Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 51
| FÓLK | 5TÍSKA
Jólahlaðborðin eru byrjuð og margar
konur sennilega farnar að velta vöngum
yfir hverju á að klæðast. Þær sem eru
ófeimnar við að vera öðruvísi ættu að
sýna listræna hæfileika sína og lakka
neglurnar í jólalitunum. Hægt er að
skreyta neglurnar á mismunandi hátt en
það kallar á nákvæmni og þolinmæði.
Síðan er alltaf hægt að leita til naglasér-
fræðinga og óska eftir aðstoð þeirra.
Jenny Pasha, naglasérfræðingur og
bloggari, hefur skreytt neglur fræga
fólksins í Bretlandi. Hún skreytti til dæm-
is neglur Victoriu Beckham þegar hún
sat fyrir á forsíðu tímaritsins Glamour.
Jenny sýnir á síðu sinni, 10blankcanva-
ses.com, hvernig hægt er að skreyta
neglur á einfaldan hátt. Á bloggsíðu
hennar má meðal annars sjá neglur sem
hún málaði fyrir hrekkjavökuhátíðina.
Á myndunum sem hér fylgja eru það
jólaneglur sem eru í aðalhlutverki en
þær eru ekki frá nefndri Jenny.
NEGLUR Í JÓLABÚNINGI
Jólalegt Margir eru byrjaðir að skreyta hús með jólaljósum. Hvernig væri
að skreyta neglurnar fyrir jólahlaðborðið?
JÓL JÓL
Sannarlega í anda
jólanna.
NEGLUR
Hægt er að skreyta
neglur á mismun-
andi hátt eftir
smekk og færni.
Starfsmenn Atlas göngugreiningar verða
á staðnum með skógreiningu og geta
þannig valið skó sem henta þínu
fótlagi og niðurstigi.
RISA
ÍÞRÓTTAMARKAÐUR
Föstudag frá 17.00 – 21.00, Laugardag og
Sunnudag frá 10.00 – 18.00 verður stóri íþrótta- og
útivistarmarkaðurinn haldinn á ný í Laugardalshöll.
Markaðurinn verður í gangi þessa einu helgi og eftir
miklu að slægjast.
Fullt af merkjavöru á frábæru verði s.s. skór og fatnaður
frá Asics, Ecco, Hummel, Reebok, Cassall, Under Armour,
Brooks, North Rock o.fl.
Komdu og gerðu frábær kaup á
alla fjölskylduna.