Fréttablaðið - 29.11.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 29.11.2012, Síða 26
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 4 6 7 Er Vodafone spennandi fjárfestingarkostur? Bein útsending frá f undi VÍB um skráningu Vodafone. Á morgun, föstudaginn 30. nóvember kl. 12.00, mun Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone kynna félagið fyrir á hugasömum fjárfestum. Eftir framsögu Ómars munu góðir gestir taka þátt í s pjalli um féla ig ð og markaðinn: · Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Vodafone · Hrafn Árnason, forstöðumaður safnastýringar h já Íslandssjóðum · Magnús Halldórsson, blaðamaður hjá Stöð 2 og Vísi F d jó i ðun arst r ver ur Bjö B Grn erg unnarsson d ild jó i f ð l, e arst r ræ s u- og viðskiptaþróunar h já VÍB. Á www.vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. Nánari upplýsingar í síma 440 4900 Markmið funda VÍB er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um mikilvæg mál á sviði eignastýringar, viðskipta og efnahagsmála. VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka. Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is Fyrir tíu árum átti ég tvö raðhús. Þau voru 100 millj- óna króna virði (50 millj- ónir hvort). Þá er það sem Lilja kemur til mín og vill fá þau leigð (lánuð) gegn hæfilegu gjaldi (leiga/ vextir). Okkur semst um að hún borgi mér 4% af verðmætinu í leigu (vexti) á ári. Á þessum 10 árum hefur verið 7,2% verðbólga á ári þannig að húsin sem voru 100 milljóna króna virði eru nú 200 milljóna króna virði eða 100 milljónir hvort hús. Það er ekki af því að þau séu raunverulega meira virði en fyrir 10 árum, heldur er krónan helmingi minna virði en þá. Nú að leigutíma (láns- tímanum) liðnum hittumst við Lilja aftur og ég segi við hana að leigan (vext- irnir) hafi nú verið ansi lág því síðasta árið var hún ekki 4%, heldur 2% af verðmæti húsanna. Hún svarar því til að við höfum samið um þessa leigufjár- hæð óverðtryggt og við það sitji og ég bít í það súra epli að ég hafi samið af mér. En svo segir hún: „Þú færð bara annað húsið til baka, ég ætla að halda hinu því ég fékk hjá þér 100 milljónir og nú er eitt hús þess virði.“ Ég reyni að malda í móinn, auðvitað á ég þessi 2 hús eins og áður. „Nei, þetta var ekki verð- tryggður leigu(lána) samningur og þú færð bara þínar 100 millj- ónir með því að fá annað húsið. Ef þú ert með eitthvert múður þá fer ég í mál við þig og ég hef Hags- munasamtök á bak við mig. Vertu bara feginn að það var ekki 19,4% verðbólga, þá hefði ég tekið bæði húsin og bara þurft að borga þér 3 milljónir.“ Frásögnin er skáldskapur en byggð á raunveruleikanum. Starfsmaður SA og fyrr- um samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af grein- arstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómál- efnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kredd- um og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi. Einföld þríliða Umkvörtun um talnaleiki ofar hans skilningi ber lítillæti hans vitni. Þar er þó á ferðinni einföld þrí- liða, sem við lærðum báðir í barna- skóla löngu áður en við lærðum hag- fræði þar sem við beittum henni á mörgum sviðum svo sem við vísi- tölur og stöðlun talnaraða eins og gert var í grein minni og reyndar einnig í skýrsla SA. Ég benti einn- ig á heimildir um þær tölur sem til grundvallar liggja, þ.e. ríkisreikn- inga og fjárlagafrumvarp. Ég skil vel að Halldór ómaki sig ekki á því að fletta upp á staðreyndum og mun því senda honum þær sérstaklega þar sem þær eru of umfangsmiklar fyrir stutta grein. Það verður hins vegar varla heimfært undir lítillæti að fella dóm, á grundvelli talna, sem dóm- arinn að eigin sögn skilur ekki, þess efnis að ég beri ekki skynbragð á hagnaðarþörf atvinnulífsins, sem grein mín snerti að litlu eða engu leyti. Þessi dómur er mér ekki þungbær og skiljanlegt að hátt sé reitt til höggs þar sem auk mín var öll ríkisstjórnin undir. Verð ég líklega að biðja hana afsökunar á að hafa valdið klámhöggi þessu. Gerir mér upp skoðanir Halldór gerir mér upp skoðanir svo sem um bar- áttu atvinnurekenda og launþega, að ég telji að það sé hlutverk stjórnvalda að færa „auðinn frá fjár- magnseigendum til fólks- ins“ svo og að ég telji að skattalækkanir séu úti- lokaðar. Ekkert af þessu kemur fram í grein minni. Í grein minni var ég ekki að fjalla um skattlagningu atvinnurekstrar heldur þeirra sem hafa tekjur af fjármagnseign. SA hefur lengi barist fyrir persónuleg- um hagsmunum fjármagnseigenda undir því yfirskyni að um hags- muni atvinnulífsins sé að ræða. Ég tel hins vegar það vera ósvinnu að skattlagning þessara einstaklinga sé með öðrum hætti en annarra þegna þjóðfélagsins. Mín orð gengu ekki út á það að taka af einhverjum „auðinn“ heldur það að tekjuhæstu hópar þjóðfélagsins beri sanngjarn- an skerf af því sem þarf til að reka þjóðfélagið. Ég veit að Halldór veit eftir langt starf að ríkisfjármálum að sé einum hópi færðir 30 ma. kr. á silfurfati eins og tillögur SA fela í sér muni aðrir þurfa að greiða það eða skerða þarf þjónustu við þá. Styðst ekki við nein rök Það styðst ekki við nein rök að ég telji skattalækkanir útilokaðar. Ég benti á að á síðustu árum hefðu skattar verið lækkaðir hjá sumum en hækkaðir hjá öðrum. Það var afleiðing markvissrar stefnu, sem þegar mátti lesa um í Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum frá árinu 2009. Þar kemur fram sá ásetningur að breyta skattkerfinu til meiri jöfn- uðar og sanngirni um leið og ríkinu er aflað aukinna tekna með hófleg- um breytingum, umhverfissköttum og því að þjóðin fái notið auðlinda sinna. Á þeim stoðum hvíla þær breytingar sem gerðar hafa verið. Gegn því berst SA. Komi til þess að skattalækkanir verði raunhæfar, t.d. þegar vaxtabyrðin af arfleifð hrunverjanna minnkar, er ekki eðlilegt að tekjuhæstu þjóðfélags- hóparnir njóti forgangs vegna þess eins að þeir höfðu hann fyrir hrun heldur á að nota svigrúmið til að halda áfram að bæta stöðu lág- og miðtekjuhópa. Reynsla annarra þjóða er einnig sú að með því sé best skotið stoðum undir hagvöxt. Húsbóndahollusta Það má stundum ætla að SA telji ríkisstjórnina ábyrga fyrir allri vá sem steðjað getur að þjóðinni nema e.t.v. eldgosum. Það er lofsvert að vera húsbóndahollur en er ekki nokkuð langt gengið að trúa því að tekjufall ríkis, fyrirtækja og heim- ila á árunum 2008 og 2009, hrun fjárfestinga og stóraukið atvinnu- leysi á þeim árum og fleiri sem hruninu fylgdi hafi verið afleiðing af skattastefnu sem kom til fram- kvæmda 2010 og síðar? Ég á erfitt með að trúa því að Halldór skipi sér í hóp „svokallaðs-hruns“-verja og geri sér ekki grein fyrir því að um er að ræða afleiðingar af aðgerðum stjórnvalda fyrir hrun, sem m.a. skópu skattaumhverfi sem átti sinn þátt í því að fjármálamenn landsins, áhrifaaðilar innan SA, gátu kollsiglt þjóðarskútunni. Tillögur SA eru afturhvarf til þess tíma. ➜ Umkvörtun um talna- leiki ofar hans skilningi ber lítillæti hans vitni. Þar er þó á ferðinni einföld þríliða, sem við lærðum báðir í barnaskóla. Enn um skrautblóm SA SKATTAR Indriði H. Þorláksson fyrrum ríkis- skatt stjóri, var ráðuneytisstjóri í fj ármála- ráðuneytinu 2009 og ráðgjafi fyrrum fj ármálaráðherra í skattamálum Lög um mat á umhverf- isáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálga- hraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í mats- skýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvals- kosti eða núll-kost, þ.e. að aðhaf- ast ekkert“. Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú veg- stæði metin, öll þvert yfir hraun- ið. Því miður samþykkti Skipu- lagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemda- laust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröf- ur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri nátt- úruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að end- urhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur. Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stig- um málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndar- laga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um fram- kvæmdina? Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokall- aða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýða- hverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn end- urbyggður í samræmi við ýtr- ustu öryggiskröfur nútíma vega- gerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalíns- kirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta. ➜ Deilan um Álf- tanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruper- lu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg... ➜ „Þú færð bara annað húsið til baka, ég ætla að halda hinu því ég fékk hjá þér 100 milljónir og nú er eitt hús þess virði.“ Núll-kostur í Gálgahrauni SKIPULAGSMÁL Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður NÚVERANDI ÁLFTANESVEGUR PRÝÐAHVERFI ÁSAR Verðtryggingin og Lilja FJÁRMÁL Hjálmtýr Guðmundsson ráðgjafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.