Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 22

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 22
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Að halda óbreyttri stefnu Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á þriðjudag eru ekki lagðar fram neinar róttækar tillögur um breytingar á starfsemi ÍLS. Helsta nýjungin er að setja fullnustueignir inn í sérstakt félag. IFS-greining telur að leigutekjur vegna eigna þessa félags muni duga til að standa undir rekstrarkostnaði en þá á eftir að greiða fjármögnunarkostnað útlánanna sem ríkið þarf að greiða. Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður verði á bilinu einn til tveir milljarðar króna á ári. Þá var ákveðið að leggja sjóðnum til 13 milljarða króna, enda blasti við að eigið fé hans yrði uppurið í lok næsta mánaðar. Þeir koma til viðbótar 33 milljörðum króna sem hann fékk í fyrra. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði auk þess sérstakan starfs- hóp til að fara yfir framtíðarhorfur og -hlutverk sjóðsins sem á að skila áfangaskýrslu í febrúar 2013. Síðasta breytingin sem er boðuð er harðari innheimta. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að „inn- heimtuferlar verða teknir til endur- skoðunar og skuldarar hvattir til að nýta sér almenn skuldaúrræði til að koma lánum í skil“. Fjórar leiðir Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður (ÍLS) er í gjörgæslu íslenskra stjórnvalda sem halda honum lifandi með reglu- legum fjármagnsinnspýtingum. Ljóst er að taka þarf ákvörðun um framtíð sjóðsins á allra næstu misserum. Þórður Snær Júlíusson fór yfir þær leiðir sem virðast mögulegar í stöðunni. RISI Íbúðalánasjóður er langstærsti íbúðalánaveitandi á Íslandi. Skuldabréf sjóðsins eru auk þess uppistaðan á íslenska skuldabréfamarkaðnum og meirihluti þeirra er í eigu lífeyrissjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bjóða upp á óverðtryggð lán Vandamál ÍLS er það að neytendur hafa hafnað einu vörunni sem sjóðurinn býður upp á, verðtryggðum lánum. Um 70-80 prósent allra nýrra útlána bankanna eru óverð- tryggð auk þess sem því fer fjarri að ÍLS sitji einn að þeim nýju verðtryggðu lánum sem veitt hafa verið. Árið 2008 jukust útlán ÍLS um 117,4 milljarða króna. Í ár er talið að uppgreiðslur lána verði hærri en ný útlán sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið þann 14. nóvember síðastliðinn sagði Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri ÍLS, að „þegar við byrjum að bjóða óverðtryggð lán þá trúi ég að sjóðurinn nái vopnum sínum“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til handa ÍLS er sérstaklega tekið fram að ákvarðanir um veitingu óverðtryggðra lána verði teknar þegar staða sjóðsins hefur verið treyst með þeim aðgerðum sem kynntar voru. Það mun því ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta vor sem ákvörðun um málið verður tekin. Gera skuldabréfin uppgreiðanleg Í því fælist að ÍLS gæti greitt niður skuldabréfaflokka sína jafnóðum og viðskiptavinir sjóðsins borga upp lán sín hjá honum. Í skilabréfi starfshóps um stöðu og horfur um efnahag ÍLS segir að „miðað við núverandi markaðsaðstæður og ef gert er ráð fyrir að útlán sjóðsins að fjárhæð 200 ma. kr. verði greidd upp mun það kosta sjóðinn um 4 ma. kr. í tapaðar vaxtatekjur ef ekki er hægt að endurlána uppgreiðsluna á svipuðum kjörum“. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins mun verkefni starfshópsins sem skipaður verður, og á að fara yfir fram- tíðarskipulag ÍLS, aðallega snúast um að fá eigendur skuldabréfanna til að sam- þykkja skilmálabreytingar. Um 60 prósent útgáfunnar, alls um 680 milljarðar króna, eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Við- ræðurnar munu því fyrst og síðast fara fram við þá. Ef það tekst að sannfæra lífeyris- sjóðina um að taka við endurgreiðslum verður til annað vandamál. Sjóðirnir sem fá milljarða króna inn í lífeyris- greiðslum á hverjum mánuði mega bara fjárfesta innan íslensku gjaldeyris- haftanna. Fjárfestingakostir þeirra eru þegar af mjög skornum skammti. Því er afar ólíklegt að þeir gefi eftir stærsta eignaflokk sinn án þess að vera með aðra fjárfestingarmöguleika. Selja Íbúðalánasjóð Íslensku bankarnir lýstu því leynt og ljóst yfir á sínum tíma, þegar þeir hófu innreið sína á íbúðalána- markaðinn, að þeir hefðu áhuga á að kaupa ÍLS. Þeim hugmyndum hefur hins vegar alltaf verið hafnað á þeim forsendum að sjóðurinn hafi ríku félagslegu hlutverki að gegna. Ljóst er að á Íslandi í dag eru litlir sem engir möguleikar fyrir ytri vexti til staðar hjá íslenskum bönkum. Þeir starfa á mettuðum örmarkaði sem bundinn er höftum sem gerir þeim ókleift að starfa víðar. Stækkunarmöguleikar þeirra felast því í yfirtöku á öðrum fjármálafyrir- tækjum. Þar er ÍLS líkast til stærsti mögulegi bitinn með um 880 milljarða króna efnahagsreikning. Ríkissjóður hefur þegar farið þá leið í nokkrum tilvikum eftir hrun að selja eignasöfn fjármálafyrirtækja til stærri banka. Þar ber helst að nefna sameiningu Byrs við Íslandsbanka og yfirtöku Lands- bankans á eignum og skuldum SpKef. Ljóst er þó að með ÍLS þyrfti að fylgja töluverð meðgjöf. IFS-greining telur lánasafn sjóðsins ofmetið um 40 milljarða króna og segir að 45 prósent lána hans hvíli á fasteignum þar sem virði lánsins er meira en söluvirði fast- eignarinnar. Á R N A S Y N IR util if. is MIKIÐ ÚRVAL SPORTBAKPOKAR FRÁ 4.990 kr. MARGIR LITIR. 1 2 3 4 Eignir þrotabús gamla Lands- bankans nema nú um 200 millj- örðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbank- ans en það var kynnt á kröfuhafa- fundi í gær. Þessar tölur miðast við lok september en á fundinum kom fram að á þriðja ársfjórðungi árs- ins hefðu verðmæti eigna aukist um tæplega 11 milljarða króna. Áætlar slitastjórnin að verð- mæti eignasafnsins, að meðtöld- um þremur hlutagreiðslum til forgangskröfuhafa, nemi nú um 1.507 milljörðum en til saman- burðar var það metið 1.104 millj- arðar í apríl 2009. - mþl Þrotabú Landsbankans: Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) spáir því að hag- vöxtur hér á landi verði 2,5% á þessu ári og 2,7% árin 2013 og 2014. Stofnunin gerir ráð fyrir því að einkaneysla og atvinnuvega- fjárfesting verði helstu aflvakar hagvaxtar á næstu misserum. Þó telur stofnunin nokkra áhættu- þætti ógna vaxtarhorfum næstu ára og varar hún sérstaklega við því að erfiðleikar alþjóðlegra álfyrirtækja gætu valdið því að fjárfestingar í stóriðju á Íslandi drægjust. Loks mælir OECD með því að í engu verði hvikað frá markmið- um um jöfnuð í ríkisfjármálum. - mþl Stóriðjufjárfestingar óvissar: OECD spáir 2,5% hagvexti Arion banki hagnaðist um 3,3 milljarða króna á þriðja ársfjórð- ungi ársins. Bankinn birti upp- gjör sitt fyrir fjórðunginn í gær. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 14,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaðurinn 13,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, segir í til- kynningu að afkoma fyrstu níu mánaða ársins sé vel viðunandi og í samræmi við áætlanir bankans. Á fyrstu níu mánuðum árs- ins voru hreinar vaxtatekjur bankans 20,1 milljarður en voru 16,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Aukningin er einkum til- komin þar sem lánasafn bankans stækkaði við kaup á íbúðalána- safni Kaupþings. Hreinar þjónustutekjur voru hins vegar 8,1 milljarður og juk- ust um 6% milli ára. Rekstrar- tekjur námu því alls 34,4 millj- örðum. Rekstrarkostnaður var aftur á móti 16,9 milljarðar og jókst um 7%. Sé litið á kennitölur var arð- semi eiginfjár 15,9% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 17,6% í fyrra. Arðsemi af reglu- legri starfsemi var 11,9% en var 11,3% á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Arion banka námu 876,2 milljörðum í lok sept- ember og var eiginfjárhlutfall hans 22,5%. Þá var lausafjárhlut- fall 31%. Arion banki er að 87% í eigu kröfuhafa Kaupþings og að 13% í eigu íslenska ríkisins. - mþl Arion banki birti níu mánaða uppgjör sitt í gær: Ágæt arðsemi hjá Arion banka HELGUVÍK OECD varar við því að stór- iðjuframkvæmdir á Íslandi gætu dregist vegna erfiðleika alþjóðlegra álfyrir- tækja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SLITASTJÓRN LANDSBANKANS Þau Kristinn Bjarnason, Halldór Helgi Back- man og Herdís Hallmarsdóttir skipa slita stjórn gamla Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 14,5 milljarðar er uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins en hagnaður á sama tíma í fyrra var 13,6 millj- arðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.