Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 45

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 45
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir29. NÓVEMBER 2012 FIMMTUDAGUR 5 SIGLINGAR SAMKYNHNEIGÐRA Ferðaskrifstofur um heim allan bjóða sérstakar ferðir fyrir samkynhneigða. Mikið er um svokölluð Gay Cruise en þá er siglt um heimsins höf með viðkomu í nokkrum höfnum eins og venja er í skemmtisiglingum almennt. Munurinn er sá að um borð eru eingöngu samkynhneigðir og er dagskráin sniðin að fjölbreyttum áhugamálum þeirra. Ferðirnar eru bæði hugsaðar fyrir einhleypa og pör. Sum skipin stíla inn á yngri ferða- menn en önnur inn á eldra og ráðsettara fólk sem auðveldar val á ferð sem hentar. Vel er látið af ferðum sem þessum og er mikið um fjölbreytta afþreyingu um borð svo sem líkamsrækt, slökun, skemmtanir, matarveislur og partí. Til að auðvelda valið á hentugri ferð má benda á vefsíðuna Cruisecritic.com en þar er að finna sérstakt spjallborð um siglingar samkynhneigðra undir heitinu Gay & Lesbian Cruisers. Spjall- borðið er afar virkt og hægt að slá inn ferðaskrifstofuna eða skipið sem ætlunin er að sigla með og vita hvað þeir sem prófað hafa segja um ferðina, aðstöðuna og þjónustuna um borð. STYRKIR TIL FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Fimm aðilar hlutu nýlega styrk frá Ferðamálastofu til skipulags og hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn. Hæsta styrkinn, 2,9 milljónir króna, hlutu Sjávar- smiðjan og Reykhólahreppur til að hanna og þróa heildarmynd fyrir svæðið kringum Sjávar- smiðjuna. Þar er gestum meðal annars boðið upp á þaraböð. Næsthæsta styrkinn hlaut Útihvalasafnið í Súðavík er þar er fyrirhuguð uppbygging útihvalasafns í gömlu byggðinni í Súðavík. Hrútleiðinlega safnið í Hrútafirði hlaut einnig styrk til að endurhanna sýningarrými og inngang safnsins sem er á Reykjum í Hrútafirði. Við Brjánslæk á Barðaströnd standa Flókatóftir en styrkur fékkst til vinnu við hönnun og skipulag tóftanna. Að lokum fékk Óbyggðasafn Íslands styrk en safnið verður byggt upp á sveitabænum Egilsstöðum sem er innsta byggða ból í Norður- dal í Fljótsdal og stendur við þröskuld Vatnajökulsþjóðgarðs. Tuttugu umsóknir bárust til Ferðamálastofu sem skipaði fimm manna dómnefnd til að fjalla um umsóknirnar. JÓLAMARKAÐUR VIÐ ELLIÐAVATN Jólamarkaðurinn sívinsæli við Elliðavatn í Heiðmörk verður opn- aður laugardaginn 1. desember. Jólamarkaðurinn verður opinn allar helgar fram að jólum milli kl. 11-16. Þar má finna mikið úrval af íslensku handverki og hönnun í sérstökum söluskúrum sem stað- settir verða þar í desember auk þess sem sömu vörur verða í boði í gamla salnum og í kjallaranum í Elliðavatnsbænum. Á hlaðinu við bæinn verða ný- höggvin íslensk jólatré til sölu og mikið úrval tröpputrjánna vinsælu auk viðarkyndla og eldiviðar. Harmóníkusveitir kíkja í heimsókn og leika lög ásamt kórum og trúbadorum. Veitingar verða seldar á staðnum, þar á meðal nýbakaðar vöfflur og kakó. Í Rjóðrinu, sem er trjálundur rétt við Elliðavatnsbæinn, er hægt að setjast á bekki kringum logandi varðeld og þar verður barnastund haldin þar sem barnabókahöf- undur les upp fyrir börnin. Auð- vitað kíkja jólasveinar í heimsókn þegar nær dregur jólum og heilsa upp á börn og fullorðna. með VITA 25. - 29. apríl Sumardagurinn fyrsti Vor í Róm Finndu ilminn af ítölsku vori í Róm með öllu sem því tilheyrir. Skoðaðu Péturskirkjuna og Vatíkanið og lyftu andanum með því að skoða undursamleg málverk í Sixtínsku kapellunni. Sagan býr í hverjum steini: Kólosseum, Navónutorg, Panþeon — fortíðin lifnar við hvert fótmál. En Róm er líka nútímaborg með sín rómuðu veitingahús, hátísku og skemmtistaði á heimsmælikvarða. Komdu til Rómar og láttu heillast. á mann m.v. tvo í tvíbýli með morgunverði í fjórar nætur á hótel Courtyard Rome Central Park. Gott hótel á rólegum stað, aðeins utan við miðbæinn. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 129.900 kr. Verð frá 119.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Sagan býr í hverjum steini Lifandi sögu Menningu og list Ástríðufulla matargerð Hátísku og verslanir Fortíð, nútíð og framtíð Allt í i i e nn og sömu borg Upplifðu! VITA er lífiðVITA Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.isVITA er í eigu Icelandair Group.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.