Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 60

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 60
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNTUN | 40 iPad 4 með Retina skjá Vefverslun www.epli.is sendum frítt um land allt Jólaopnun auglýst nánar á www.epli.is Verð frá: 89.990.- util if. is THE NORTH FACE MCMURDO DÚNÚLPA 68.990 kr. HENTAR SÉRLEGA VEL FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR. HYVENT ÖNDUNARFILMA VEITIR GÓÐA VATNSVÖRN. Á R N A S Y N IR Útskriftarnemar á haustönn í Flensborg dimmiteruðu nýlega og mættu í morgunkaffi í skólann sinn til að kveðja kennara og aðra starfsmenn. Þema dagsins hjá nemendunum var Andrés önd og Andrésína þannig að Andarbæjarandrúmsloft sveif yfir staðnum. Hollustufæði var á borð- um og kennarar og dimmintentar tróðu upp með skemmtiatriði og söng. Andabæjarstuð í Flensborg Gestum er boðið í opið hús á Hólum í Hjaltadal nú á laugar- daginn, 1. desember, milli klukk- an 13 og 15. Tilefnið er fimm ára starfsafmæli Háskólans á Hólum og að 130 ár eru liðin frá stofnun Bændaskólans á Hólum. Starfsemi skólans verður kynnt, bæði í aðalbyggingu og með leið- sögn um hesthús. Ýmislegt fleira verður í boði, bæði fræðsla og leikir, að ógleymdri léttri hressingu. Opið hús á Hólum „Verkefni sem heimspekihópurinn er með í þessari viku snýst um fagurfræði svo nú er verið að stúdera listina. Nemendur byrj- uðu á að skoða nokkur listaverk, bera þau saman og búa til spurningar í framhaldinu,“ segir Brynhildur Sigurðardóttir, aðstoðar- skólastjóri í Garðaskóla í Garðabæ, um nám þeirra ungmenna sem hafa þar heim- speki sem valgrein. Hún segir innihalds- ríkar spurningar hafa komið fram sem varða listina, svo sem: Þarf eitthvað að vera fallegt til að vera list? og Getur fræg- ur listamaður tekið mynd af hverju sem er og flokkað það sem list? „Eitt verkið sem nemendur skoðuðu var klósettskál,“ lýsir hún. „Spurning sem kom út frá henni var: Er klósettskálin mótmæli gegn þögninni um að allt sé list? Það býr mikið í þeirri spurn- ingu.“ Í Garðaskóla hefur heimspeki verið val- grein í tíu ár og Brynhildur segir alltaf ákveðinn hóp nemenda í 9. og 10. bekk velja hana. „Við sem höfum kennt heimspeki hér höfum lagt aðaláherslu á að þjálfa sam- ræðufærni nemenda því okkur finnst hún vera grundvallaratriði í þjálfun á gagn- rýninni hugsun. Reyndar erum við á því að samræðuaðferð heimspekinnar geti bætt nám og kennslu í flestum faggreinum því hún býr yfir rökgreiningartækni,“ segir hún sannfærandi og telur tvímælalaust eiga að byrja í leikskólunum. „Margir leikskól- ar á Íslandi standa sig mjög vel í að kenna heimspekilega hugsun og fást við stórar spurningar en grunnskólinn er bundinn við námsskrá sem er svo efnismiðuð að minna svigrúm virðist vera fyrir opna samræðu nemenda.“ Skyldu nemendur kynna sér ákveðin mál- efni heima og nota þá þekkingu í rökræð- um í tímum? „Nei, það hefur nánast enginn heimalærdómur verið í heimspekinni, hún er stunduð á staðnum. Vinnan fer þannig fram að það er tekinn fyrir texti eða lista- verk og umræða spunnin út frá því. Hin gagnrýna hugsun er þjálfuð með lifandi samtölum í kennslustundum og ég tel það hafa raunveruleg áhrif á líf nemenda. Það er algert grundvallaratriði að nemendur búi sjálfir til spurningar. Þeir eru komnir á unglingastig þegar þeir koma til okkar en þeir hafa afvanist því í bekkjunum á undan að spyrja spurninga þannig að við erum að færa þeim aftur leyfi til þess.“ En finnst henni þessar aðferðir skila sér í öðrum kennslustundum? „Já, fyrir þá nemend- ur sem velja heimspekina finnst mér hún skipta máli. Þeir hafa lýst því sjálfir hvern- ig þeirra hugsun breytist. Þeir verða sjálf- stæðari, þora frekar að tala og eiga auðveld- ara með að færa rök fyrir máli sínu.“ Ekki kveðst Brynhildur þora að fullyrða að áhrif heimspekikennslunnar sem sumir njóta smitist út til annarra nemenda. „En ég veit hvernig áhrifin smitast á milli okkar kennaranna,“ segir hún brosandi. Spurð hvort mikill hávaði eigi til að skap- ast í kennslustundum í heimspeki svarar Brynhildur. „Það er mjög vel skilgreint verkefni að læra að hlusta. Sumir þurfa að læra að hlusta meira og aðrir að tala meira. Í hvort tveggja fer orka. Kennslan snýst um það að hver og einn styrki þann þátt sem er ekki í nógu góðu lagi. Það er samt ekki meiri hávaði í heimspekikennslustundum en öðrum.“ Brynhildur segir talsvert til af kennslu- bókum í heimspeki fyrir grunnskóla hér á landi. „Námsgagnastofnun hefur gefið út bækurnar Hugrún, Valur, Hugsi og Leið þín um lífið. Við notum kafla úr þeim en leggjum áherslu á að nemendur velji sín viðfangsefni sjálfir og höfum ekki viljað ákveða eina bók fyrir fram heldur látum hópinn ákveða viðfangsefni. Þegar hann vill rannsaka listina eins og núna og þá finnur kennarinn bókarkafla sem passar við það áhugamál.“ Í byrjun heimspekinámsins eru spurning- arnar oft innihaldslitlar en svo smá dýpka þær, að sögn Brynhildar. „Það sýnir að við getum treyst á nemendur okkar, þeir velja sér verðug rannsóknarefni.“ gun@frettabladid.is Getum treyst á nemendur okkar Heimspeki hefur verið kennd í 9. og 10. bekk Garðaskóla í Garðabæ í tíu ár, Brynhildur Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri telur hana öfl ugasta vopnið til að efl a gagnrýna hugsun ungmenna. Fagurfræði var á dagskrá þegar Fréttablaðið leit inn. AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRINN „Hin gagnrýna hugsun er þjálfuð með lifandi samtölum í kennslu- stundum,“ segir Brynhildur. Í KENNSLUSTUND Hér eru miklar pælingar þegar listin er krufin til mergjar í tíma hjá Ingimar Waage sem kennir heimspekina í Garðaskóla í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GÓÐ STEMNING Útskriftarnemar skáru sig talsvert úr. MYND/MAGNÚS GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.