Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 68

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 68
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • • Fornbókabúðin Bókin er með upp- boð á vefnum (www.uppbod.is) í samstarfi við Gallerí Fold. Þar er úrval fágætra bóka, til dæmis fyrsta bók Steinunnar Sigurðar- dóttur, Sífellur og brautryðjanda- verk Björns Th. Björnssonar, Íslenzk myndlist. Þá eru boðnar bækur Þorvalds Thoroddsen, Lýs- ing Íslands, Landskjálftar á Íslandi og Árferði á Íslandi og tímaritið Verðandi sem Hannes Hafsein gaf út. Rit frá gömlu íslensku prent- stöðunum, Hólum, Leirárgörðum og Viðey, verða boðin upp, meðal annars Stjörnufræði, létt og handa alþýðu í þýðingu Jónasar Hall- grímssonar og Leirgerður, sálma- bókin frá Leirárgörðum, prentuð 1801, Húspostillur Vídalíns prent- aðar á Hólum í Hjaltadal 1744, einnig útgáfa frá 1750. Góð eintök í upprunalegum böndum og með silfurspenslum. Bækurnar verða til sýnis í Bók- inni að Klapparstíg 25 til 27, dag- ana 30. nóvember til 1. desember. Uppboðinu lýkur 2. desember 2012. Fágætar bækur boðnar upp Stjörnufræði handa alþýðu í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar er meðal muna á uppboðinu. ARI GÍSLI BRAGASON Ung Nordisk Musik hátíðin, UNM, verður haldin í Ósló á næsta ári. Hátíðin, sem hefur verið árviss viðburður frá árinu 1946, er vettvangur verka ungra tónskálda. Nú er auglýst eftir tónverkum íslenskra tónhöfunda og erlendra með búsetu á Íslandi fyrir dag- skrá næstu hátíðar. Tónskáld sem fædd eru 1983 og síðar geta sent inn verk til dómnefndar sem velur þátttakendur, en gerð er undantekning með aldur ef tón- skáldið er enn í námi. Íslandsnefnd UNM hátíðarinn- ar tekur þátt í að fjármagna þátt- töku þeirra tónskálda sem valin verða sem fulltrúar Íslands á hátíðinni, og gerir þeim kleift að sækja hátíðina heim í Ósló 2013. Nánari upplýsingar er að finna á unm.is. UNM haldin í Ósló Ríflega 40 prósent af þýddum skáldverkum sem koma út hér á landi í ár eru reyfarar, ef marka má skráningar í Bókatíðindi 2012. Alls eru 69 titlar skráðir í flokkinn þýdd skáldverk. Lausleg samantekt leiðir í ljós að þar af eru 29 glæpasögur og reyfarar (bækur á borð við Hungurleikana falla ekki í þann flokk). Það eru um 42 prósent af þýddum skáld- sögum. Norrænu glæpasögurnar njóta mestra vinsælda í sínum flokki. Í hópi 20 mest seldu bóka ársins samkvæmt uppsöfnuðum metsölu- lista Rannsóknaseturs verslunar- innar eru þrír norrænir krimm- ar. Englasmiðurinn eftir Svíann Camillu Läckberg er í 8. sæti, Snjókarlinn eftir Norðmanninn Jo Nesbø í sætinu á eftir, og Flösku- skeyti frá P eftir Danann Jussi Adler-Olsen er í 13. sæti. Reyfararnir ráða ríkjum JUSSI ADLER-OLSEN FJALLKONAN Margt verður boðið upp sem heyrir fortíðinni til.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.