öflunar húsnæðis er umfram 110% af verðmæti fasteignar skuldara að teknu tilliti til lánsveða og þar sem veðsetning veðsala er umfram 95% af verðmæti fasteignar, býðst að færa skuldir sínar sem hvíla á fasteign veðsala niður að 95% af verðmæti fasteignar veðsala. Hámark niðurfellingar miðast þó við að lán skuldara að teknu tilliti til lánsveða verði a.m.k. 110% af verðmæti fasteignar hans eftir að niðurfelling hefur farið fram. Niðurfærsla skal eiga sér stað hjá þeim kröfuhafa/höfum sem eru á veðréttum umfram 95% af verðmæti eignar veðsala. Skuldarar sem eru með skuldsetningu um- fram 110% af verðmæti fasteignar að teknu tilliti til lánsveða og þar sem veðsetning veðsala er yfir 95% af verðmæti fasteignar, geta sótt um niður- fellingu um allt að fjórar m. kr. fyrir einstakling og sjö m. kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón, að uppfylltum neðangreindum skilyrðum. Tillaga lífeyrissjóðanna 4 milljónir er hámark niðurfellingar fyrir einstakling 7 milljónir er hámark niðurfellingar fyrir einstæða foreldra og pör * Hlutur lífeyrissjóðanna er 700 milljónir af 57 milljörðum, eða 1,23 prósent 224,6407 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,83 126,43 201,44 202,42 162,55 163,45 21,787 21,915 22,085 22,215 18,811 18,921 1,5365 1,5455 192,68 193,82 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 28.11.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Veðurspá Laugardagur Vaxandi SA-átt S- og V-til. FÍNT Á MORGUN Dregur heldur úr vindi og úrkomu um sunnan- og vestanvert landið er líður á daginn. Fremur hæg norðaustanátt á morgun og léttir víða til. Svalt í veðri næstu daga. 2° 10 m/s 3° 6 m/s 4° 5 m/s 6° 16 m/s Á morgun 5-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 0° -3° -2° -6° -8° Alicante Basel Berlín 16° 13° 5° Billund Frankfurt Friedrichshafen 4° 6° 3° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 4° 4° 21° London Mallorca New York 5° 18° 6° Orlando Ósló París 23° -5° 7° San Francisco Stokkhólmur 17° 2° 2° 7 m/s 2° 8 m/s -3° 5 m/s 0° 8 m/s -4° 6 m/s 0° 7 m/s -2° 4 m/s -1° -4° -1° -5° -6°
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.