Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 35

Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 35
Systurnar Kristín og Áslaug Friðjóns-dætur höfðu oft talað um það að vinna saman. Síðastliðið vor létu þær verða af því og hafa þær nú hannað skartgripalínu undir nafninu Twin Within – Creative Jewelry sem seld verður í verslun GK á Laugaveginum og á heimasíðu þeirra www.twinwithin.com. „Þetta byrjaði allt á því að Áslaug systir, sem er myndlistar- maður, var að leita sér að efni í innsetningu sem hún var að vinna að. Hún fór á milli báta- og veiðibúða í leit að mismunandi efnum og sá þar alls kyns kaðla og slöngur sem hún fór svo að prufa sig áfram með,“ segir Kristín, sem er hönnuður. Kristín hefur starfað sem víóluleik- ari og verið viðloðandi tískugeirann en systir hennar er myndlistarmaður, búsett í Seattle. „Áslaug sýndi mér hugmyndir á Skype og þegar hún kom heim síðasta sumar þróuðum við heila vörulínu sem samanstendur af hálsfestum og kallast City Collection.“ Hálsfestarnar eru afar nútímalegar, graf- ískar og litríkar. Þær eru gerðar úr efnum tengdum borgarmenningu og litirnir minna jafnvel á borgarljós og næturlíf. Festarnar eru skírðar eftir nokkrum af þekkustu borgum heimsins; Ríó, Róm, Moskvu, París, Kaíró, Madrid, Helsinki og Berlín. Hálsfestarnar vísa þó líka til frum- byggja. „Innblásturinn sóttum við meðal annars í frumbyggjamenn- ingu og heimsmenningu, bæði hvað varðar útlit og vinnslu. Skartgripir mismunandi ættbálka eru oft gerð- ir úr efnum sem þeir sækja af sínu nærsvæði og það má kannski segja að við séum að gera það sama.“ Frumsýningarteiti Twin Within verður í verslun GK á Laugaveginum í dag frá 17 til 20. „Kanilsnældur munu sjá um að þeyta skífum og léttar veigar verða í boði. Þá verðum við með sérstakt opnunartilboð á hálsfestunum.“ ■ vidir@365.is STÓRBORGARHÁLSMEN NÚTÍMAHÁLSFESTAR Vörulínan City Collection verður kynnt til sögunnar í dag klukkan 17 í verslun GK á Laugaveginum. Um er að ræða nútímalegar, grafískar og litríkar hálsfestar gerðar úr efnum tengdum borgarmenningu. LITUR MEÐ SVÖRTU Íslenskar konur ganga flestar í svörtu yfir vetrar- tímann. Með svartri kápu er fallegt að bera lit- ríkan trefil eða klút. Hann getur verið grænn, appelsínugulur, fjólublár eða sá litur sem fellur best að andliti viðkomandi. Um að gera að vera óhræddur við litríka fylgihluti. PARÍS OG KAÍRÓ Hálsfestarnar sækja nöfn sín til margra þekktustu borga heims og eru gerðar úr efnum tengdum borgar- menningu. UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Hér eru systurnar Áslaug og Kristín Friðjónsdætur á verk- stæðinu að útbúa hálsfestarnar, sem allar eru handgerðar. MYND/ANTON Vandaðir og þægilegir skór í úrvali Hágæða sæn gurverasett og sloppar - Mikið úrval Jólagjöfin í ár 20% afslát tur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Sundfatnaður í D,DD,E,F,FF,G skálum á 25% afslætti. TILBOÐ - AÐEINS FIM, FÖS OG LAU - 25% AFSLÁTTUR Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Dagljósin - Bæta líðan og auka afköst Lumie

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.