Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 1
LÍFIÐ
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
22
SVANSÍ ÚTVARPSKONA HEIMSÓTT
ÚTGÁFUHÓF EDDU BJÖRGVINS
HÚRRANDI
HAMINGJA Í HÖRPU
7. DESEMBER 2012
GRM Í SALNUM
Stórtónleikar verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30 þegar þar stíga á svið Megas, Gylfi Ægisson og Rúnar Þór og flytja ógleymanlega smelli á borð við Minningu um mann, Drottninguna vondu og Spáðu í mig auk annarra þekktra laga. Miðaverð er 3.900 krónur.
E
3ja ára
ábyrgð!
VANDAÐAR
ÞÝSKAR HEILSUVÖRUR
ÞRÝSTINGS-
MÆLAR
VERÐ FRÁ
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
Sími: 512 5000
7. desember 2012
288. tölublað 12. árgangur
Nefnd gegn skítkasti Starfs-
hópur á að leita leiða til að draga úr
persónulegu skítkasti og brigslyrðum
í bæjarstjórn Kópavogs. 2
Leysa deilu innanhúss Stjórnendur
Landspítalans leita nú leiða til að
mæta kröfum hjúkrunarfræðinga. 4
Norræni NATO-hatturinn Norræn
umgjörð þátttöku Svíþjóðar og Finn-
lands í loftrýmiseftirliti við Ísland
virðist draga úr pólitískri viðkvæmni
málsins í löndunum. 18
600-700
íbúðir Íbúðalánasjóðs fara
inn í félagið við stofnun
þess.
SKOÐUN Tollar og hindranir eru
þekktar leiðir þjóða til að gera sig fá-
tækari, skrifar Pawel Bartoszek. 23
MENNING Ný haustlína Chanel sýnir
handbragð tískuhússins í gegnum
tíðina. 44
SPORT Það eru fjórar mömmur í
íslenska kvennalandsliðinu á EM í
Serbíu. 52
„Fremstur
norrænna
sakamála-
höfunda.“
THE TIMES
L O K K A N D I
Sölutímabil 5.-19. desember
Sölustaðir á
kaerleikskulan.is
S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A
O G F AT L A Ð R A
ÞJÓNUSTA „Þetta er hugsað sem
forvörn gegn ölvunarakstri,“ segir
Ómar Þröstur Hjaltason sem ásamt
Kristni Sævari Magnússyni, félaga
sínum, hefur sett á fót bílstjóra-
þjónustu fyrir ölvaða. Fyrir tækið,
sem nefnist Keyrðu mig heim, er
með bílstjóra á sínum snærum sem
sækja samkvæmis ljón í bæinn og
skutla þeim heim á þeirra eigin bíl.
Ómar tekur fram að nú geti fólk
haft samband við Keyrðu mig
heim eftir jólahlaðborðið í
stað þess að fara sér að voða
með því að keyra eftir einn
eða tvo. „Það eru hátt í tíu
manns teknir fyrir ölv-
unarakstur um hverja
einustu helgi og ef
þeir sem komast upp með akst-
urinn eru taldir með eru þetta
eflaust miklu fleiri,“ segir hann.
Verðið á þjónustunni er
breytilegt eftir svæð-
um og dýrast er að
láta skutla sér í Mos-
fellsbæ, en sá rúntur
kostar 6.990 krónur.
Ódýrasta heim keyrslan kostar 3.990
krónur. Ómar bendir þó á að þjón-
ustan sé mun ódýrari en lægsta sekt
fyrir ölvunarakstur, en hún er um
70 þúsund krónur. - hva / sjá síðu 58
Benda ölvuðum á að hafa samband við bílstjóraþjónustu eftir jólahlaðborð:
Skutla bílum ölvaðra heim í hlað
Bolungarvík 1° SA 11
Akureyri 1° SA 8
Egilsstaðir -1° S 6
Kirkjubæjarkl. 1° A 6
Reykjavík 3° SA 11
Strekkingur eða allhvasst sunnan- og
vestanlands með slyddu eða rigningu
en hægari vindur og úrkomulaust
norðaustan til fram eftir degi. 4
FÉLAGSMÁL Leigufélag í eigu Íbúða-
lánasjóðs (ÍLS) verður stofnað á
næstu dögum. Félagið, sem verður
sjálfstætt og aðskilið sjóðnum, mun
halda utan um leigu á íbúðum sjóðs-
ins, en félagið á ekki að skila hagn-
aði. ÍLS leggur félaginu til á bilinu
600 til 700 íbúðir til að byrja með,
sem langflestar eru í útleigu, að
sögn Sigurðar Erlingssonar, fram-
kvæmdastjóra sjóðsins.
„Í meginatriðum liggur fyrir
hvaða eignir fara inn í það. Svo er
næsta skref að stofna félagið form-
lega og ráða stjórn og framkvæmda-
stjóra. Það er komið á það stig.“
Sigurður segir að unnið sé út frá
því að félagið verði stofnað fyrir
áramót. Hvort það náist verði að
koma í ljós, en nýlegar vendingar í
málefnum sjóðsins gætu haft áhrif
á málið. Þá kunni starfshópur, sem
ráðherra skipaði til að skoða málefni
sjóðsins, að vilja kynna sér málið.
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra segir að með félaginu eigi
að búa til úrræði á leigumarkaði.
Það sé hluti af framtíðarsýn varð-
andi eflingu húsaleigumarkaðar.
„Hluti af þeirri hugsun eru húsa-
leigubætur og þegar þær komast
á, og verða efldar, þá munum við
tryggja framboð og eðlilega sam-
keppni í sambandi við leiguverð.
Hugmyndin er að leigan verði miðuð
við það að félagið standi undir sér,
en ekkert meira.“
Eignir sem fara inn í félagið verða
að henta vel til útleigu og mega ekki
vera of stórar eða á svæðum þar
sem skortir eftirspurn eftir leigu-
íbúðum. Stjórnar félagsins bíður
að ákveða hvort fleiri eignir verði
teknar inn í félagið. Þær verða hins
vegar að henta vel til útleigu.
ÍLS leggur félaginu til eignir og
leigutekjur fara til þess. Eignirnar
sem fara strax inn í félagið eru víða
um land, að sögn Sigurðar. Guð-
bjartur segir að gæta verði að því
að ekki myndist tap á félaginu.
„Þetta verður að vera félag sem
er stofnað inn í framtíðina. Þetta er
ekki til að bjarga Íbúðalánasjóði.
Þetta er til að bjarga leigumarkað-
inum.“ - kóp
Leigufélag ÍLS á að tryggja
framboð og halda leigu niðri
Stefnt er að því að stofna leigufélag utan um eignir Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Fyrsta kastið verða 600 til
700 eignir í félaginu sem verður sjálfstætt. Stofnað til að bæta leigumarkaðinn, segir velferðarráðherra.
Tækifæri í hverri ógn
Ásdís Halla Bragadóttir um lífið
eftir stjórnmálin, fjölskyldugildin,
bróðurmissinn og aðventuna. 6-12
SLEGIÐ Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson stýrði uppboði hjá Góða hirðinum í gær til styrktar Kvennaathvarfinu sem á
nú 30 ára afmæli. Allur ágóði af uppboðinu rennur til styrktar athvarfsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EGYPTALAND Mohammed Morsi,
forseti Egyptalands, vill ræða
við stjórnarandstöðuna til að
róa eldfimt ástand í landinu.
Átök milli stuðningsmanna og
andstæðinga Morsi hafa farið
stigvaxandi undanfarna daga.
Morsi hefur því boðað til fundar
með stjórnarandstæðingum á
laugardaginn.
Átökin hafa ekki síst snúist
um aukin völd forsetans sem
hann tók sér í nóvember. Hann
segir nú að þessar breytingar
séu til skoðunar og völdin muni
falla úr gildi þegar búið er að
kjósa um nýja stjórnarskrá. Það
verður gert þann 15. desember.
Morsi segir að ef stjórnar-
skráin verður ekki samþykkt
verði nýtt stjórnlagaþing sett
saman til að gera nýja tillögu.
- þeb / sjá síðu 10
Forseti Egyptalands:
Boðar til
fundar með
andstæðingum