Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 76

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 76
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 56 KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is F A S TU S _E _0 5. 11 .1 2 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 (Öll verð eru með vsk.) Dualit brauðrist - rauð (2 brauðsneiðar) kr. 32.944,- Dualit blandari 41.722,- Yaxell japanskur stálhnífur - RAN 20cm kr. 15.808,- Emga þeytari frá kr. 1.013,- C&S glas kr. 766,- stk. (6stk í pakka) C&S vatnskanna kr. 5.585,- Stella McCartney hönnuður ársins Bresku tískuverðlaunin fóru fram með pompi og prakt í London á þriðjudagskvöldið. Stella McCart- ney var valin bæði hönnuður ársins og fatamerki ársins. Mér finnst ofsalega margir í kring- um mig vera að „reyna“ að eignast börn. Ég er á óléttualdrinum og ef þú ert ekki ólétt, þá eru líkur á að þú sért nýbúin að eignast barn eða ert að „reyna“ að eignast barn. Ég set „reyna“ í gæsalappir því það er enn talað um slíkt í hálfum hljóðum. Það virðist vera einhver skömm yfir því að getnaðarferlið geti tekið nokkra mánuði þó sjálfar samfarirnar taki bara nokkrar mínútur. Karl- menn eiga það til að hafa áhyggj- ur af hraða og getu sæðis síns og getur gæðaúttekt á slíkum sund- köppum gersamlega gert út af við annars stálpaða karlmenn. Konur stinga upp í sig hitamæli, fylgjast með egglosi, reikna út samfaratíðni og stellingar til að hámarka rennsli sundmanna og bíða svo og vona að hin mánaðarlega frænka komi ekki í heimsókn. Það virðist vera aukin vitund um að spurningar sem tengj- ast fjölgun eða tilraunum til henn- ar séu óviðeigandi og mögulega særandi. Þetta er einkamál fólks og aðrir eiga ekki að hnýsast í þeirra kynlíf. Það skil ég vel, en ég er samt að pæla í einu, það að reyna að eignast barn getur sest á sálina og hjartað. Svo ekki sé minnst á þá sem verða óléttir fyrir „slysni“, jafnvel við það eitt að horfa hvort á annað, og sitja svo eftir eins og eitt stórt spurningamerki. Ég vildi gjarnan að við myndum tala opinskárra um það ferli sem getnaður er. Það þarf enginn að fara út í stellingar eða framandi tækni heldur aðeins hvernig upplif- unin er og hvaða áhrif þetta hefur á sambandið. Það getur verið ansi stressandi að gelta á makann að stinga honum inn því nú séu kjörað- stæður hjá egginu sem bíður spennt í leiðaranum. Svo ekki sé minnst á nær daglega líkamsathugun þar sem rýnt er í einkenni og ástand og óþægindi eins og viðkvæm brjóst og flökurleiki eru fagnaðarefni. Ég tel að ef þessi umræða væri opnuð þá myndi það létta á mörgum, sérstaklega þeim sem halda að þau séu þau einu sem ekkert gengur hjá. Það að búa til barn getur tekið tíma og það þarf ekki að þýða að eitthvað sé að, þó vissulega geti það hjálp- að að fara í skoðun til að fá málin á hreint. Hjá sumum tekur þetta lengri tíma og hjá öðrum skemmri. Báða aðila langar í barn og mikið væri það gott ef það mætti bara ræða án þess að pukrast í hálfum hljóðum með roða í kinnum. Mark- miðið er göfugt þó leiðin að því geti verið misjöfn. Skrítnar stellingar og framandi tækni ERFITT VERKEFNI Það getur verið tímafrekt og erfitt að eignast barn. NORDICPHOTOS/GETTY VINNINGSHAFI Stella McCartney var sigurvegari kvöldsins og fór heim með tvenn verðlaun. FYRIRSÆTA ÁRSINS Cara Delvigne var alsæl með verðlaunin. STÍLDROTTNING Alexa Chung fékk stílverðlaun á hátíðinni. RAUÐUR Amber Valletta í flottum rauðum síðkjól. SVARTKLÆDD Salma Hayek mætti í svörtum kjól. SÖNGKONAN Rota Ora var hvítklædd með stóra tösku.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.