Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 29. nóvember 2012 | SKOÐUN | 25 Það gekk illa hjá Bretum að kom- ast inn í Evrópusambandið. Frakk- ar, undir forustu de Gaulle, beittu tvívegis neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Hann sagði Breta skorta pólitískan vilja til að vera hluti af Evrópu. Nú vill stór meirihluti Englendinga og kannski helmingur Skota að Bretland segi sig úr ESB. Veik staða Síðustu misseri hefur staða Breta innan ESB verulega veikst. Bretar hafa í áratugi beitt hótunum til að knýja fram sérkjör fyrir sig og til að stöðva aukna samvinnu innan ESB. Hótanirnar virka hins vegar ekki lengur. Þetta er einfaldlega vegna þess að margir sjá núorðið brottför Breta sem lausn á þrálátu vandamáli ESB frekar en ógn við sambandið. Bretar eiga orðið fáa vini innan ESB og enga aðdáendur. Kenning de Gaulle var rétt fyrir hálfri öld og er það kannski enn. Þýðingarlaus landafræði Það er ekki lengra frá Englandi til Hollands og Belgíu en frá Reykja- vík til Vestmannaeyja. Engu að síður geta menn lesið bresku dag- blöðin mánuðum saman án þess að sjá mikið bitastætt um Holland eða Belgíu. Með lestri þessara blaða geta menn hins vegar fylgst nokk- uð vel með þróun mála á Nýja-Sjá- landi að ekki sé minnst á Ástral- íu og Kanada. Saga, skyldleiki og tunga ræður þessu. Landafræðin er þögul um afstæðar fjarlægðir. Sorgarsaga Og hagfræðin um tilfinningar fólks. Fyrir Breta var ESB efna- hagslegur ávinningur en pólitísk sorgarsaga. Nær helmingur af við- skiptum Breta er við ESB en aðeins ríflega tíundi hluti við þau 53 lönd sem mynda breska samveldið. Efnahagur Bretlands er nátengd- ur Evrópu þótt sóknarfæri séu í fjarlægum löndum. En umræðan um ESB í Bretlandi hefur verið með hreinum ólíkindum fyrir upp- lýsta þjóð. Breskir stjórnmála- menn sæta stöðugum árásum frá æsifréttablöðum um að þeir sitji á svikráðum við Bretland með þátt- töku í evrópsku samstarfi. Þess vegna hefur framganga breskra stjórnmálamanna á fundum ESB oft mótast mest af tilraunum þeirra til að ná sem skástum fyrir- sögnum í blöðum Ruperts Murdoch og fleiri auðkýfinga sem eru svarn- ir andstæðingar ESB og frægir fyrir áhugaleysi á hlutlægni. Þolinmæði á þrotum Þjóðverjar, Hollendingar, Pólverj- ar og fleiri hafa talið sérstakan ávinning af veru Breta í ESB vegna svipaðra sjónarmiða í alþjóðamál- um og fríverslun. Breskur hernað- armáttur og víðtæk og djúp tengsl Breta í öðrum heimsálfum auka líka styrk ESB út á við. Bretar hafa hins vegar sífellt vegið að til- raunum þessara ríkja og annarra til að auka styrk ESB inn á við. Nú hefur kreppan gert aukinn innri styrk sambandsins að einu brýn- asta hagsmunamáli þessara ríkja og því er þolinmæðin með Bret- landi á þrotum. Tvískipt samstarf Stærstu mál ESB snúast núorðið um evruna. Flestir telja að mjög aukið samstarf þurfi svo evran verði lausn fyrir Evrópu frekar en vandamál. Bretar hafa nú ljáð máls á því að búnar verði til stofn- anir fyrir evrusvæðið með sér- stökum fjárlögum. Þau yrðu fljótt mikilvægt hagstjórnartæki öfugt við almenn fjárlög ESB sem snú- ast mest um styrki við landbúnað og dreifbýli. Þetta gæti leyst mál en um leið yrði Bretland dæmt til áhrifaleysis í mikilvægustu mál- efnum ESB. Það sama á við um fleiri lönd. Pólland og fleiri ríki sem vilja taka upp evruna myndu hins vegar fá aukin áhrif. Kjarninn Hlutir tengjast með þeim hætti að áhrifaleysið yrði ekki bundið við evruna. Hún er sjálfur kjarni málsins sem flest annað mun taka mið af. Erfitt er að sjá að Bretar geti sætt sig við slíkt áhrifaleysi. Fjármálamiðstöðin í London mynd- ar sterkustu hagsmunina í bresku efnahagslífi og gegn þeim hags- munum gengur engin ríkisstjórn í London. Þar líst mörgum ekki á blikuna þótt fyrri spár um ein- angrun London frá evrusvæðinu hafi raunar ekki ræst. Sama má segja um fleiri greinar atvinnu- lífsins. Almenningur vill hins vegar sem minnst af ESB vita. Þar liggja vandræði breskra stjórn- málamanna. Enskur heimur Áhugamenn um úrsögn Bretlands eru oft talsmenn aukins samstarfs við ríki Breska samveldisins og Bandaríkin. Bretar hafa mikla sérstöðu í heiminum vegna sinnar heimsveldissögu. Tugir ríkja eiga ekki einungis tungumál og sögu sameiginlega með Bretlandi held- ur einnig lagakerfi og viðskiptanet. Það er hins vegar miklu fleira en aðildin að ESB sem hefur takmark- að viðskipti við þau. Fæst þeirra líta heldur til aukins samstarfs við Bretland sem leið fram á við. Margir hringir Mikil andstaða er gegn því að evru- ríkin myndi sérstakan innri kjarna ESB, ekki síst frá framkvæmda- stjórninni í Brussel sem myndi þá missa áhrif. Þungir hagsmun- ir knýja hins vegar áfram þróun í þessa átt. Bæði þeirra sem mest samstarf vilja og hinna sem vilja síður nána samvinnu. Svo gæti farið að sammiðja hringir yrðu fjórir eða fimm. Sá innsti með evruríkjum, sá næsti með þeim sem vilja taka upp evru, sá þriðji með þeim sem vilja mikið samstarf en ekki evru og sá ysti með þeim sem vilja fasta tengingu við innri markað ESB en ekki víðtækt sam- starf. Sú staða getur hentað sumum en myndi, eins og EES sem yrði þá fimmti hringurinn, minna á áhorf- endastúku frekar en leikvöll. England og Evrópa Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent Mikil andstaða er gegn því að evruríkin myndi sérstakan innri kjarna ESB, ekki síst frá fram- kvæmdastjórninni í Brussel sem myndi þá missa áhrif. Suzuki Splash Skr. 01.2012 Ekinn 8.000 km Bensín, beinsk. Verð kr. 1.940.000 Suzuki bílar hf Skeifan 17 108 Reykjavík Sími 568 5100 www.suzuki.is Suzuki Swift GL Skr. 06.2011 Ekinn 41.000 km Bensín, beinsk. Verð kr. 2.190.000 Suzuki SX4 GLX Skr. 12.2009 Ekinn 52.000 km Bensín, beinsk Verð kr. 2.370.000 BMW 320i Skr. 01.2007 Ekinn 90.000 km Bensín, sjálfsk. Verð kr. 2.490.000 Gott úrval af notuðum bílum Komdu og skoðaðu úrvalið Kia Ceed LX Skr. 06.2011 Ekinn 36.000 km Bensín, beinsk Verð kr. 2.290.000 Honda CR-V Skr. 09.2003 Ekinn 130.000 km Bensín, sjálfsk Verð kr. 1.490.000 Grand Vitara Skr. 08.2006 Ekinn 79.000 km Bensín, sjálfsk. Verð kr. 2.350.000 Suzuki Swift GL Skr. 05.2011 Ekinn 39.000 km Bensín, sjálfsk. Verð kr. 2.160.000 Suzuki Grand Vitara Sport Skr. 06.2008 Ekinn 100.000 km Bensín, beinsk Verð kr. 2.450.000 Vandi Íbúðalánasjóðs Ein af afleiðingum þess að raunverð húsnæðis og verðtryggðir vextir hafa lækkað verulega frá hruni er að Íbúðalánasjóður hefur tapað fé. Þetta hefur leitt til þess að ríkissjóður hefur þurft að hlaupa undir bagga með sjóðnum í nokkur skipti, nú síðast í gær með 13 ma. kr. framlagi. Það verður að teljast líklegt að Íbúðalánasjóður muni halda áfram að tapa fé í ein- hvern tíma til viðbótar og að ríkis- sjóður muni þurfa að veita meira fé í sjóðinn áður en hann getur aftur staðið á eigin fótum. Þetta er vitaskuld súr staða fyrir skattgreiðendur og þá sem vildu nota það skattfé sem veita þarf til Íbúðalánasjóðs í önnur verkefni. En það má ekki vanmeta mikilvægi þess að ríkissjóður standi í skilum varðandi skuldbindingar sínar. http://blog.pressan.is Jón Steinsson Matarfíkn er erfi ðust Matarfíkn er ein versta fíkn, sem um getur. Sú fíkn, sem erfiðast er að ráða við. Í öðrum tilvikum eru hættulegu efnin skilgreind: alkóhól, amfetamín, heróín, morfín og svo framvegis. Lausnin er þá að forðast efnin. Við vitum ekki, hvað það er í matnum, sem framkallar fíkn. Þess vegna þarf að fara eftir líkum, forðast sykur, hveiti, sterkju, fitu. Og leita lausna í hegðun. Koma okkur upp hollari lífsstíl, sem felur í sér hreyfingu, breytt mataræði og matarvenjur. Það eitt tekur á erfiðleikum fólks við að fást við matarfíkn umfram aðrar fíknir. Það gerist með breyttum huga og breyttum persónuleika. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.